New York einum leik frá því að eignast aftur meistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 13:02 Sabrina Ionescu fagnar sigurkörfu sinni fyrir New York Liberty í nótt. Getty/David Berding New York Liberty er í komið í 2-1 og þar með aðeins einum sigri frá því að tryggja sér WNBA meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liberty vann 80-77 sigur á Minnesota Lynx í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi WNBA deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í Minneapolis í nótt. Hetja gestanna var Sabrina Ionescu sem skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndum leiksins. Ionescu tók skotið af mjög löngu færi eins og má sjá hér fyrir neðan. ONE OF THE BIGGEST SHOTS IN LIBERTY FINALS HISTORY FROM SABRINA IONESCU 😱🔥The Liberty takes Game 3! #WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/Whv0AMnNl9— WNBA (@WNBA) October 17, 2024 Lynx vann fyrsta leikinn í framlengingu en Liberty svaraði með fjórtán stiga sigri í leik tvö. Lynx var komið tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann í nótt en gestirnir frá New Tork unnu sig inn í leikinn og tryggðu sér sigur. Breanna Stewart var atkvæðamest hjá Liberty með 30 stig, 11 fráköst og 4 varin skot en hún hitti úr öllum tíu vítaskotum sínum. Ionescu var með 13 stig og 6 stoðsendingar en þær Leonie Fiebich og Jonquel Jones skoruðu einnig 13 stig. Napheesa Collier var að venju í fararbroddi hjá Lynx með 22 stig, 9 fráköst og 5 stolna bolta en Kayla McBride skoraði 19 stig. New York Liberty hefur þrisvar áður komist í úrslitaeinvígið en alltaf tapað. Hinni áströlsku Sandy Brondello hefur tekist að setja saman öflugt lið sem er einum sigri frá því að færa New York borg fyrsta körfuboltatitil sinn í NBA eða WNBA síðan New York Knicks vann árið 1973. Breanna Stewart dropped a 30-ball to power the Liberty to a clutch Game 3 win 🔥30 PTS | 11 REB | 4 BLK#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/UFgGkhWeT7— WNBA (@WNBA) October 17, 2024 WNBA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Liberty vann 80-77 sigur á Minnesota Lynx í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi WNBA deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í Minneapolis í nótt. Hetja gestanna var Sabrina Ionescu sem skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndum leiksins. Ionescu tók skotið af mjög löngu færi eins og má sjá hér fyrir neðan. ONE OF THE BIGGEST SHOTS IN LIBERTY FINALS HISTORY FROM SABRINA IONESCU 😱🔥The Liberty takes Game 3! #WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/Whv0AMnNl9— WNBA (@WNBA) October 17, 2024 Lynx vann fyrsta leikinn í framlengingu en Liberty svaraði með fjórtán stiga sigri í leik tvö. Lynx var komið tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann í nótt en gestirnir frá New Tork unnu sig inn í leikinn og tryggðu sér sigur. Breanna Stewart var atkvæðamest hjá Liberty með 30 stig, 11 fráköst og 4 varin skot en hún hitti úr öllum tíu vítaskotum sínum. Ionescu var með 13 stig og 6 stoðsendingar en þær Leonie Fiebich og Jonquel Jones skoruðu einnig 13 stig. Napheesa Collier var að venju í fararbroddi hjá Lynx með 22 stig, 9 fráköst og 5 stolna bolta en Kayla McBride skoraði 19 stig. New York Liberty hefur þrisvar áður komist í úrslitaeinvígið en alltaf tapað. Hinni áströlsku Sandy Brondello hefur tekist að setja saman öflugt lið sem er einum sigri frá því að færa New York borg fyrsta körfuboltatitil sinn í NBA eða WNBA síðan New York Knicks vann árið 1973. Breanna Stewart dropped a 30-ball to power the Liberty to a clutch Game 3 win 🔥30 PTS | 11 REB | 4 BLK#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/UFgGkhWeT7— WNBA (@WNBA) October 17, 2024
WNBA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn