„Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. október 2024 21:51 Maté áhyggjurfullur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Viktor Freyr Haukar máttu sætta sig við sitt annað tap í jafnmörgum leikjum í Bónus-deild karla þegar liðið tapaði heima gegn Grindavík í kvöld, 80-92. Tapið öllu minna en gegn Hetti en Maté Dalmay, þjálfari liðsins, sá fá batamerki á leik liðsins. „Þetta var svipað bara. Batamerki á stóra kallinum okkar [Steeve Ho You Fat, sem skoraði 19 stig í kvöld]. Mér fannst hann góður gegnum allan leikinn og var að skila okkur einhverjum stigum. Mér fannst Hilmar Arnars kom með kannski það sem Birkir kom með í síðasta leik. 18-19 ára gæi sem skorar 14-16 stig.“ „En svona heilt yfir bara því miður ekki batamerki. Kannski í seinni hálfleik batamerki í vörn. Þegar vörnin okkar var allt í lagi þá setti Gigliotti fjóra eða fimm þrista í röð. Það er bara því miður mér að kenna því hann setti þá ekki í fyrra og það var í mínu leikplani að falla djúpt af honum. Ég þarf að taka það á mig. Mér fannst vörnin betri í seinni hálfleik en ef ég á að vera ótrúlega neikvæður að þegar þú ert að spila lélegustu vörn í heimi þá er ótrúlega auðvelt að sýna batamerki.“ Það eru ansi margir ungir leikmenn í liði Hauka þetta tímabilið og sýndi þeir margir hverjir ágæta spretti í kvöld. Maté vildi þó ekki meina að lykillinn að velgegni liðsins lægi í þeirra frammistöðu, heldur væru það atvinnumennirnir sem þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu. „Ég er ekkert ósáttur við þá. Birkir var ekki smeykur í dag, mistækari en í síðasta leik en hann þorir allavegana. Sama með Hilmi Arnars í dag. En án þess að gera lítið úr þeirra framlagi þá vinnum við ekki Grindavík nema erlendu atvinnumennirnir okkar, sem að koma hinga til að spila bara körfubolta meðan hinir tveir eru upp í FSU og Borgarholtsskóla. Þeir þurfa að bera liðið okkar. Við erum ekki með þrítuga íslenska landsliðsmenn sem lykilmenn. Við erum með stráka sem eiga sjö til tíu ár í að verða sá gæi. Þangað til horfi ég á Everage og þessa þrjá atvinnumenn til þess að vera grunnurinn í okkar sóknar- og varnarleik. Þeir voru það alls ekki í dag og alls ekki á móti Hetti. Steeve var það meira í dag.“ Maté var spurður fyrir leik hvort hann væri búinn að hugsa það lengra fram í tímann hvort hann vildi bæta fleiri leikmönnum í hópinn. Þá sagði hann að það væri ekki í kortunum en hann virðist mögulega vera búinn að skipta um skoðun, eða í það minnsta að skoða það alvarlega að skipta mönnum út. „Ég sagði hérna fyrir leik að við ætlum að vera þolinmóðir. Ég er ótrúlega óþolinmóður maður samt. Tala nú ekki um Kidda Jónasar formenn og fólkið sem er að fara að tjá sig um þennan leik. Jú jú. Við ætlum að vera þolinmóðir en þessir menn þurfa að sýna meiri gæði og í fyrri hálfleik bara áhuga líka.“ Grindavík byrjaði annan leikhluta á 13-0 áhlaupi sem virtist nánast gera út um leikinn og Maté tók undir að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið vel. „Við brotnum mjög auðvelda bara strax í byrjun. Hópur sem hefur aldrei gert neitt saman. Við höfum aldrei farið í gegnum neina erfiðleika saman sem hópur. Við erum glænýr hópur. Ungir gaurar sem hafa fæstir spilað eitthvað í úrvalsdeild blandað við erlenda menn sem hafa aldrei spilað á Íslandi. Við höfum aldrei farið í gegnum neitt mótlæti saman nema þessa tvo leiki. Vonandi, þegar við lendum ellefu stigum undir næst, þá drullum við ekki á okkur.“ Bónus-deild karla Körfubolti Haukar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
„Þetta var svipað bara. Batamerki á stóra kallinum okkar [Steeve Ho You Fat, sem skoraði 19 stig í kvöld]. Mér fannst hann góður gegnum allan leikinn og var að skila okkur einhverjum stigum. Mér fannst Hilmar Arnars kom með kannski það sem Birkir kom með í síðasta leik. 18-19 ára gæi sem skorar 14-16 stig.“ „En svona heilt yfir bara því miður ekki batamerki. Kannski í seinni hálfleik batamerki í vörn. Þegar vörnin okkar var allt í lagi þá setti Gigliotti fjóra eða fimm þrista í röð. Það er bara því miður mér að kenna því hann setti þá ekki í fyrra og það var í mínu leikplani að falla djúpt af honum. Ég þarf að taka það á mig. Mér fannst vörnin betri í seinni hálfleik en ef ég á að vera ótrúlega neikvæður að þegar þú ert að spila lélegustu vörn í heimi þá er ótrúlega auðvelt að sýna batamerki.“ Það eru ansi margir ungir leikmenn í liði Hauka þetta tímabilið og sýndi þeir margir hverjir ágæta spretti í kvöld. Maté vildi þó ekki meina að lykillinn að velgegni liðsins lægi í þeirra frammistöðu, heldur væru það atvinnumennirnir sem þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu. „Ég er ekkert ósáttur við þá. Birkir var ekki smeykur í dag, mistækari en í síðasta leik en hann þorir allavegana. Sama með Hilmi Arnars í dag. En án þess að gera lítið úr þeirra framlagi þá vinnum við ekki Grindavík nema erlendu atvinnumennirnir okkar, sem að koma hinga til að spila bara körfubolta meðan hinir tveir eru upp í FSU og Borgarholtsskóla. Þeir þurfa að bera liðið okkar. Við erum ekki með þrítuga íslenska landsliðsmenn sem lykilmenn. Við erum með stráka sem eiga sjö til tíu ár í að verða sá gæi. Þangað til horfi ég á Everage og þessa þrjá atvinnumenn til þess að vera grunnurinn í okkar sóknar- og varnarleik. Þeir voru það alls ekki í dag og alls ekki á móti Hetti. Steeve var það meira í dag.“ Maté var spurður fyrir leik hvort hann væri búinn að hugsa það lengra fram í tímann hvort hann vildi bæta fleiri leikmönnum í hópinn. Þá sagði hann að það væri ekki í kortunum en hann virðist mögulega vera búinn að skipta um skoðun, eða í það minnsta að skoða það alvarlega að skipta mönnum út. „Ég sagði hérna fyrir leik að við ætlum að vera þolinmóðir. Ég er ótrúlega óþolinmóður maður samt. Tala nú ekki um Kidda Jónasar formenn og fólkið sem er að fara að tjá sig um þennan leik. Jú jú. Við ætlum að vera þolinmóðir en þessir menn þurfa að sýna meiri gæði og í fyrri hálfleik bara áhuga líka.“ Grindavík byrjaði annan leikhluta á 13-0 áhlaupi sem virtist nánast gera út um leikinn og Maté tók undir að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið vel. „Við brotnum mjög auðvelda bara strax í byrjun. Hópur sem hefur aldrei gert neitt saman. Við höfum aldrei farið í gegnum neina erfiðleika saman sem hópur. Við erum glænýr hópur. Ungir gaurar sem hafa fæstir spilað eitthvað í úrvalsdeild blandað við erlenda menn sem hafa aldrei spilað á Íslandi. Við höfum aldrei farið í gegnum neitt mótlæti saman nema þessa tvo leiki. Vonandi, þegar við lendum ellefu stigum undir næst, þá drullum við ekki á okkur.“
Bónus-deild karla Körfubolti Haukar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira