Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2024 10:04 Ragnar Þór veitir þeim ráð sem hafa hugrekki til að bera að bjóða sig fram í þágu lands og þjóðar. vísir/arnar „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ Þetta ritar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem hefur gefið kost á sér sem oddviti Flokks fólksins, líklega í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á Facebook-síðu sína og býr sig undir harða baráttu. „Þetta orðfæri í minn garð tók ég skjáskot af í síðustu formannskosningum í VR. Og athugið að þetta náði aðeins yfir einn dag og var langt frá því að vera tæmandi. Sumt af því sem skrifað var verður ekki haft eftir hér.“ Ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat Ragnar Þór er greinilega við öllu búinn, hann er að brynja sig og bendir á að þetta sé veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið okkar. „Og ég held að flestir þeir sem taka þátt í stjórnmálum eða verkalýðspólitísku starfi geti samsvarað sig við það sem ég skrifa.“ Ragnar Þór segist ekki vera að kvarta en fjölskyldan hafi auðvitað þurft að finna leiðir til að umgangast slíka orðræðu, þá ekki síst elstu börnin sem eru farin að fylgjast meira með umræðu á samfélagsmiðlum. „Lesa fréttir, fylgjast með pabba sínum í baráttunni, taka afstöðu og þátt í að móta betra samfélag.“ Og verkalýðsleiðtoginn og verðandi pólitíkusinn segir að við þessu séu ráð. Þau hjónin hafi til að mynda ákveðið að setja sér mörk sem eru þau að fara ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat. Það þarf hugrekki til að bjóða sig fram „Og draga þannig úr líkum þess að fara með einhver niðrandi ummæli í maganum eða hausnum þegar við förum að sofa. Þetta tekst ekki alltaf en er ágætis leið fyrir alla þá sem hyggjast bjóða fram krafta sína í komandi Alþingiskosningum.“ Ragnar Þór segir ekki mikla von til að við sem samfélag fáum breytt af leið og tekið öllu fólki og flokkum fagnandi sem bjóða fram krafta sína. En því vildi hann deila þessu ráði til þeirra sem hafi hugrekki til að taka þátt í komandi Alþingiskosningum. Því þetta virki, oftast. Flokkur fólksins Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Þetta ritar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem hefur gefið kost á sér sem oddviti Flokks fólksins, líklega í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á Facebook-síðu sína og býr sig undir harða baráttu. „Þetta orðfæri í minn garð tók ég skjáskot af í síðustu formannskosningum í VR. Og athugið að þetta náði aðeins yfir einn dag og var langt frá því að vera tæmandi. Sumt af því sem skrifað var verður ekki haft eftir hér.“ Ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat Ragnar Þór er greinilega við öllu búinn, hann er að brynja sig og bendir á að þetta sé veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið okkar. „Og ég held að flestir þeir sem taka þátt í stjórnmálum eða verkalýðspólitísku starfi geti samsvarað sig við það sem ég skrifa.“ Ragnar Þór segist ekki vera að kvarta en fjölskyldan hafi auðvitað þurft að finna leiðir til að umgangast slíka orðræðu, þá ekki síst elstu börnin sem eru farin að fylgjast meira með umræðu á samfélagsmiðlum. „Lesa fréttir, fylgjast með pabba sínum í baráttunni, taka afstöðu og þátt í að móta betra samfélag.“ Og verkalýðsleiðtoginn og verðandi pólitíkusinn segir að við þessu séu ráð. Þau hjónin hafi til að mynda ákveðið að setja sér mörk sem eru þau að fara ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat. Það þarf hugrekki til að bjóða sig fram „Og draga þannig úr líkum þess að fara með einhver niðrandi ummæli í maganum eða hausnum þegar við förum að sofa. Þetta tekst ekki alltaf en er ágætis leið fyrir alla þá sem hyggjast bjóða fram krafta sína í komandi Alþingiskosningum.“ Ragnar Þór segir ekki mikla von til að við sem samfélag fáum breytt af leið og tekið öllu fólki og flokkum fagnandi sem bjóða fram krafta sína. En því vildi hann deila þessu ráði til þeirra sem hafi hugrekki til að taka þátt í komandi Alþingiskosningum. Því þetta virki, oftast.
Flokkur fólksins Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira