Taktu þátt í lýðræðinu með okkur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 17. október 2024 14:47 Alþingiskosningar eru í nánd og flokkar keppast nú við að undirbúa baráttuna framundan. Píratar tóku strax þá ákvörðun að halda prófkjör í öllum kjördæmum – ólíkt öðrum flokkum – enda teljum við okkur ekki geta gefið afslátt af lýðræðinu. Prófkjör fer því fram um eftir næstu helgi eða frá sunnudegi fram á þriðjudag, 20. – 22. október. Mikilvægt er fyrir okkur Pírata að fá öflugt fólk til liðs við okkur. Við viljum fá sem fjölbreyttastan hóp sem hefur brennandi áhuga á að gera samfélagið okkar sanngjarnara og mannúðlegra. Við viljum fólk sem vill berjast gegn spillingu og óréttlæti – með mannréttindi og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Við hvetjum því fólk um land allt til að taka þátt í prófkjöri Pírata og vera hluti af umbótum í samfélaginu. Hægt er að skrá sig hér. Einnig biðlum við til allra sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg í kosningabaráttu Pírata að skrá sig hjá okkur – því af nógu er að taka. Fyrir hvað standa Píratar? Í grunnstefnu Pírata kemur fram að flokkurinn beiti sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda. Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert. Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur. Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri. Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Til friðhelgi telst réttur til leyndar og nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttur. Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er til að vernda einstaklinginn, og aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga. Nafnleysi hefur ekki þann tilgang að skjóta einstaklingi undan ábyrgð. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku. Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir. Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í þessu felst að við mótum stefnu okkar í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru. Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun. Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Ef þú ert sammála þessum grunngildum þá viljum við endilega fá þig til liðs við okkur. Taka þátt í prófkjöri. Taka þátt í kosningabaráttu Pírata. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru í nánd og flokkar keppast nú við að undirbúa baráttuna framundan. Píratar tóku strax þá ákvörðun að halda prófkjör í öllum kjördæmum – ólíkt öðrum flokkum – enda teljum við okkur ekki geta gefið afslátt af lýðræðinu. Prófkjör fer því fram um eftir næstu helgi eða frá sunnudegi fram á þriðjudag, 20. – 22. október. Mikilvægt er fyrir okkur Pírata að fá öflugt fólk til liðs við okkur. Við viljum fá sem fjölbreyttastan hóp sem hefur brennandi áhuga á að gera samfélagið okkar sanngjarnara og mannúðlegra. Við viljum fólk sem vill berjast gegn spillingu og óréttlæti – með mannréttindi og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Við hvetjum því fólk um land allt til að taka þátt í prófkjöri Pírata og vera hluti af umbótum í samfélaginu. Hægt er að skrá sig hér. Einnig biðlum við til allra sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg í kosningabaráttu Pírata að skrá sig hjá okkur – því af nógu er að taka. Fyrir hvað standa Píratar? Í grunnstefnu Pírata kemur fram að flokkurinn beiti sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda. Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert. Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur. Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri. Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Til friðhelgi telst réttur til leyndar og nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttur. Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er til að vernda einstaklinginn, og aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga. Nafnleysi hefur ekki þann tilgang að skjóta einstaklingi undan ábyrgð. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku. Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir. Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í þessu felst að við mótum stefnu okkar í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru. Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun. Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Ef þú ert sammála þessum grunngildum þá viljum við endilega fá þig til liðs við okkur. Taka þátt í prófkjöri. Taka þátt í kosningabaráttu Pírata. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun