Stubbur hrundi vegna álags Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 13:40 Það ræðst eftir leik Víkings og Breiðabliks á sunnudaginn hvort liðið verður Íslandsmeistari. vísir/diego Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn. Víkingar ætluðu að hefja forsölu á miðum til árskortshafa fyrir úrslitaleikinn í hádeginu í dag. Ekkert varð hins vegar af því. Í yfirlýsingu frá Stubbi sagði að salan hefði verið stöðvuð vegna tæknivillu. Stubbur baðst afsökunar á henni og sagði að unnið væri að lausn málsins. Kæru Víkingar,Vegna tæknivillu höfum við tímabundið stöðvað forsölu árskorthafa sem hófst kl. 12:00. Unnið er hörðum höndum að lausn, og nýtt SMS verður sent út þegar búið er að leysa vandann. Við biðjumst velvirðingar a þessu og þökkum skilninginn.Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Í kjölfarið sendu Víkingar frá sér yfirlýsingu þar sem knattspyrnusamband félagsins kvaðst harma þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa. Hún hafi því verið stöðvuð þar til kerfið væri komið í lag og ársmiðahafar yrðu látnir vita af því. Knattspyrnudeild Víkings harmar þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa á leik Víkings og Breiðablik. Miðasölufyrirtækið Stubbur, sem hefur séð um alla sölu miða á Bestu deildina fyrir félög landsins og heldur utan um ársmiða stuðningsfólks Víkings, fékk það verkefni… https://t.co/zV5HqnZxwh— Víkingur (@vikingurfc) October 22, 2024 Klukkan rúmlega eitt sendi Stubb frá sér aðra tilkynningu þar sem fram kom að vinnu við lausn villunnar miðaði vel. SMS yrði svo sent út með að minnsta kosti hálftíma fyrirvara til að allrar sanngirni væri gætt. Kæru Víkingar,Við erum að komast vel áleiðis með lausn á villunni sem kom upp í forsölunni kl. 12:00. Við sendum út SMS með að minnsta kosti 30 mínútna fyrirvara áður en salan hefst aftur til að tryggja sanngirni.Þökkum ykkur fyrir þolinmæðina!Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram í Víkinni klukkan á sunnudaginn. Liðin eru efst og jöfn í Bestu deildinni en Víkingum dugir jafntefli í leiknum til verða Íslandsmeistari sökum hagstæðari markatölu. Reiknað er með að 2.500 manns geti sótt leikinn. Breiðablik fékk tíu prósent af þeim miðum, eða 250 talsins. Blikar sjá sjálfir um söluna á þeim miðum. Klukkan 12:00 áttu ársmiðahafar Víkings að fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku. Klukkutíma síðar áttu ársmiðahafar Víkings að fá SMS með hlekk á miðasölu í stæði og klukkan 14:00 átti almenn miðasala til Víkinga að hefjast. Leikurinn á sunnudaginn kemur, 27. október, er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45 og leikurinn klukkan 18:30. Stúkan gerir svo leikinn og tímabilið upp kl. 21:15. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Víkingar ætluðu að hefja forsölu á miðum til árskortshafa fyrir úrslitaleikinn í hádeginu í dag. Ekkert varð hins vegar af því. Í yfirlýsingu frá Stubbi sagði að salan hefði verið stöðvuð vegna tæknivillu. Stubbur baðst afsökunar á henni og sagði að unnið væri að lausn málsins. Kæru Víkingar,Vegna tæknivillu höfum við tímabundið stöðvað forsölu árskorthafa sem hófst kl. 12:00. Unnið er hörðum höndum að lausn, og nýtt SMS verður sent út þegar búið er að leysa vandann. Við biðjumst velvirðingar a þessu og þökkum skilninginn.Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Í kjölfarið sendu Víkingar frá sér yfirlýsingu þar sem knattspyrnusamband félagsins kvaðst harma þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa. Hún hafi því verið stöðvuð þar til kerfið væri komið í lag og ársmiðahafar yrðu látnir vita af því. Knattspyrnudeild Víkings harmar þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa á leik Víkings og Breiðablik. Miðasölufyrirtækið Stubbur, sem hefur séð um alla sölu miða á Bestu deildina fyrir félög landsins og heldur utan um ársmiða stuðningsfólks Víkings, fékk það verkefni… https://t.co/zV5HqnZxwh— Víkingur (@vikingurfc) October 22, 2024 Klukkan rúmlega eitt sendi Stubb frá sér aðra tilkynningu þar sem fram kom að vinnu við lausn villunnar miðaði vel. SMS yrði svo sent út með að minnsta kosti hálftíma fyrirvara til að allrar sanngirni væri gætt. Kæru Víkingar,Við erum að komast vel áleiðis með lausn á villunni sem kom upp í forsölunni kl. 12:00. Við sendum út SMS með að minnsta kosti 30 mínútna fyrirvara áður en salan hefst aftur til að tryggja sanngirni.Þökkum ykkur fyrir þolinmæðina!Bestu kveðjur,Stubb teymið— Stubbur (@stubburapp) October 22, 2024 Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram í Víkinni klukkan á sunnudaginn. Liðin eru efst og jöfn í Bestu deildinni en Víkingum dugir jafntefli í leiknum til verða Íslandsmeistari sökum hagstæðari markatölu. Reiknað er með að 2.500 manns geti sótt leikinn. Breiðablik fékk tíu prósent af þeim miðum, eða 250 talsins. Blikar sjá sjálfir um söluna á þeim miðum. Klukkan 12:00 áttu ársmiðahafar Víkings að fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku. Klukkutíma síðar áttu ársmiðahafar Víkings að fá SMS með hlekk á miðasölu í stæði og klukkan 14:00 átti almenn miðasala til Víkinga að hefjast. Leikurinn á sunnudaginn kemur, 27. október, er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45 og leikurinn klukkan 18:30. Stúkan gerir svo leikinn og tímabilið upp kl. 21:15.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira