Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2024 00:01 Magnús Þór er formaður Kennarasambandsins. Vísir/Bjarni Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. Eftir síðasta fund hjá ríkissáttasemjara var samninganefndum falið að vinna verkefni. Þær eiga síðan að hittast í fyrramálið klukkan 09.00 með afrakstur þeirrar vinnu. Þetta er fyrsti sáttafundur eftir að samþykkt var að ráðast í verkföll í alls níu skólum. „Við erum alltaf á þeim stað að vilja koma í veg fyrir aðgerðir. Þegar maður setur fram aðgerðir þá er maður alltaf að gera sér vonir um að þar með sé maður búinn að gera ramma sem hraðar verkinu. Þetta er flókið úrlausnarefni og ennþá töluvert á milli en ég aftur á móti held að ef við náum að setjast yfir þetta og höldum áfram að reyna að fanga þetta verkefni – þetta er nýtt verkefni að öll kennarastéttin kalli eftir kennarastéttin kalli eftir fjárfestingu í sínum störfum - að þá hef ég alla trú á þessu fólki sem situr við borðið.“ Hverjar eru kröfurnar? „Við háskólamenntaðir sérfræðingar í fræðslugeiranum þurfum að hafa sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar á almennum vinnumarkaði. Um það þarf samtalið að fara að snúast um.“ Ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð í kennarasamfélaginu. Borgarstjóri er staddur á ráðstefnu erlendis. Þess má þó geta að hann birti grein á Vísi í kvöld, en hana má finna hér. Fréttastofa hefur ekki náð tali af borgarstjóra - hann er staddur á ráðstefnu erlendis. Magnús segir ummælin þó ekki stóra málið. „Mér finnst borgarstjóri eiga að biðjast afsökunar á því að hafa talað með óvarlegum hætti, væntanlega af einhverju þekkingarleysi. Við erum alls ekki við kjarasamningsborðið að ræða ummæli borgarstjóra. Verkefnið okkar er búið að vera skýrt mjög lengi og hefur ekki tengingu við hans skoðun eða annarra.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Eftir síðasta fund hjá ríkissáttasemjara var samninganefndum falið að vinna verkefni. Þær eiga síðan að hittast í fyrramálið klukkan 09.00 með afrakstur þeirrar vinnu. Þetta er fyrsti sáttafundur eftir að samþykkt var að ráðast í verkföll í alls níu skólum. „Við erum alltaf á þeim stað að vilja koma í veg fyrir aðgerðir. Þegar maður setur fram aðgerðir þá er maður alltaf að gera sér vonir um að þar með sé maður búinn að gera ramma sem hraðar verkinu. Þetta er flókið úrlausnarefni og ennþá töluvert á milli en ég aftur á móti held að ef við náum að setjast yfir þetta og höldum áfram að reyna að fanga þetta verkefni – þetta er nýtt verkefni að öll kennarastéttin kalli eftir kennarastéttin kalli eftir fjárfestingu í sínum störfum - að þá hef ég alla trú á þessu fólki sem situr við borðið.“ Hverjar eru kröfurnar? „Við háskólamenntaðir sérfræðingar í fræðslugeiranum þurfum að hafa sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar á almennum vinnumarkaði. Um það þarf samtalið að fara að snúast um.“ Ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð í kennarasamfélaginu. Borgarstjóri er staddur á ráðstefnu erlendis. Þess má þó geta að hann birti grein á Vísi í kvöld, en hana má finna hér. Fréttastofa hefur ekki náð tali af borgarstjóra - hann er staddur á ráðstefnu erlendis. Magnús segir ummælin þó ekki stóra málið. „Mér finnst borgarstjóri eiga að biðjast afsökunar á því að hafa talað með óvarlegum hætti, væntanlega af einhverju þekkingarleysi. Við erum alls ekki við kjarasamningsborðið að ræða ummæli borgarstjóra. Verkefnið okkar er búið að vera skýrt mjög lengi og hefur ekki tengingu við hans skoðun eða annarra.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08
„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20