„Gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera“ Stefán Marteinn skrifar 16. október 2024 21:46 Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur Vísir/Diego Keflavík heimsótti Val í N1-höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. „Við byrjuðum mjög vel og það kannski gaf einhver fyrirheit um eitthvað en ég þóttist vita að Valur er með gott lið og er á heimavelli þannig það kom svo sem ekkert á óvart að þær kæmust með einhverjum hætti inn í leikinn aftur. Við erum fyrst og fremst ánægðar með sigurinn.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila á köflum ágætlega en svo á köflum vorum við að spila líka með miklu fáti og gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera.“ Keflavík náði á kafla hátt í tuttugu stiga forystu en misstu það niður rétt fyrir hálfleik. „Mér fannst kannski ákvarðanartökur og við duttum aðeins niður í vörninni og talið var aðeins minna. Þær gengu á lagið og fengu nokkrar auðveldar körfur og svo voru þær okkur mjög erfiðar í fráköstum. Voru að fá mikið af sénsum númer tvö og jafnvel þrjú. Það kannski gerði það að verkum að munurinn minnkaði verulega. Sem betur fer náðum við alltaf að spýta í og halda þeim aðeins frá okkur sem er mjög mikilvægt þegar þú ert að spila á útivelli. Við gerðum það sem þurfti en ekkert í raun mikið meira en það. Við viljum spila betur en þetta.“ Keflavík var undir í frákasta baráttunni í kvöld og tók Valur átján fleiri fráköst en Keflavík en það kom Friðrik Inga þó ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við höfum verið að tapa frákasta baráttunni í flestum leikjum en við höfum kannski verið að vinna aðrar baráttur á vellinum þannig að í raun nei, ef ég á að vera hreinskilinn þá kom það ekki á óvart þannig lagað. Við viljum verða betri í því og þetta snýst ekki um það að við séum lægri eða lávaxnari á vellinum. Þetta snýst um ákveðið viðhorf og hvernig leikmenn eru staðsettir og annað. Við erum að reyna að vinna í því og laga.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Við byrjuðum mjög vel og það kannski gaf einhver fyrirheit um eitthvað en ég þóttist vita að Valur er með gott lið og er á heimavelli þannig það kom svo sem ekkert á óvart að þær kæmust með einhverjum hætti inn í leikinn aftur. Við erum fyrst og fremst ánægðar með sigurinn.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila á köflum ágætlega en svo á köflum vorum við að spila líka með miklu fáti og gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera.“ Keflavík náði á kafla hátt í tuttugu stiga forystu en misstu það niður rétt fyrir hálfleik. „Mér fannst kannski ákvarðanartökur og við duttum aðeins niður í vörninni og talið var aðeins minna. Þær gengu á lagið og fengu nokkrar auðveldar körfur og svo voru þær okkur mjög erfiðar í fráköstum. Voru að fá mikið af sénsum númer tvö og jafnvel þrjú. Það kannski gerði það að verkum að munurinn minnkaði verulega. Sem betur fer náðum við alltaf að spýta í og halda þeim aðeins frá okkur sem er mjög mikilvægt þegar þú ert að spila á útivelli. Við gerðum það sem þurfti en ekkert í raun mikið meira en það. Við viljum spila betur en þetta.“ Keflavík var undir í frákasta baráttunni í kvöld og tók Valur átján fleiri fráköst en Keflavík en það kom Friðrik Inga þó ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við höfum verið að tapa frákasta baráttunni í flestum leikjum en við höfum kannski verið að vinna aðrar baráttur á vellinum þannig að í raun nei, ef ég á að vera hreinskilinn þá kom það ekki á óvart þannig lagað. Við viljum verða betri í því og þetta snýst ekki um það að við séum lægri eða lávaxnari á vellinum. Þetta snýst um ákveðið viðhorf og hvernig leikmenn eru staðsettir og annað. Við erum að reyna að vinna í því og laga.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira