Börkur hættir hjá Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 14:22 Börkur Edvardsson ætlar að láta staðar numið í stjórn knattspyrnudeildar Vals. vísir/sigurjón Börkur Edvardsson ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns eða stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á næsta haustfundi félagsins 21. október. Um talsverð tímamót er að ræða því Börkur tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 og hefur setið þar síðan þá. Lengst af hefur hann verið formaður knattspyrnudeildar en nú verður breyting á. „Ég hef ákveðið að láta staðar numið eftir 21 ár í sjálfboðaliðastarfi og mun ekki bjóða mig fram til formanns né til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á komandi haustfundi félagsins sem haldinn verður 21. október,“ skrifar Börkur í löngum pistli á Facebook. „Á þeim árum sem ég hef verið formaður og stjórnarmaður hafa unnist yfir 70 titlar þar af 24 stórir titlar, 14 Íslandsmeistaratitlar og 10 bikarameistaratitlar. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 að ég ætti eftir að endast í 21 ár sem formaður og stjórnarmaður knattspyrnudeildar, sem stjórnarmaður aðalstjórnar og varaformaður félagsins sem ég gengdi í eitt tímabil. Ég er stoltur og þakklátur að hafa stýrt knattspyrnudeild Vals á sigursælasta tímabili í sögu félagsins og það með mínum bestu vinum og fjölskyldu.“ Börkur fer yfir tíma sinn hjá Val í pistlinum og kemur víða við. Hann segir mikið hafa breyst hjá Val síðan hann byrjaði að starfa fyrir félagið fyrir rúmum tuttugu árum. „Árið 2003 og árin þar á undan hafði umhverfið verið erfitt hjá Val. Aðstöðuleysi, innviðar fúnir,fjárhagsleg vandræði og hnignun blasti við. Meistaraflokkur karla flakkaði á milli deilda og áttum við til að mynda ekki til bolta á æfingar, vesti eða keppnisbúninga. Þetta var ekki Valur sem ég var alinn upp við,“ skrifar Börkur en tímabilið 2003 féll karlalið Vals úr efstu deild, í þriðja sinn á sex árum. Eftir það tímabil tók Börkur við sem formaður knattspyrnudeildar Vals. Vantar yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Börkur tók við formennsku í knattspyrnudeild Vals fyrir 21 ári og öll aðstaða og umgjörð hjá félaginu hefur tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir það segir Börkur að Valsmenn þurfi að gefa enn meira í og ráða í tvær nýjar stöður í knattspyrnudeildinni. „Þrátt fyrir að mikil velgengni hafi einkennt þessi ár þá hefur þetta reynt á mann sjálfan og fólkið í kringum mann. Það fer gríðarlegur tími og mikil orka í að halda starfi sem þessu gangandi. Eftir allan þennan tíma met ég það svo að það sé ekki lengur hægt að leggja slíka vinnu á sjálfboðaliða. Það er mikilvægt að Valur ráði yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar en tillögur um slíkt hafa verið lagðar fram,“ skrifar Börkur en pistilinn má lesa hér fyrir ofan. Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00 „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Um talsverð tímamót er að ræða því Börkur tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 og hefur setið þar síðan þá. Lengst af hefur hann verið formaður knattspyrnudeildar en nú verður breyting á. „Ég hef ákveðið að láta staðar numið eftir 21 ár í sjálfboðaliðastarfi og mun ekki bjóða mig fram til formanns né til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á komandi haustfundi félagsins sem haldinn verður 21. október,“ skrifar Börkur í löngum pistli á Facebook. „Á þeim árum sem ég hef verið formaður og stjórnarmaður hafa unnist yfir 70 titlar þar af 24 stórir titlar, 14 Íslandsmeistaratitlar og 10 bikarameistaratitlar. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 að ég ætti eftir að endast í 21 ár sem formaður og stjórnarmaður knattspyrnudeildar, sem stjórnarmaður aðalstjórnar og varaformaður félagsins sem ég gengdi í eitt tímabil. Ég er stoltur og þakklátur að hafa stýrt knattspyrnudeild Vals á sigursælasta tímabili í sögu félagsins og það með mínum bestu vinum og fjölskyldu.“ Börkur fer yfir tíma sinn hjá Val í pistlinum og kemur víða við. Hann segir mikið hafa breyst hjá Val síðan hann byrjaði að starfa fyrir félagið fyrir rúmum tuttugu árum. „Árið 2003 og árin þar á undan hafði umhverfið verið erfitt hjá Val. Aðstöðuleysi, innviðar fúnir,fjárhagsleg vandræði og hnignun blasti við. Meistaraflokkur karla flakkaði á milli deilda og áttum við til að mynda ekki til bolta á æfingar, vesti eða keppnisbúninga. Þetta var ekki Valur sem ég var alinn upp við,“ skrifar Börkur en tímabilið 2003 féll karlalið Vals úr efstu deild, í þriðja sinn á sex árum. Eftir það tímabil tók Börkur við sem formaður knattspyrnudeildar Vals. Vantar yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Börkur tók við formennsku í knattspyrnudeild Vals fyrir 21 ári og öll aðstaða og umgjörð hjá félaginu hefur tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir það segir Börkur að Valsmenn þurfi að gefa enn meira í og ráða í tvær nýjar stöður í knattspyrnudeildinni. „Þrátt fyrir að mikil velgengni hafi einkennt þessi ár þá hefur þetta reynt á mann sjálfan og fólkið í kringum mann. Það fer gríðarlegur tími og mikil orka í að halda starfi sem þessu gangandi. Eftir allan þennan tíma met ég það svo að það sé ekki lengur hægt að leggja slíka vinnu á sjálfboðaliða. Það er mikilvægt að Valur ráði yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar en tillögur um slíkt hafa verið lagðar fram,“ skrifar Börkur en pistilinn má lesa hér fyrir ofan.
Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00 „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00
„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01
„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30