Sigurmark Stones stóð réttilega og Saliba átti rauða skilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2024 22:46 William Saliba sá rautt gegn Bournemouth. Steven Paston/Getty Images Dermot Gallagher dæmdi á sínum fjöldann allan af leikjum í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Í dag er hann dómarasérfræðingur Sky Sports og fer þar yfir stærstu ákvarðanir hverrar umferðar fyrir sig. Það var af nægu að taka um liðna helgi. Stærstu ákvarðanir helgarinnar komu mögulega í leik Wolves, sem hefur ekki unnið leik til þessa, og Englandsmeistara Manchester City. Í uppbótartíma skoraði John Stones það sem reyndist sigurmarkið en markið var upphaflega dæmt af þar sem Bernardo Silva var talinn hafa verið rangstæður. Eftir að markið var skoðað betur ákvað dómarateymi leiksins að Silva hefði ekki áhrif á José Sá, markvörð Úlfanna, og því stóð markið. „Ég tel það ljóst að þetta er mark. Silva getur ekki verið rangstæður í horni og þegar Stones skallar boltann þá færir hann sig frá Sá. Af því hann færir sig frá þá getur hann ekki verið rangstæður.“ Þessi endaði í netinu.Jack Thomas/Getty Images Eftir leikinn sagði Gary O‘Neil að stærstu lið deildarinnar fengu ákvarðanir sem þessar frekar dæmdar sér í hag heldur en ekki. Dermot sagði það ekki alltaf rétt og benti á að leikmaður Arsenal var sendur af velli gegn Bournemouth. Í leik Liverpool og Chelsea átti sér stað svipað atvik og í leik Arsenal. Þar fékk Tosin hins vegar eingöngu gult spjald fyrir að toga Diogo Jota niður sem virtist vera sloppinn einn í gegn. William Saliba, miðvörður Arsenal, fékk hins vegar rautt spjald fyrir svipað brot degi áður. „Hér eru nokkrir hlutir. Jota er ekki með vald á knettinum, boltinn er að fara í átt að hornfánanum (en ekki markinu) og það er svo langt í markið að Levi Colwill hefði átt góða möguleika á að ná Jota.“ Hvað varðar leik Arsenal gegn Bornemouth og rauða spjaldið á Saliba: „Þetta eru aðrar aðstæður. Boltinn er að fara í gegnum miðjan völlinn, Ben White er langt frá Evanilson sem er líklegastur til að ná boltanum og þá heldur David Raya, markvörður, sig til baka.“ Þá sagði Dermot jafnframt að Raya hefði ekki átt að fá rautt spjald þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem hann var að reyna við boltann. Aftur að leik Chelsea og Liverpool en þar var dæmd vítaspyrna þegar Robert Sánchez, markvörður Chelsea, virtist hafa brotið á Curtis Jones. Eftir að atvikið var skoðað nánar komst dómarateymið að því að ekki væri um brot að ræða. „Fyrir mér er rétt hjá VAR að grípa þarna inn í. Maður sér að Sánchez nær boltanum fyrst og Jones hleypur síðan inn í hann. Þetta var alltaf að fara vera árekstur en ekki vítaspyrna.“ Þá sagði Dermot það rétt hjá dómara leiksins að dæma ekki vítaspyrnu þegar Jadon Sancho féll til jarðar eftir samskipti sín við Trent Alexander-Arnold. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Sjá meira
Stærstu ákvarðanir helgarinnar komu mögulega í leik Wolves, sem hefur ekki unnið leik til þessa, og Englandsmeistara Manchester City. Í uppbótartíma skoraði John Stones það sem reyndist sigurmarkið en markið var upphaflega dæmt af þar sem Bernardo Silva var talinn hafa verið rangstæður. Eftir að markið var skoðað betur ákvað dómarateymi leiksins að Silva hefði ekki áhrif á José Sá, markvörð Úlfanna, og því stóð markið. „Ég tel það ljóst að þetta er mark. Silva getur ekki verið rangstæður í horni og þegar Stones skallar boltann þá færir hann sig frá Sá. Af því hann færir sig frá þá getur hann ekki verið rangstæður.“ Þessi endaði í netinu.Jack Thomas/Getty Images Eftir leikinn sagði Gary O‘Neil að stærstu lið deildarinnar fengu ákvarðanir sem þessar frekar dæmdar sér í hag heldur en ekki. Dermot sagði það ekki alltaf rétt og benti á að leikmaður Arsenal var sendur af velli gegn Bournemouth. Í leik Liverpool og Chelsea átti sér stað svipað atvik og í leik Arsenal. Þar fékk Tosin hins vegar eingöngu gult spjald fyrir að toga Diogo Jota niður sem virtist vera sloppinn einn í gegn. William Saliba, miðvörður Arsenal, fékk hins vegar rautt spjald fyrir svipað brot degi áður. „Hér eru nokkrir hlutir. Jota er ekki með vald á knettinum, boltinn er að fara í átt að hornfánanum (en ekki markinu) og það er svo langt í markið að Levi Colwill hefði átt góða möguleika á að ná Jota.“ Hvað varðar leik Arsenal gegn Bornemouth og rauða spjaldið á Saliba: „Þetta eru aðrar aðstæður. Boltinn er að fara í gegnum miðjan völlinn, Ben White er langt frá Evanilson sem er líklegastur til að ná boltanum og þá heldur David Raya, markvörður, sig til baka.“ Þá sagði Dermot jafnframt að Raya hefði ekki átt að fá rautt spjald þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem hann var að reyna við boltann. Aftur að leik Chelsea og Liverpool en þar var dæmd vítaspyrna þegar Robert Sánchez, markvörður Chelsea, virtist hafa brotið á Curtis Jones. Eftir að atvikið var skoðað nánar komst dómarateymið að því að ekki væri um brot að ræða. „Fyrir mér er rétt hjá VAR að grípa þarna inn í. Maður sér að Sánchez nær boltanum fyrst og Jones hleypur síðan inn í hann. Þetta var alltaf að fara vera árekstur en ekki vítaspyrna.“ Þá sagði Dermot það rétt hjá dómara leiksins að dæma ekki vítaspyrnu þegar Jadon Sancho féll til jarðar eftir samskipti sín við Trent Alexander-Arnold.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Sjá meira