Tókst á við einmanaleikann með vinnu í Valsheimilinu Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2024 08:55 Birkir Már Sævarsson skilur sáttur við ferilinn á morgun. Hann flýgur beint til fjölskyldunnar í Svíþjóð eftir helgi. Vísir/Einar Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi. Valur mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 16:15 að Hlíðarenda á morgun. Það verður 314. og síðasti leikur Birkis fyrri Valsmenn. Birkir Már er 39 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleikina fyrir Val fyrir tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur hann spilað yfir hundrað landsleiki og á að baki áratug í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Hann íhugaði að hætta í fyrra en segir þetta nú komið gott. Janfvel þó bróðir hans, Aron Elí Sævarsson, sé á leið í Bestu deildina sem fyrirliði Aftureldingar á næsta ári. „Ég náttúrulega spilaði á móti honum í sumar [í Mjólkurbikarnum] og vann hann. Þannig að það er fínt að hafa það bara einn leik og einn sigur og gefa honum ekkert séns á að breyta því neitt. Ég er búinn að ákveða fyrir svolitlu síðan að þetta sé síðasta tímabilið. Hann fær ekki ósk sína uppfyllta að fá að vinna mig. Ég hætti á toppnum hvað það varðar,“ segir Birkir Már léttur. Keyptu sama húsið í Stokkhólmi Ástæða þess að Birkir íhugaði að hætta fyrir tímabilið í ár er sú að fjölskylda hans flutti aftur til Stokkhólms í desember í fyrra. Þau hjónin Birkir og Stefanía ákváðu að slá til þegar húsið sem þau höfðu búið í tæpum áratugi fyrr - þegar Birkir Már lék með Hammarby í Stokkhólmi - var sett á sölu. „Þegar við vorum farin að tala um þetta að flytja út þá dúkkaði húsið okkar gamla upp hjá fasteignasölunni úti. Ætli við höfum ekki tekið því sem einhverju merki um að það væri kominn tími til að fara aftur út núna,“ segir Birkir Már. Konan er úti í Svíþjóð með börnin. Hefur þetta ekki verið einmanalegt líf hér á klakanum? „Þetta er búið að vera hundleiðinlegt. Ég er vanur því að vera á fullri ferð allan daginn með strákana í fótbolta og handbolta út um allt. Þetta er búið að vera hálfeinmanalegt. En í staðinn fékk ég mér vinnu hérna í Valsheimilinu og er búinn að vera að hanga hérna alla daga, í stað þess að hanga heima,“ segir Birkir Már. Þvær æfingafatnað liðsfélaganna Það tekur því við vakt í Valsheimilinu strax að æfingum loknum. „Mér finnst þetta mjög fínt. Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég fer í þvottahúsið að þvo æfingafötin af strákunum í staðinn fyrir að fara heim að horfa á sjónvarpið,“ segir Birkir Már. Eftir grasekkilslíf sumarsins hlakkar Birki því til að skjótast til Stokkhólms þar sem strangheiðarleg atvinnuleit tekur við. „Ég á flug bara á mánudagsmorgun. Ég klára það sem ég þarf að gera á sunnudaginn og ætla að drífa mig til fjölskyldunnar á mánudaginn og fara að leita mér að vinnu eins og venjulegt fólk gerir,“ segir Birkir Már að endingu. Valur þarf að forðast tap í leiknum við ÍA á morgun til að tryggja Evrópusæti en Valsmenn eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna sem er í fjórða sæti og mætir FH. Aðeins efstu þrjú veita keppnisrétt í Evrópu að ári. Leikir Vals og ÍA og FH við Stjörnuna hefjast klukkan 16:15 á morgun og verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Valur Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sjá meira
Valur mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 16:15 að Hlíðarenda á morgun. Það verður 314. og síðasti leikur Birkis fyrri Valsmenn. Birkir Már er 39 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleikina fyrir Val fyrir tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur hann spilað yfir hundrað landsleiki og á að baki áratug í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Hann íhugaði að hætta í fyrra en segir þetta nú komið gott. Janfvel þó bróðir hans, Aron Elí Sævarsson, sé á leið í Bestu deildina sem fyrirliði Aftureldingar á næsta ári. „Ég náttúrulega spilaði á móti honum í sumar [í Mjólkurbikarnum] og vann hann. Þannig að það er fínt að hafa það bara einn leik og einn sigur og gefa honum ekkert séns á að breyta því neitt. Ég er búinn að ákveða fyrir svolitlu síðan að þetta sé síðasta tímabilið. Hann fær ekki ósk sína uppfyllta að fá að vinna mig. Ég hætti á toppnum hvað það varðar,“ segir Birkir Már léttur. Keyptu sama húsið í Stokkhólmi Ástæða þess að Birkir íhugaði að hætta fyrir tímabilið í ár er sú að fjölskylda hans flutti aftur til Stokkhólms í desember í fyrra. Þau hjónin Birkir og Stefanía ákváðu að slá til þegar húsið sem þau höfðu búið í tæpum áratugi fyrr - þegar Birkir Már lék með Hammarby í Stokkhólmi - var sett á sölu. „Þegar við vorum farin að tala um þetta að flytja út þá dúkkaði húsið okkar gamla upp hjá fasteignasölunni úti. Ætli við höfum ekki tekið því sem einhverju merki um að það væri kominn tími til að fara aftur út núna,“ segir Birkir Már. Konan er úti í Svíþjóð með börnin. Hefur þetta ekki verið einmanalegt líf hér á klakanum? „Þetta er búið að vera hundleiðinlegt. Ég er vanur því að vera á fullri ferð allan daginn með strákana í fótbolta og handbolta út um allt. Þetta er búið að vera hálfeinmanalegt. En í staðinn fékk ég mér vinnu hérna í Valsheimilinu og er búinn að vera að hanga hérna alla daga, í stað þess að hanga heima,“ segir Birkir Már. Þvær æfingafatnað liðsfélaganna Það tekur því við vakt í Valsheimilinu strax að æfingum loknum. „Mér finnst þetta mjög fínt. Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég fer í þvottahúsið að þvo æfingafötin af strákunum í staðinn fyrir að fara heim að horfa á sjónvarpið,“ segir Birkir Már. Eftir grasekkilslíf sumarsins hlakkar Birki því til að skjótast til Stokkhólms þar sem strangheiðarleg atvinnuleit tekur við. „Ég á flug bara á mánudagsmorgun. Ég klára það sem ég þarf að gera á sunnudaginn og ætla að drífa mig til fjölskyldunnar á mánudaginn og fara að leita mér að vinnu eins og venjulegt fólk gerir,“ segir Birkir Már að endingu. Valur þarf að forðast tap í leiknum við ÍA á morgun til að tryggja Evrópusæti en Valsmenn eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna sem er í fjórða sæti og mætir FH. Aðeins efstu þrjú veita keppnisrétt í Evrópu að ári. Leikir Vals og ÍA og FH við Stjörnuna hefjast klukkan 16:15 á morgun og verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport.
Valur Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sjá meira