Opið bréf til foreldra í Drafnarsteini Halldóra Guðmundsdóttir skrifar 24. október 2024 18:31 Kæru foreldrar Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. Þar finnst mér ríkja mikið traust og almenn ánægja. Starfsmannahópurinn er líka góður, þar ríkir góður andi, og þegar þetta tvennt fer saman er það iðulega uppskrift að ánægðum og glöðum börnum. Það skiptir öllu máli. Ánægt barn lærir. Þá skal engan undra að þið séuð hissa og hreinlega sár yfir því að heyra að það sé yfirvofandi verkfall í skólanum. Af hverju við? Það er einmitt spurningin sem ég spurði sjálfa mig og við í skólanum. Þegar við vorum spurð hvort við værum til í að vera sá leikskóli í borginni sem tæki þátt í þessu verkfalli, hugsaði ég strax til barnanna og til ykkar, kæru foreldrar, og sömuleiðis til starfsmannahópsins. Og vissulega varð sú hugsun líka víðfeðmari, af hverju ekki við? Það er nefnilega þannig að ósjaldan er það vilji manns að einhver annar taki slaginn, að einhver annar leggi það á sig, fórni sér fyrir málstaðinn. Þurfum við ekki að vera til fyrirmyndar? Við erum að lifa sögulega tíma. Allir kennarar, á öllum skólastigum, standa saman og biðja þess eins að það verði farið eftir því sem var lofað og undirritað fyrir einum átta árum. Ég hugsaði til barnanna, það eru þau sem ég brenn fyrir í mínu starfi alla daga, og hef gert í ein tuttugu og fimm ár í sama skólanum. Á þeim tíma hefur ekki bara skólinn stækkað og breyst, heldur hefur samfélagið jafnframt breyst, heimsfaraldur haft sín áhrif, og fagmenntuðum fækkað. Mér líður eins og kerfið sé að molna innan frá. Þegar stjórnendur í leikskólum ræða saman eru vandamálin þau sömu, mikil starfsmannavelta verður til þess að þeir sem starfa í skólanum eru sífellt að setja nýtt fólk inn í starfið, það þarf svo sannarlega, því að flestir sem koma nýir inn eru ekki menntaðir í starfið, hafa jafnvel aldrei unnið með börnum áður. Þá fer að sjáfsögðu mikil orka í það, í stað þess að sú hin sama orka fari í að kenna börnunum. Sérstaklega á þetta við um á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólans,Þar sem almenningsálitið er á þann veg að hver sem er geti sinnt þessu starfi. Það er af og frá. Ef farið væri eftir lögum um leikskóla, og tveir þriðju hluti starfsmanna væru kennarar, og starfsmannavelta væri ekki svona mikil, þá væri öllu meiri friður til kennslu, þá væri meira til að byggja ofan á, til að sinna með sóma starfsáætlunum, námskrá, stefnum, og öllu því sem okkur ber og langar vissulega til að sinna. Hvernig samfélag viljum við? Við göngum þannig stolt inn í verkfallsboðun og verkfall, og verðum þau sem sinna því, fyrir kennara, og fyrir öll börn í nútíð og framtíð. Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. Þar finnst mér ríkja mikið traust og almenn ánægja. Starfsmannahópurinn er líka góður, þar ríkir góður andi, og þegar þetta tvennt fer saman er það iðulega uppskrift að ánægðum og glöðum börnum. Það skiptir öllu máli. Ánægt barn lærir. Þá skal engan undra að þið séuð hissa og hreinlega sár yfir því að heyra að það sé yfirvofandi verkfall í skólanum. Af hverju við? Það er einmitt spurningin sem ég spurði sjálfa mig og við í skólanum. Þegar við vorum spurð hvort við værum til í að vera sá leikskóli í borginni sem tæki þátt í þessu verkfalli, hugsaði ég strax til barnanna og til ykkar, kæru foreldrar, og sömuleiðis til starfsmannahópsins. Og vissulega varð sú hugsun líka víðfeðmari, af hverju ekki við? Það er nefnilega þannig að ósjaldan er það vilji manns að einhver annar taki slaginn, að einhver annar leggi það á sig, fórni sér fyrir málstaðinn. Þurfum við ekki að vera til fyrirmyndar? Við erum að lifa sögulega tíma. Allir kennarar, á öllum skólastigum, standa saman og biðja þess eins að það verði farið eftir því sem var lofað og undirritað fyrir einum átta árum. Ég hugsaði til barnanna, það eru þau sem ég brenn fyrir í mínu starfi alla daga, og hef gert í ein tuttugu og fimm ár í sama skólanum. Á þeim tíma hefur ekki bara skólinn stækkað og breyst, heldur hefur samfélagið jafnframt breyst, heimsfaraldur haft sín áhrif, og fagmenntuðum fækkað. Mér líður eins og kerfið sé að molna innan frá. Þegar stjórnendur í leikskólum ræða saman eru vandamálin þau sömu, mikil starfsmannavelta verður til þess að þeir sem starfa í skólanum eru sífellt að setja nýtt fólk inn í starfið, það þarf svo sannarlega, því að flestir sem koma nýir inn eru ekki menntaðir í starfið, hafa jafnvel aldrei unnið með börnum áður. Þá fer að sjáfsögðu mikil orka í það, í stað þess að sú hin sama orka fari í að kenna börnunum. Sérstaklega á þetta við um á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólans,Þar sem almenningsálitið er á þann veg að hver sem er geti sinnt þessu starfi. Það er af og frá. Ef farið væri eftir lögum um leikskóla, og tveir þriðju hluti starfsmanna væru kennarar, og starfsmannavelta væri ekki svona mikil, þá væri öllu meiri friður til kennslu, þá væri meira til að byggja ofan á, til að sinna með sóma starfsáætlunum, námskrá, stefnum, og öllu því sem okkur ber og langar vissulega til að sinna. Hvernig samfélag viljum við? Við göngum þannig stolt inn í verkfallsboðun og verkfall, og verðum þau sem sinna því, fyrir kennara, og fyrir öll börn í nútíð og framtíð. Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun