Einhleypan: Vandræðalegt þegar þeir eru giftir eða í sambandi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. október 2024 20:02 Bjargey er Einhleypan á Vísi. „Vinir mínir kalla mig Bat-girl því ég vaki oft langt fram á nótt,“ segir Bjargey Ingólfsdóttir, jógakennari og fararstjóri, í samtali við Makamál. Hún lýsir sjálfri sér sem litríkri, góðhjartaðri og lífsglaðri manneskju sem líður eins og hún sé ekki deginum eldri en 25 ára. Spurð hvort hún eigi einhverja vandræðalega stefnumótasögu, segist Bjargey eiga efni í heila bók. „Ég held að ég sé komin langt með að skrifa heilt uppistand af vandræðalegum stefnumótum. Kannski ekki alltaf vandræðalegt fyrir mig en mjög vandræðalegt fyrir karlmenn þegar það kemst upp um að þeir eru nú þegar giftir eða í sambandi,“ segir Bjargey kímin: „Annars held ég að fátt toppi það þegar ég fór á eitt stefnumót í sumar og deitið mitt fékk sér tattoo til minningar um mig daginn eftir. Hitti hann aldrei aftur eftir það en hann á líklega aldrei eftir að gleyma mér með þetta tattoo.“ Hér að neðan svarar Bjargey spurningum í viðtalsliðnum Einhlyepan. Fullt nafn: Bjargey Ingólfsdóttir, Yin Yoga kennari og fararstjóri. Bý í miðbæ Reykjavíkur með börnunum mínum og Spora sem er 8 ára Havanese hundur. Aldur: 42 ára Starf: Yin Yoga kennari og fararstjóri, markaðsmál á samfélagsmiðlum og leiðbeinandi á námskeiðum. Hef kennt konum sjálfstyrkingu um árabil og stefni á að halda því áfram um ókomna tíð. Menntun: B.A. félagsráðgjöf frá HÍ, Cranio Sacral meðferðaraðili frá Upledger, Yin Yoga kennari frá Eden Yoga og Yoga Alicia Casillas. Áhugamál? Ferðalög, útivist og fjallgöngur, ljósmyndun, tíska og hönnun. Gælunafn eða hliðarsjálf? It’s Britney bitch. Busy Bee er líka vinsælt gælunafn hjá mér. Aldur í anda? Ekki deginum eldri en 25 ára. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Alveg örugglega. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Litrík, góðhjörtuð, lífsglöð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég sendi þessa spurningu á vini og fékk þessi svör: Örlát, óhrædd, megabeib, extra og yfirnáttúruleg. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já ég er mjög liðug sem ég myndi klárlega segja að væri leyndur hæfileiki. Ég er líka fáránlega góð í því að laða að mér allt það góða sem ég vil hafa í lífinu mínu. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Blettatígur á kvöldin en Svanur á morgnanna. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Beðmál í borginni. Ertu A eða B týpa? Svo mikil B manneskja að vinir mínir kalla mig Batgirl því ég vaki oft langt fram á nótt. Get ekki sagt að það sé kostur þegar ég þarf að vakna snemma! Hvernig viltu eggin þín? Hrærð egg með miklum osti og djúsí grænmeti. Hvernig viltu kaffið þitt? Kann ekki ennþá að drekka kaffi en elska koffín þannig að ég er mjög góð með Collab eða Mist á kantinum. Guilty pleasure kvikmynd? Pretty Woman. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Örugglega mjög margir þó ég telji mig svakalega góða í karaoke haha, vinkonur mínar eru líklega ekki sammála mér. Hvað ertu að hámhorfa á? Sex and the City. Hvaða bók lastu síðast? The Myth of Normal eftir Gabor Maté og Daniel Maté - mæli með henni. Syngur þú í sturtu? Að sjálfsögðu, syng líka í bílnum. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Lady Gaga, Jonathan Van Ness og Oprah væru veisla. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já já Brad Pitt í Legends of the fall var auðvitað draumurinn Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Borga reikninga því ég er mjög dýr í rekstri hahaha! En að öllu gríni slepptu þá er það leiðinlegasta sem ég geri að fara út með ruslið og ég reyni að koma mér undan því með allskonar ráðum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með krökkunum mínum sem eru mestu snillingar lífs míns, bjóða góðum vinum heim, ferðast, fara á tónleika, hanga í Vesturbæjarlauginni, kenna Yoga og gleyma mér í göngu um miðbæinn minn fallega, taka myndir og spjalla við skemmtilegt fólk. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, húmor og sjálfstraust er mjög heillandi. En óheillandi? Óheiðarleiki og neikvæðni. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Mér finnst mjög gaman að fara út að dansa og á tónleika svo ég fer mest á þá staði þar sem ég veit að það verður stuð. Ég hef líka gaman að því að kíkja á Petersen svítuna og á Gilligogg fyrir góðan kokteil. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram og það getur verið gaman að skrolla smá á TikTok. Ertu á stefnumótaforritum? Ég kíki af og til á Smitten en ég er meira fyrir það að spjalla við fólk í eigin persónu. Draumastefnumótið? Fyrsta deit í mínum huga er alltaf bara að hittast í spjall og kynnast manneskjunni. Draumastefnumót er meira svona þegar þú vilt hafa tíma til að kynnast ennþá betur og þá væri æði að fara í gönguferð, smá slökun í náttúrulaug og borða saman. Vera einhverstaðar úti í náttúrunni og hafa gaman. Hvað er ást? Að opna hjartað fyrir annarri manneskju og treysta henni fyrir því að elska þig fallega. Gefa og þiggja því lífið er betra með manneskju sem elskar þig fyrir það eitt að vera þú. Ertu með einhvern bucket lista? Já heldur betur, draumalistinn er langur en ég er lifa drauminn hér og nú sem er að njóta lífsins og skapa minningar með fólkinu sem ég elska. Þeir hlutir sem eru ofarlega á listanum núna eru að skoða heiminn ennþá meira, fara til Thailands, fara á tónleika með Ólafi Arnalds, fá mér góða myndavél og taka fleiri myndir. Læra spænsku því ég vinn mikið á Spáni, opna mitt eigið Yoga Stúdíó. Kaupa mér síðan alla fallegu kjólana og skóna sem mig dreymir um að eiga og eiga fataskáp eins og Carrie Bradshaw í Sex and the City. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Í miðbænum á Tjarnargötunni minni einu og sönnu með fallegu fjölskyldunni minni, að kenna Yoga, taka myndir og að ferðast um heiminn eins og ég geri í dag, einungis ríkari af fleira fólki sem ég á eftir að kynnast. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Haustið er mætt í allri sinni dýrð með gulum veðurviðvörunum og ljúfum stundum innandyra. Árstíðin er oft talin sú rómantískasta þar sem kertaljós og notalegheit ræður ríkjum. Þá er tíminn til að huga að ástinni. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi því tekið saman lista af einhleypum og sjóðheitum karlmönnum. 9. október 2024 07:02 Sjóðheitar og einhleypar inn í haustið Haustið er mætt í allri sinni dýrð, með gulum veðurviðvörunum og notalegum stundum innandyra. Árstíðin er oft talin sú rómantískasta þar sem kertaljós og notaleg stemning ræður ríkjum. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi tekið saman lista af einhleypum, sjóðheitum og glæsilegum konum. 23. september 2024 07:02 Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, segir draumastefnumótið felast í óvæntri ferð til borg ástarinnar, Parísar í Frakklandi. Gugga er einhleypa mánaðarins hér á lífinu á Vísi. 1. september 2024 20:03 Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ „Ég er lúði en gella og mikil stemningskona. Ég er skáti og björgunarsveitakona. Ég elska útivist og dýrka líka að fara út að borða eða í drykk með vinkonum mínum. Ég kann ekki að slaka á, en er að æfa mig,“ segir Thelma Rún Van Erven í viðtali við Makamál. 13. október 2024 20:01 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Spurð hvort hún eigi einhverja vandræðalega stefnumótasögu, segist Bjargey eiga efni í heila bók. „Ég held að ég sé komin langt með að skrifa heilt uppistand af vandræðalegum stefnumótum. Kannski ekki alltaf vandræðalegt fyrir mig en mjög vandræðalegt fyrir karlmenn þegar það kemst upp um að þeir eru nú þegar giftir eða í sambandi,“ segir Bjargey kímin: „Annars held ég að fátt toppi það þegar ég fór á eitt stefnumót í sumar og deitið mitt fékk sér tattoo til minningar um mig daginn eftir. Hitti hann aldrei aftur eftir það en hann á líklega aldrei eftir að gleyma mér með þetta tattoo.“ Hér að neðan svarar Bjargey spurningum í viðtalsliðnum Einhlyepan. Fullt nafn: Bjargey Ingólfsdóttir, Yin Yoga kennari og fararstjóri. Bý í miðbæ Reykjavíkur með börnunum mínum og Spora sem er 8 ára Havanese hundur. Aldur: 42 ára Starf: Yin Yoga kennari og fararstjóri, markaðsmál á samfélagsmiðlum og leiðbeinandi á námskeiðum. Hef kennt konum sjálfstyrkingu um árabil og stefni á að halda því áfram um ókomna tíð. Menntun: B.A. félagsráðgjöf frá HÍ, Cranio Sacral meðferðaraðili frá Upledger, Yin Yoga kennari frá Eden Yoga og Yoga Alicia Casillas. Áhugamál? Ferðalög, útivist og fjallgöngur, ljósmyndun, tíska og hönnun. Gælunafn eða hliðarsjálf? It’s Britney bitch. Busy Bee er líka vinsælt gælunafn hjá mér. Aldur í anda? Ekki deginum eldri en 25 ára. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Alveg örugglega. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Litrík, góðhjörtuð, lífsglöð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég sendi þessa spurningu á vini og fékk þessi svör: Örlát, óhrædd, megabeib, extra og yfirnáttúruleg. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já ég er mjög liðug sem ég myndi klárlega segja að væri leyndur hæfileiki. Ég er líka fáránlega góð í því að laða að mér allt það góða sem ég vil hafa í lífinu mínu. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Blettatígur á kvöldin en Svanur á morgnanna. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Beðmál í borginni. Ertu A eða B týpa? Svo mikil B manneskja að vinir mínir kalla mig Batgirl því ég vaki oft langt fram á nótt. Get ekki sagt að það sé kostur þegar ég þarf að vakna snemma! Hvernig viltu eggin þín? Hrærð egg með miklum osti og djúsí grænmeti. Hvernig viltu kaffið þitt? Kann ekki ennþá að drekka kaffi en elska koffín þannig að ég er mjög góð með Collab eða Mist á kantinum. Guilty pleasure kvikmynd? Pretty Woman. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Örugglega mjög margir þó ég telji mig svakalega góða í karaoke haha, vinkonur mínar eru líklega ekki sammála mér. Hvað ertu að hámhorfa á? Sex and the City. Hvaða bók lastu síðast? The Myth of Normal eftir Gabor Maté og Daniel Maté - mæli með henni. Syngur þú í sturtu? Að sjálfsögðu, syng líka í bílnum. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Lady Gaga, Jonathan Van Ness og Oprah væru veisla. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já já Brad Pitt í Legends of the fall var auðvitað draumurinn Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Borga reikninga því ég er mjög dýr í rekstri hahaha! En að öllu gríni slepptu þá er það leiðinlegasta sem ég geri að fara út með ruslið og ég reyni að koma mér undan því með allskonar ráðum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með krökkunum mínum sem eru mestu snillingar lífs míns, bjóða góðum vinum heim, ferðast, fara á tónleika, hanga í Vesturbæjarlauginni, kenna Yoga og gleyma mér í göngu um miðbæinn minn fallega, taka myndir og spjalla við skemmtilegt fólk. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, húmor og sjálfstraust er mjög heillandi. En óheillandi? Óheiðarleiki og neikvæðni. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Mér finnst mjög gaman að fara út að dansa og á tónleika svo ég fer mest á þá staði þar sem ég veit að það verður stuð. Ég hef líka gaman að því að kíkja á Petersen svítuna og á Gilligogg fyrir góðan kokteil. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram og það getur verið gaman að skrolla smá á TikTok. Ertu á stefnumótaforritum? Ég kíki af og til á Smitten en ég er meira fyrir það að spjalla við fólk í eigin persónu. Draumastefnumótið? Fyrsta deit í mínum huga er alltaf bara að hittast í spjall og kynnast manneskjunni. Draumastefnumót er meira svona þegar þú vilt hafa tíma til að kynnast ennþá betur og þá væri æði að fara í gönguferð, smá slökun í náttúrulaug og borða saman. Vera einhverstaðar úti í náttúrunni og hafa gaman. Hvað er ást? Að opna hjartað fyrir annarri manneskju og treysta henni fyrir því að elska þig fallega. Gefa og þiggja því lífið er betra með manneskju sem elskar þig fyrir það eitt að vera þú. Ertu með einhvern bucket lista? Já heldur betur, draumalistinn er langur en ég er lifa drauminn hér og nú sem er að njóta lífsins og skapa minningar með fólkinu sem ég elska. Þeir hlutir sem eru ofarlega á listanum núna eru að skoða heiminn ennþá meira, fara til Thailands, fara á tónleika með Ólafi Arnalds, fá mér góða myndavél og taka fleiri myndir. Læra spænsku því ég vinn mikið á Spáni, opna mitt eigið Yoga Stúdíó. Kaupa mér síðan alla fallegu kjólana og skóna sem mig dreymir um að eiga og eiga fataskáp eins og Carrie Bradshaw í Sex and the City. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Í miðbænum á Tjarnargötunni minni einu og sönnu með fallegu fjölskyldunni minni, að kenna Yoga, taka myndir og að ferðast um heiminn eins og ég geri í dag, einungis ríkari af fleira fólki sem ég á eftir að kynnast. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Haustið er mætt í allri sinni dýrð með gulum veðurviðvörunum og ljúfum stundum innandyra. Árstíðin er oft talin sú rómantískasta þar sem kertaljós og notalegheit ræður ríkjum. Þá er tíminn til að huga að ástinni. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi því tekið saman lista af einhleypum og sjóðheitum karlmönnum. 9. október 2024 07:02 Sjóðheitar og einhleypar inn í haustið Haustið er mætt í allri sinni dýrð, með gulum veðurviðvörunum og notalegum stundum innandyra. Árstíðin er oft talin sú rómantískasta þar sem kertaljós og notaleg stemning ræður ríkjum. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi tekið saman lista af einhleypum, sjóðheitum og glæsilegum konum. 23. september 2024 07:02 Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, segir draumastefnumótið felast í óvæntri ferð til borg ástarinnar, Parísar í Frakklandi. Gugga er einhleypa mánaðarins hér á lífinu á Vísi. 1. september 2024 20:03 Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ „Ég er lúði en gella og mikil stemningskona. Ég er skáti og björgunarsveitakona. Ég elska útivist og dýrka líka að fara út að borða eða í drykk með vinkonum mínum. Ég kann ekki að slaka á, en er að æfa mig,“ segir Thelma Rún Van Erven í viðtali við Makamál. 13. október 2024 20:01 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Haustið er mætt í allri sinni dýrð með gulum veðurviðvörunum og ljúfum stundum innandyra. Árstíðin er oft talin sú rómantískasta þar sem kertaljós og notalegheit ræður ríkjum. Þá er tíminn til að huga að ástinni. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi því tekið saman lista af einhleypum og sjóðheitum karlmönnum. 9. október 2024 07:02
Sjóðheitar og einhleypar inn í haustið Haustið er mætt í allri sinni dýrð, með gulum veðurviðvörunum og notalegum stundum innandyra. Árstíðin er oft talin sú rómantískasta þar sem kertaljós og notaleg stemning ræður ríkjum. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi tekið saman lista af einhleypum, sjóðheitum og glæsilegum konum. 23. september 2024 07:02
Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, segir draumastefnumótið felast í óvæntri ferð til borg ástarinnar, Parísar í Frakklandi. Gugga er einhleypa mánaðarins hér á lífinu á Vísi. 1. september 2024 20:03
Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ „Ég er lúði en gella og mikil stemningskona. Ég er skáti og björgunarsveitakona. Ég elska útivist og dýrka líka að fara út að borða eða í drykk með vinkonum mínum. Ég kann ekki að slaka á, en er að æfa mig,“ segir Thelma Rún Van Erven í viðtali við Makamál. 13. október 2024 20:01