Fótbolti

Elías Már á skotskónum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elías Már Ómarsson skoraði langþráð mark fyrir NAC Breda í dag.
Elías Már Ómarsson skoraði langþráð mark fyrir NAC Breda í dag. Getty/Marcel van Dorst

Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk fyrir NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

NAC Breda vann þá 2-1 útisigur á PEC Zwolle en þetta var fjórði sigur liðsins í fyrstu níu leikjunum. Liðið er í níunda sæti deildarinnar en Zwolle er í því fimmtánda.

Elías skoraði fyrra markið sitt á 54. mínútu með vinstri fótar skoti úr teignum eftir stoðsendingu frá Raul Paula. Seinna markið skoraði Elías á 78. mínútu af stuttu færi.

Zwolle minnkaði muninn í 2-1 aðeins þremur mínútum síðar. NAC Breda hélt út og fagnaði flottum sigri þökk sé íslenska framherjanum.

Þetta voru fyrstu mörk Elíasar á leiktíðinni í hans níunda leik. Mörkin voru því langþráð hjá íslenska framherjanum.

Elías lagði upp mark í tveimur fyrstu leikjunum en hafði síðan spilað sex leiki í röð án þess að skora eða leggja upp mark.

Hann hélt samt trausti þjálfarans og launaði honum það með því að skora afar dýrmæt mörk fyrir Breda liðið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×