„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. október 2024 21:41 Pétur getur í það minnsta huggað sig við það að vera í fanta formi Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. Leikurinn var jafn og spennandi þar til í lokin þegar Keflvíkingar virtust hreinlega verða bensínlausir en liðið skoraði aðeins 13 stig í loka leikhlutanum. Aðspurður hvað gerðist þar gat Pétur ekki gefið neinar haldbærar skýringar. „Já, það er góð spurning. Við hittum ekki vel og þeir hittu vel.“ Það er ekki flóknara en það? „Hugsanlega ekki, en af hverju hittum við ekki vel og af hverju hittu þeir vel? Það er kannski spurningin.“ Wendell Green, stigahæsti leikmaður Keflavíkur, fór meiddur af velli í stöðunni 81-74, en Pétur vildi ekki meina að það hefði verið neinn sérstakur vendipunktur í leiknum. „Ég held að hann hefði kannski ekkert breytt þessu einn. Þetta er liðsíþrótt og við þurfum aðeins eitthvað að skoða okkar mál.“ Næstu þrír leikir Keflavíkur eru gegn nýliðum KR og ÍR og gegn sigurlausu liði Hauka. Fyrirfram ættu þetta að vera þrír skyldusigrar en Pétur nálgast þessa leiki af varfærni í ljósi stöðunnar. „Við vorum ekki að stefna að því að vera í botnbaráttu. Að sjálfsögðu. Liðið hefur fullt af hæfileikum sem ég hef en við erum bara ekki alveg að finna lausnir á því sem við erum að gera inn á vellinum. Hvorki sóknar- né varnarlega.“ Keflvíkingar virkuðu orkulausir í lokin, en Pétur taldi ástæðuna þó ekki vera að hann væri að ofgera mönnum á æfingum. „Ég held að það sé akkúrat öfugt. Ég þarf að taka aðeins harðar á þeim og við þurfum aðeins að hlaupa meira, sýnist mér. Þegar þjálfarinn er í besta forminu af leikmönnum þá er það ekki nógu gott.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Leikurinn var jafn og spennandi þar til í lokin þegar Keflvíkingar virtust hreinlega verða bensínlausir en liðið skoraði aðeins 13 stig í loka leikhlutanum. Aðspurður hvað gerðist þar gat Pétur ekki gefið neinar haldbærar skýringar. „Já, það er góð spurning. Við hittum ekki vel og þeir hittu vel.“ Það er ekki flóknara en það? „Hugsanlega ekki, en af hverju hittum við ekki vel og af hverju hittu þeir vel? Það er kannski spurningin.“ Wendell Green, stigahæsti leikmaður Keflavíkur, fór meiddur af velli í stöðunni 81-74, en Pétur vildi ekki meina að það hefði verið neinn sérstakur vendipunktur í leiknum. „Ég held að hann hefði kannski ekkert breytt þessu einn. Þetta er liðsíþrótt og við þurfum aðeins eitthvað að skoða okkar mál.“ Næstu þrír leikir Keflavíkur eru gegn nýliðum KR og ÍR og gegn sigurlausu liði Hauka. Fyrirfram ættu þetta að vera þrír skyldusigrar en Pétur nálgast þessa leiki af varfærni í ljósi stöðunnar. „Við vorum ekki að stefna að því að vera í botnbaráttu. Að sjálfsögðu. Liðið hefur fullt af hæfileikum sem ég hef en við erum bara ekki alveg að finna lausnir á því sem við erum að gera inn á vellinum. Hvorki sóknar- né varnarlega.“ Keflvíkingar virkuðu orkulausir í lokin, en Pétur taldi ástæðuna þó ekki vera að hann væri að ofgera mönnum á æfingum. „Ég held að það sé akkúrat öfugt. Ég þarf að taka aðeins harðar á þeim og við þurfum aðeins að hlaupa meira, sýnist mér. Þegar þjálfarinn er í besta forminu af leikmönnum þá er það ekki nógu gott.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins