„Lífið er stundum ósanngjarnt, sérstaklega fyrir stelpur eins og okkur“ Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir skrifar 16. október 2024 16:01 Eins og svo oft áður mótmælti dóttir mín harðlega þegar ákveðið var að fara upp úr sundlauginni. „Þetta er ósanngjarnt, ég vil vera lengur í sundi“ endurtók hún nokkrum sinnum á leiðinni inn í sturturnar. Vinkona hennar reyndi að hughreysta hana og sagðist skilja hana og bætti svo við „lífið er stundum ósanngjarnt, sérstaklega fyrir stelpur eins og okkur“. Þessi orð skáru mig inn að hjartanu, því þau endurspegla blákaldan veruleika sem margir foreldra fatlaðra barna standa frammi fyrir. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þessar ungu stelpur fundið fyrir meiri mótvindi en ófatlaðir jafnaldrar. Þær hafa verið hjá þroskaþjálfum, iðjuþjálfun, sérkennurum, sjúkraþjálfurum ásamt því að liggja inni á spítala og tekið fjölda lyfja frá unga aldri. Þá er vert að taka fram að foreldrar fatlaðra barna þurfa nánast undantekningalaust að taka baráttur við kerfið um að tryggja aðgengi barnanna sinna að þessum grundvallarþörfum. Það þekkjum við því miður allt of vel. En þessi mótvindur snýr ekki bara að kerfinu og baráttunni um grundvallarréttindi fatlaðra heldur þurfa þær einnig að glíma við samfélagið sem vinnur sjaldan með þeim. Fræðsla í skólum á fötlunum barna er afar takmörkuð og skilningur því skólafélaga eftir því gagnvart takmörkunum fatlaðra í félagslegum samskiptum og hreyfigetu. Almennt séð er aðgengi fatlaðra barna að íþróttastarfi takmarkað. Oft veltur það á einstaklingsframtak innan íþróttahreyfinga eða foreldrum sem þurfa að berjast fyrir því að barnið þeirra fái að æfa íþróttir. Staðreyndin að aðeins 4% fatlaðra barna stundi íþróttir er sláandi. Það er átakanlegt að þurfa að útskýra fyrir fötluðu barninu sínu að frammistaða þess sé ekki léleg þrátt fyrir að það tapi alltaf fyrir ófötluðum jafnöldrum og jafnvel yngri börnum því það eru engin önnur fötluð börn að æfa íþróttirnar. Áhætta fatlaðra einstaklinga, sérstaklega fatlaðra barna og kvenna að verða fyrir ofbeldi er mun meiri en þeirra sem eru ófatlaðir Fötluð börn eru 2-3 sinnum líklegri að verða fyrir beitt kynferðisofbeldi en ófötluð börn og fatlaðar konur eru 10 sinnum líklegri að verða fyrir líkamlegu- og kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Vinnumarkaðurinn tekur svo ekki beint fagnandi á móti fötluðum einstaklingum en í vor kom í fréttum að 300 fatlaðir einstaklingar séu á biðlista eftir atvinnu hjá Vinnumálastofnun. Þetta er vannýttur mannauður sem fær ekki tækifæri og jafnvel útilokaður frá vinnumarkaði þar sem þau passa ekki í rammann sem búið er að sníða. Þrátt fyrir að lífið sé stundum ósanngjarnt, vegna þessara stóru áskorana og áhætta sem hér eru taldar upp, gefumst við að sjálfsögðu aldrei upp. Framtíð þessara flottu vinkvenna og annarra fatlaðra barna verður að berjast fyrir og það gerum við foreldrar og annað baráttufólk svo sannarlega. Áminning um raunverulega stöðu þessa viðkvæma hóps er mikilvægur þáttur í baráttunni. Fötlun er ekki tabú, ekki smán – fatlaðir eru einstaklingar með styrkleika og hæfileika sem eiga að fá að njóta sín í samfélaginu eins og aðrir! Höfundur er móðir og baráttukona fatlaðs barns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eins og svo oft áður mótmælti dóttir mín harðlega þegar ákveðið var að fara upp úr sundlauginni. „Þetta er ósanngjarnt, ég vil vera lengur í sundi“ endurtók hún nokkrum sinnum á leiðinni inn í sturturnar. Vinkona hennar reyndi að hughreysta hana og sagðist skilja hana og bætti svo við „lífið er stundum ósanngjarnt, sérstaklega fyrir stelpur eins og okkur“. Þessi orð skáru mig inn að hjartanu, því þau endurspegla blákaldan veruleika sem margir foreldra fatlaðra barna standa frammi fyrir. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þessar ungu stelpur fundið fyrir meiri mótvindi en ófatlaðir jafnaldrar. Þær hafa verið hjá þroskaþjálfum, iðjuþjálfun, sérkennurum, sjúkraþjálfurum ásamt því að liggja inni á spítala og tekið fjölda lyfja frá unga aldri. Þá er vert að taka fram að foreldrar fatlaðra barna þurfa nánast undantekningalaust að taka baráttur við kerfið um að tryggja aðgengi barnanna sinna að þessum grundvallarþörfum. Það þekkjum við því miður allt of vel. En þessi mótvindur snýr ekki bara að kerfinu og baráttunni um grundvallarréttindi fatlaðra heldur þurfa þær einnig að glíma við samfélagið sem vinnur sjaldan með þeim. Fræðsla í skólum á fötlunum barna er afar takmörkuð og skilningur því skólafélaga eftir því gagnvart takmörkunum fatlaðra í félagslegum samskiptum og hreyfigetu. Almennt séð er aðgengi fatlaðra barna að íþróttastarfi takmarkað. Oft veltur það á einstaklingsframtak innan íþróttahreyfinga eða foreldrum sem þurfa að berjast fyrir því að barnið þeirra fái að æfa íþróttir. Staðreyndin að aðeins 4% fatlaðra barna stundi íþróttir er sláandi. Það er átakanlegt að þurfa að útskýra fyrir fötluðu barninu sínu að frammistaða þess sé ekki léleg þrátt fyrir að það tapi alltaf fyrir ófötluðum jafnöldrum og jafnvel yngri börnum því það eru engin önnur fötluð börn að æfa íþróttirnar. Áhætta fatlaðra einstaklinga, sérstaklega fatlaðra barna og kvenna að verða fyrir ofbeldi er mun meiri en þeirra sem eru ófatlaðir Fötluð börn eru 2-3 sinnum líklegri að verða fyrir beitt kynferðisofbeldi en ófötluð börn og fatlaðar konur eru 10 sinnum líklegri að verða fyrir líkamlegu- og kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Vinnumarkaðurinn tekur svo ekki beint fagnandi á móti fötluðum einstaklingum en í vor kom í fréttum að 300 fatlaðir einstaklingar séu á biðlista eftir atvinnu hjá Vinnumálastofnun. Þetta er vannýttur mannauður sem fær ekki tækifæri og jafnvel útilokaður frá vinnumarkaði þar sem þau passa ekki í rammann sem búið er að sníða. Þrátt fyrir að lífið sé stundum ósanngjarnt, vegna þessara stóru áskorana og áhætta sem hér eru taldar upp, gefumst við að sjálfsögðu aldrei upp. Framtíð þessara flottu vinkvenna og annarra fatlaðra barna verður að berjast fyrir og það gerum við foreldrar og annað baráttufólk svo sannarlega. Áminning um raunverulega stöðu þessa viðkvæma hóps er mikilvægur þáttur í baráttunni. Fötlun er ekki tabú, ekki smán – fatlaðir eru einstaklingar með styrkleika og hæfileika sem eiga að fá að njóta sín í samfélaginu eins og aðrir! Höfundur er móðir og baráttukona fatlaðs barns
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar