Háskóli Íslands styður þjóðarmorð Elí Hörpu og Önundarbur skrifar 18. október 2024 12:02 Það er orðið ljóst: Rektor Háskóla Íslands styður þjóðarmorð. Þjóðarmorð er ekki nógu alvarlegt í augum rektors Háskóla Íslands til þess að hann telji ástæðu til að tjá sig opinberlega. Þjóðarmorð er ekki nægileg ástæða til þess að rektor lýsi yfir stuðningi við palestínskan almenning á Gaza sem hafa nú í 377 daga verið sprengd í loft upp, skotin til bana af leyniskyttum, pyntuð til dauða í fangabúðum, brennd lifandi í tjaldbúðum og svelt vísvitandi í hel. Kerfisbundið þjóðarmorð framkvæmt með vopnum vestrænna ríkja kemur Háskóla Íslands hreinlega ekki við, samkvæmt rektor. Nei, það er einfaldlega ekki nógu mikið einsdæmi til þess að rektor finnist viðeigandi að Háskóli Íslands tjái sig um málið. Hvað þá að slíta opinberlega öllum tengslum við gerandann í þjóðarmorðinu. Nei, slíkt gengi í berhöggi við akademískt frelsi og gildi háskólasamfélagsins, vill rektor meina. Þá spurðu nemendur: hvað með alla háskólana, söfnin og fræðasetrin sem Ísrael hefur sprengt í loft upp? Alla nemendurna sem hafa verið myrtir, eins og hinn 19 ára verkfræðinema Shaban al-Dalou, sem allur heimurinn sá brenna lifandi ásamt móður sinni í tjaldbúðum eftir sprengjuárás Ísraels á Al-Aqsa spítalann? Þegar eldurinn gleypti hann lá hann á sjúkrabeði með vökva í æð að jafna sig eftir aðra sprengjuárás Ísraels sem hafði verið gerð á mosku. Hvað með allt fræðafólkið og háskólakennarana sem hafa verið myrt eða fangelsuð af Ísrael, líkt og prófessor Nadera Shalhoub-Kevorkian? Eru þau einnig óviðkomandi Háskóla Íslands og háskólasamfélaginu? Miðað við þögn rektors gagnvart þessum spurningum, og hvað þögn hans hefur varað lengi, er ljóst að hann, og þar með Háskóli Íslands, styður þjóðar- og menntamorð. Hvað annað getur þögnin þýtt? Nú gæti einhverjum fundist óréttlátt að leggja þetta á herðar rektors, en samkvæmt reglum Háskólans er rektor „forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi skólans og á milli funda háskólaráðs fer hann með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans.“ Reyndar mega öll sem eiga sæti í Háskólaráði, nema fulltrúar stúdenta, sitja undir sömu skömm og rektor, en þjóðarmorðið á Gaza hefur einungis verið rætt þar einu sinni og það af frumkvæði stúdenta. Það var þá sem rektor sem lýsti landráni, þjóðarmorði og stríðsglæpum Ísraels sem „pólitísku álitamáli líðandi stundar.“ Þögnin frá öllum æðstu embættum Háskóla Íslands, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir bæði starfsfólks og nemenda, er ærandi. Þetta er ein af þeim stundum í mannkynssögunni sem við verðum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið. Háskólasamfélagið getur ekki setið hjá, og tekist á við hryllinginn áratugum síðar í baksýnisspeglinum. Þar til sýnt hefur verið fram á annað neyðumst við því til þess að áætla að Háskóli Íslands, æðsta menntastofnun landsins, styðji þjóðarmorð. Elí Hörpu og Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði og meðlimur í Stúdentar fyrir Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst: Rektor Háskóla Íslands styður þjóðarmorð. Þjóðarmorð er ekki nógu alvarlegt í augum rektors Háskóla Íslands til þess að hann telji ástæðu til að tjá sig opinberlega. Þjóðarmorð er ekki nægileg ástæða til þess að rektor lýsi yfir stuðningi við palestínskan almenning á Gaza sem hafa nú í 377 daga verið sprengd í loft upp, skotin til bana af leyniskyttum, pyntuð til dauða í fangabúðum, brennd lifandi í tjaldbúðum og svelt vísvitandi í hel. Kerfisbundið þjóðarmorð framkvæmt með vopnum vestrænna ríkja kemur Háskóla Íslands hreinlega ekki við, samkvæmt rektor. Nei, það er einfaldlega ekki nógu mikið einsdæmi til þess að rektor finnist viðeigandi að Háskóli Íslands tjái sig um málið. Hvað þá að slíta opinberlega öllum tengslum við gerandann í þjóðarmorðinu. Nei, slíkt gengi í berhöggi við akademískt frelsi og gildi háskólasamfélagsins, vill rektor meina. Þá spurðu nemendur: hvað með alla háskólana, söfnin og fræðasetrin sem Ísrael hefur sprengt í loft upp? Alla nemendurna sem hafa verið myrtir, eins og hinn 19 ára verkfræðinema Shaban al-Dalou, sem allur heimurinn sá brenna lifandi ásamt móður sinni í tjaldbúðum eftir sprengjuárás Ísraels á Al-Aqsa spítalann? Þegar eldurinn gleypti hann lá hann á sjúkrabeði með vökva í æð að jafna sig eftir aðra sprengjuárás Ísraels sem hafði verið gerð á mosku. Hvað með allt fræðafólkið og háskólakennarana sem hafa verið myrt eða fangelsuð af Ísrael, líkt og prófessor Nadera Shalhoub-Kevorkian? Eru þau einnig óviðkomandi Háskóla Íslands og háskólasamfélaginu? Miðað við þögn rektors gagnvart þessum spurningum, og hvað þögn hans hefur varað lengi, er ljóst að hann, og þar með Háskóli Íslands, styður þjóðar- og menntamorð. Hvað annað getur þögnin þýtt? Nú gæti einhverjum fundist óréttlátt að leggja þetta á herðar rektors, en samkvæmt reglum Háskólans er rektor „forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi skólans og á milli funda háskólaráðs fer hann með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans.“ Reyndar mega öll sem eiga sæti í Háskólaráði, nema fulltrúar stúdenta, sitja undir sömu skömm og rektor, en þjóðarmorðið á Gaza hefur einungis verið rætt þar einu sinni og það af frumkvæði stúdenta. Það var þá sem rektor sem lýsti landráni, þjóðarmorði og stríðsglæpum Ísraels sem „pólitísku álitamáli líðandi stundar.“ Þögnin frá öllum æðstu embættum Háskóla Íslands, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir bæði starfsfólks og nemenda, er ærandi. Þetta er ein af þeim stundum í mannkynssögunni sem við verðum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið. Háskólasamfélagið getur ekki setið hjá, og tekist á við hryllinginn áratugum síðar í baksýnisspeglinum. Þar til sýnt hefur verið fram á annað neyðumst við því til þess að áætla að Háskóli Íslands, æðsta menntastofnun landsins, styðji þjóðarmorð. Elí Hörpu og Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði og meðlimur í Stúdentar fyrir Palestínu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun