Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2024 13:32 Vladímír Pútín hefur hert tök sín á rússnesku samfélagi á undanförnum árum, meðal annars með því að skilgreina félagasamtök og fjölmiðla sem útsendara erlendra ríkja. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. Fleiri en hundrað félagasamtök, fjölmiðlafyrirtæki og einstaklingar höfðuðu málið gegn rússneska ríkinu vegna laganna um erlendra útsendara sem voru sett árið 2012. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hefur beitt lögunum til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum heima fyrir. Í hópi þeirra sem höfðuðu málið voru International Memorial, mannréttindasamtök sem voru stofnuð til þess að rannsaka mannréttindabrot í tíð Sovétríkjanna, blaðamenn, aðgerðasinnar og fræðimenn sem rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint sem útsendara erlendra ríkja. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að rússnesku lögin væru andstæð ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og samkomufrelsi í tilfelli allra þeirra sem stóðu að málsókninni og gegn ákvæðum hans um friðhelgi einkalífs einstaklinganna. Lögin, eins og þeim sé beitt, setji smánarblett á þeim sem fyrir þeim verða, þau séu misvísandi og þeim sé beitt á of almennan og ófyrirsjáanlegan hátt, að mati dómstólsins. „Þetta leiddi dómstólinn að þeirri niðurstöðu að tilgangur laganna væri að refsa og ógna frekar en að taka á meinti þörf fyrir gegnsæi eða lögmætum áhyggjum af þjóðaröryggi,“ sagði dómstóllinn. Judgment Kobaliya and Others v. Russia - “Foreign agent” legislation in Russia is arbitraryhttps://t.co/BEz2Z21169#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/cppZ1gvJvp— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) October 22, 2024 Kælingaráhrif á opinbera umræðu og versnað með tímanum Verulega er þrengt að þeim sem þurfa að skilgreina sig sem útsendara erlendra ríkja á grundvelli laganna. Einstaklingar og samtök þurfa að merkja allt efni sem frá þeim kemur með þessari stöðu þeirra. Þeim er meinað að taka þátt í kosningum, möguleikar þeirra á að stunda kennslu takmarkaðir, þeim bannað að beina boðskap sínum að ungu fólki og að taka við auglýsingatekjum frá einkaaðilum. Þá gerði dómstóllinn athugasemd við þeir sem þurfa að beygja sig undir lögin geti þurft að sæta gerræðislegum sektum og að lögaðilar séu jafnvel leystir upp. „Slíkar takmarkanir höfðu kælingaráhrif á opinbera umræðu og þátttöku borgaranna. Þær sköpuðu andrúmsloft grunsemda og vantrausts gagngvart óháðum röddum og gráfu undan grundvelli lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði dómstóllinn. Lögin hefðu ennfremur orðið enn harðneskjulegri með tímanum. Mun fleiri félagasamtök, fjölmiðlar og einstaklingar verði nú fyrir áhrifum af lögunum sem dómstóllinn telur að hafi færst enn lengra frá gildum mannréttindasáttmálans. Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Fleiri en hundrað félagasamtök, fjölmiðlafyrirtæki og einstaklingar höfðuðu málið gegn rússneska ríkinu vegna laganna um erlendra útsendara sem voru sett árið 2012. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hefur beitt lögunum til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum heima fyrir. Í hópi þeirra sem höfðuðu málið voru International Memorial, mannréttindasamtök sem voru stofnuð til þess að rannsaka mannréttindabrot í tíð Sovétríkjanna, blaðamenn, aðgerðasinnar og fræðimenn sem rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint sem útsendara erlendra ríkja. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að rússnesku lögin væru andstæð ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og samkomufrelsi í tilfelli allra þeirra sem stóðu að málsókninni og gegn ákvæðum hans um friðhelgi einkalífs einstaklinganna. Lögin, eins og þeim sé beitt, setji smánarblett á þeim sem fyrir þeim verða, þau séu misvísandi og þeim sé beitt á of almennan og ófyrirsjáanlegan hátt, að mati dómstólsins. „Þetta leiddi dómstólinn að þeirri niðurstöðu að tilgangur laganna væri að refsa og ógna frekar en að taka á meinti þörf fyrir gegnsæi eða lögmætum áhyggjum af þjóðaröryggi,“ sagði dómstóllinn. Judgment Kobaliya and Others v. Russia - “Foreign agent” legislation in Russia is arbitraryhttps://t.co/BEz2Z21169#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/cppZ1gvJvp— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) October 22, 2024 Kælingaráhrif á opinbera umræðu og versnað með tímanum Verulega er þrengt að þeim sem þurfa að skilgreina sig sem útsendara erlendra ríkja á grundvelli laganna. Einstaklingar og samtök þurfa að merkja allt efni sem frá þeim kemur með þessari stöðu þeirra. Þeim er meinað að taka þátt í kosningum, möguleikar þeirra á að stunda kennslu takmarkaðir, þeim bannað að beina boðskap sínum að ungu fólki og að taka við auglýsingatekjum frá einkaaðilum. Þá gerði dómstóllinn athugasemd við þeir sem þurfa að beygja sig undir lögin geti þurft að sæta gerræðislegum sektum og að lögaðilar séu jafnvel leystir upp. „Slíkar takmarkanir höfðu kælingaráhrif á opinbera umræðu og þátttöku borgaranna. Þær sköpuðu andrúmsloft grunsemda og vantrausts gagngvart óháðum röddum og gráfu undan grundvelli lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði dómstóllinn. Lögin hefðu ennfremur orðið enn harðneskjulegri með tímanum. Mun fleiri félagasamtök, fjölmiðlar og einstaklingar verði nú fyrir áhrifum af lögunum sem dómstóllinn telur að hafi færst enn lengra frá gildum mannréttindasáttmálans.
Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira