Sigmundur komst á forsíðuna en ekki Messi Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 10. október 2024 15:47 Sigmundur deildi forsíðunni meðal annars með Pútín og Assad. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðulegt að hann hafi verið settur á forsíðu þýsks blaðs þar sem fjallað var um Panamaskjölin en ekki aðrir hærra settir í samfélaginu, þeirra á meðal heimsfrægir íþróttamenn og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi jafnoft þurft að þola það að reynt sé að bola honum úr starfi á þessari öld. Sigmundur var gestur í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 Vísi í dag. Þar ræddi hann meðal annars um Panamaskjölin og Klaustursmálið, tvö stór hneykslismál sem Sigmundur hefur gengið í gegnum. „Þetta eru tvö dæmi þar sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði Sigmundur og var þá að tala um Panamaskjölin. Að hans mati hafi einhverjir viljað losna við ríkisstjórnina og þar með ráðist á hann sem forsætisráðherra. Heimir spurði hann nánar út í þessa meintu aðför. Þú segir að þetta hafi verið skipulögð aðgerð. Það eru hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga í þessum skjölum. Þú sem forsætisráðherra Íslands er nefndur í þessum skjölum en þú talar um að það hafi verið skipulögð aðför. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? Voru það pólitískir aðilar? „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá var það í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til þess að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur telur að aldrei hafi jafnoft verið reynt að koma íslenskum pólitíkus úr starfi á þessari öld og honum.Vísir/Vilhelm Menn sem svífast einskis Meðal annars voru vogunarsjóðir sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. „Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi að hæsta hús í heimi, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var kannski hægt að byggja tvö þannig hús fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Heimir Már Pétursson ræddu málin í Samtalinu í dag.Vísir/Vilhelm Á umdeildri forsíðu Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var eitthvað forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, al-Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims. Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum?“ sagði Sigmundur. Forsíðan sem Sigmundur ræddi um.Süddeutsche Zeitung Panama-skjölin Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Sigmundur var gestur í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 Vísi í dag. Þar ræddi hann meðal annars um Panamaskjölin og Klaustursmálið, tvö stór hneykslismál sem Sigmundur hefur gengið í gegnum. „Þetta eru tvö dæmi þar sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði Sigmundur og var þá að tala um Panamaskjölin. Að hans mati hafi einhverjir viljað losna við ríkisstjórnina og þar með ráðist á hann sem forsætisráðherra. Heimir spurði hann nánar út í þessa meintu aðför. Þú segir að þetta hafi verið skipulögð aðgerð. Það eru hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga í þessum skjölum. Þú sem forsætisráðherra Íslands er nefndur í þessum skjölum en þú talar um að það hafi verið skipulögð aðför. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? Voru það pólitískir aðilar? „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá var það í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til þess að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur telur að aldrei hafi jafnoft verið reynt að koma íslenskum pólitíkus úr starfi á þessari öld og honum.Vísir/Vilhelm Menn sem svífast einskis Meðal annars voru vogunarsjóðir sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. „Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi að hæsta hús í heimi, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var kannski hægt að byggja tvö þannig hús fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Heimir Már Pétursson ræddu málin í Samtalinu í dag.Vísir/Vilhelm Á umdeildri forsíðu Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var eitthvað forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, al-Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims. Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum?“ sagði Sigmundur. Forsíðan sem Sigmundur ræddi um.Süddeutsche Zeitung
Panama-skjölin Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira