Jón Gnarr sáttur með annað sætið Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 11:28 Uppstillingarnefnd mun hafa ákveðið, eftir nokkra yfirlegu, að ekki væri vert að troða öðrum hvorum þingmanninum, þeim Hönnu Katrínu og Þorbjörgu Sigríði um tær og verður Jóni boðið annað sætið á lista í öðru hvort Reykjavíkurkjördæmanna. vísir/samsett Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Uppstillingarnefnd Viðreisnar er enn að störfum en annað kvöld verður fundur þar sem tillaga þessa efnis verður lögð fyrir. Eins og fram hefur komið vakti það talsverða athygli þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hafi gengið til liðs við Viðreisn og að hann myndi sækjast eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru R-kjördæmanna. Jón var þá heitur eftir forsetaframboð og greinilega til í slaginn. Oddvitum leist ekki á blikuna Olli fyrirferð hans nokkrum óróa því fyrir lá að þingmenn flokksins, þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem leiðir flokkinn í Reykjavík norður og Hanna Katrín Friðriksson sem er á toppnum í suður höfðu engan hug á því að víkja. Og þær tóku yfirlýsingum hans í hlaðvarpinu Spursmálum Stefáns Einars Stefánssonar heldur óstinnt upp. Jón Gnarr staðfestir þetta með sætið í samtali við Vísi, svo langt sem það nær. „Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt því fleygt. Og ég er bara brattur með það. Ég lít svo á að það sé mjúk og góð innkoma. Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu,“ segir Jón. Hann segir mest um vert að fá raunveruleg tækifæri til að starfa að þeim málaflokkum sem eru honum hjartans mál. „Ég vil einbeita mér að málefnum barna-; skóla- og þá sérstaklega málefnum utangarðsbarna. Þar sem ríkir neyðarástand. Mig langar að komast í þá stöðu að geta gert eitthvað í því.“ Sáttur við sinn hlut Jón segist fullviss um að hann hafi til þess stuðning, sama hvar hann skipast á lista. „En þetta kemur allt í ljós á morgun, þá verður tilkynnt annað kvöld eða ég geng út frá því að það verði tilkynnt þar, ekki alltaf allt rétt sem ég geng út frá.“ Jón ítrekar að hann sé sáttur við sitt hlutskipti og að hann treysti uppstillingarnefndinni í hvívetna, þar fari fólk sem þekki til og hafi verið í þessu áður. „Ég er sáttur við mitt hlutskipti.“ Jón Gnarr milli þeirra Höllu Tómasdóttur forseta og Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mætir til leiks reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Uppstillingarnefndinni hefur þannig verið nokkur vandi á höndum en eftir því sem Vísir kemst næst munu tillögur hennar ekki ganga út á að sitjandi oddvitum verði ýtt úr sæti fyrir Jóni. Út á það ganga ábendingar sem Vísi hafa borist; að Jóni hafi verið tilkynnt þetta og að hann uni því. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fund félagsmanna Viðreisnar í Reykjavík annað kvöld, til samþykktar eða synjunar og verða þá listarnir lagðir fram í heild. Svo þarf stjórn flokksins einnig að samþykkja en það verður gera á fundi sem haldinn verður strax eftir félagsfundinn. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Uppstillingarnefnd Viðreisnar er enn að störfum en annað kvöld verður fundur þar sem tillaga þessa efnis verður lögð fyrir. Eins og fram hefur komið vakti það talsverða athygli þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hafi gengið til liðs við Viðreisn og að hann myndi sækjast eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru R-kjördæmanna. Jón var þá heitur eftir forsetaframboð og greinilega til í slaginn. Oddvitum leist ekki á blikuna Olli fyrirferð hans nokkrum óróa því fyrir lá að þingmenn flokksins, þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem leiðir flokkinn í Reykjavík norður og Hanna Katrín Friðriksson sem er á toppnum í suður höfðu engan hug á því að víkja. Og þær tóku yfirlýsingum hans í hlaðvarpinu Spursmálum Stefáns Einars Stefánssonar heldur óstinnt upp. Jón Gnarr staðfestir þetta með sætið í samtali við Vísi, svo langt sem það nær. „Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt því fleygt. Og ég er bara brattur með það. Ég lít svo á að það sé mjúk og góð innkoma. Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu,“ segir Jón. Hann segir mest um vert að fá raunveruleg tækifæri til að starfa að þeim málaflokkum sem eru honum hjartans mál. „Ég vil einbeita mér að málefnum barna-; skóla- og þá sérstaklega málefnum utangarðsbarna. Þar sem ríkir neyðarástand. Mig langar að komast í þá stöðu að geta gert eitthvað í því.“ Sáttur við sinn hlut Jón segist fullviss um að hann hafi til þess stuðning, sama hvar hann skipast á lista. „En þetta kemur allt í ljós á morgun, þá verður tilkynnt annað kvöld eða ég geng út frá því að það verði tilkynnt þar, ekki alltaf allt rétt sem ég geng út frá.“ Jón ítrekar að hann sé sáttur við sitt hlutskipti og að hann treysti uppstillingarnefndinni í hvívetna, þar fari fólk sem þekki til og hafi verið í þessu áður. „Ég er sáttur við mitt hlutskipti.“ Jón Gnarr milli þeirra Höllu Tómasdóttur forseta og Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mætir til leiks reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Uppstillingarnefndinni hefur þannig verið nokkur vandi á höndum en eftir því sem Vísir kemst næst munu tillögur hennar ekki ganga út á að sitjandi oddvitum verði ýtt úr sæti fyrir Jóni. Út á það ganga ábendingar sem Vísi hafa borist; að Jóni hafi verið tilkynnt þetta og að hann uni því. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fund félagsmanna Viðreisnar í Reykjavík annað kvöld, til samþykktar eða synjunar og verða þá listarnir lagðir fram í heild. Svo þarf stjórn flokksins einnig að samþykkja en það verður gera á fundi sem haldinn verður strax eftir félagsfundinn.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira