Sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2024 06:32 Shohei Ohtani átta magnað tímabil með Los Angeles Dodgers. Getty/Sean M. Haffey Japanski hafnaboltamaðurinn Shohei Ohtani hjá Los Angeles Dodgers átti sögulegt tímabil í bandaríska hafnaboltanum og einn boltanna sem hann sló upp í stúku í ár var seldur á metfé í gær. Ohtani varð sá fyrsti í sögu MLB deildarinnar til að ná því á einu og sama tímabilinu, að slá bæði boltann fimmtíu sinnum upp í stúku [home run] sem og að ná því að stela fimmtíu höfnum. Ohtani innsiglaði þetta afrek þegar hann sló boltann upp í stúku og komst í heimahöfn í fimmtugasta sinn í leik á móti Marlins í september. Boltanum var síðan komið í sölu með hjálp uppboðshaldarans Goldin Auctions. Boltinn seldist síðan á uppboði í gær á metfé eða fyrir 4,39 milljónir Bandaríkjadala. Það gera 607 milljónir íslenskra króna. Það kom ekki fram hver hefði keypt boltann. Gamla metið var frá 1999 þegar hafnabolti seldist fyrir þrjár milljónir dollara. Þann bolta sló Mark McGwire upp í stúku en hann setti þá met með því að ná heimahafnarhlaupi í sjötugasta sinn á 1998 tímabilinu. Það er reyndar ekki búið að skera út um það fyrir dómstólum hver sé réttur eigandi boltans. Það gekk nefnilega mikið á í stúkunni í kapphlaupi við að ná þessum dýrmæta bolta. Þeir sem gera tilkall til hans voru þó tilbúnir að selja hann á uppboðinu. Dómsmálið mun síðan ákveða hver þeirra fær peninginn. Það er ekki slæmt að fá yfir sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Hafnabolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Ohtani varð sá fyrsti í sögu MLB deildarinnar til að ná því á einu og sama tímabilinu, að slá bæði boltann fimmtíu sinnum upp í stúku [home run] sem og að ná því að stela fimmtíu höfnum. Ohtani innsiglaði þetta afrek þegar hann sló boltann upp í stúku og komst í heimahöfn í fimmtugasta sinn í leik á móti Marlins í september. Boltanum var síðan komið í sölu með hjálp uppboðshaldarans Goldin Auctions. Boltinn seldist síðan á uppboði í gær á metfé eða fyrir 4,39 milljónir Bandaríkjadala. Það gera 607 milljónir íslenskra króna. Það kom ekki fram hver hefði keypt boltann. Gamla metið var frá 1999 þegar hafnabolti seldist fyrir þrjár milljónir dollara. Þann bolta sló Mark McGwire upp í stúku en hann setti þá met með því að ná heimahafnarhlaupi í sjötugasta sinn á 1998 tímabilinu. Það er reyndar ekki búið að skera út um það fyrir dómstólum hver sé réttur eigandi boltans. Það gekk nefnilega mikið á í stúkunni í kapphlaupi við að ná þessum dýrmæta bolta. Þeir sem gera tilkall til hans voru þó tilbúnir að selja hann á uppboðinu. Dómsmálið mun síðan ákveða hver þeirra fær peninginn. Það er ekki slæmt að fá yfir sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Hafnabolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira