Innlent

Vendingar í pólitíkinni og á­hrif frestunar bankasölu á markaðinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Varaformaður Samfylkingarinnar er hættur við að bjóða sig fram í oddvitasæti flokksins í Kraganum vegna „tímabundinna heilsufarsástæðna“. Formaður Framsóknar óttast ekki að detta út af þingi þrátt fyrir að hafa gefið eftir oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Við förum yfir nýjustu vendingar í pólitíkinni í hádegisfréttunum.

Ákveðið var í gær að slá sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka á frest. Greinandi segir þessa ákvörðun hafa jákvæð áhrif á markaðinn. 

Tveir voru fluttir á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun. Það eru vistmenn og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Lögregla hefur brunann nú til rannsóknar. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu verst allra fregna.

Heimsmeistaramótið í bakgarðshlaupum hefst á hádegi og íslenski hópurinn hleypur í Elliðaárdal. Við verðum í beinni þaðan. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×