Hvað með afköst ríkisins? Ágúst Kristján Steinarsson skrifar 25. október 2024 12:02 Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist. Það var nefnilega ekki verið að spá í skipinu sjálfu, sem var orðið illa laskað eftir allan hamaganginn. Þessu til viðbótar var áhöfnin úrvinda eftir endalausar vendingar og ólgusjó. Mörg reyndu að vekja athygli á þessu en fólkið í brúnni hlustaði ekki á áhöfnina. Einmitt þegar að yfirlýsingar frambjóðenda stóðu í hæstu hæðum gerðist það óumflýjanlega. Skipið byrjaði að sökkva. --- Þessi örsaga er ekki sögð til að varpa dómi á fráfarandi ríkisstjórn. Né er hún skrifuð í pólitískum tilgangi. Hún er dregin upp til að velta upp mikilvægi pólitískra áherslna annars vegar og frábærum rekstri ríkisins hins vegar. Þannig má varpa fram spurningu um skipið sökkvandi. Hvort skiptir meira máli: að ákveða stefnu skipsins, eða laga skipið, styrkja áhöfnina og tryggja að það sé hægt að sigla áfram? Bæði skiptir vissulega máli en það virðist oft sem pólitískar áherslur fái meiri athygli en stuðningur við starfsemi ráðuneyta og stofnana, sem er vissulega forsenda árangurs. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi hef ég séð þann mikla þunga sem fylgir því að starfa á stofnun. Lög, reglur og kvaðir frá ráðuneytum og eftirlitsstofnunum setja þessum vinnustöðum ósjaldan miklar skorður þannig að frelsi til athafna er takmarkað. Rótarkerfi vinnustaðarins er umfangsmikið, erfitt er að breyta hlutum og margt í umhverfinu hvetur til íhaldssemi. Á sama tíma er álag oft vaxandi og erfitt reynist að vinna að nokkurri framþróun. Ég hef séð þennan þunga hreinlega lama vinnustaði ríkisins. Lukkulega hef ég séð stjórnendur og starfsmenn ná ótrúlegum árangi þrátt fyrir þessar hömlur. En þannig á það ekki að vera. Stofnanir eiga ekki að ná árangri þrátt fyrir þennan þunga. Stofnanir eiga að ná árangi vegna þess að ríkisumhverfið styður við blómstrandi starfsemi. Þannig geta innviðir ríkisins eflst sem hafa bein áhrif á þjónustu og stuðning við alla landsmenn. Hér er heilmikið í húfi. Rannsóknir hafa sýnt að það sem hefur mest áhrif starfsánægju er að finna fyrir framvindu og afköstum í tilgangsríku starfi. Í dag er of mikið sem getur hamlað framvindu starfsmanna í ríkisumhverfi og ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er að breyta því. Árangur ríkisins er ekki háður því hvaða pólitíska stefna verður tekin. Árangur ríkisins ræðst af því hvernig ráðherrar, Alþingi og ráðuneyti skapa starfsumhverfi fyrir áhöfnina. Hér skiptir máli að spyrja lykilspurninga sem einblína á rót vandans. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi? Hvernig er hægt að lyfta upp umhverfi þessara vinnustaða? Hvernig er hægt að stuðla að því að starfsmenn finni fyrir og taki þátt í árangri og afköstum? Þetta ættu að vera lykilspurningar til allra frambjóðenda og forgangsmál á næsta kjörtímabili. Er þetta í forgangi hjá þér í þessum kosningum? Höfundur er stjórnunarráðgjafi í breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist. Það var nefnilega ekki verið að spá í skipinu sjálfu, sem var orðið illa laskað eftir allan hamaganginn. Þessu til viðbótar var áhöfnin úrvinda eftir endalausar vendingar og ólgusjó. Mörg reyndu að vekja athygli á þessu en fólkið í brúnni hlustaði ekki á áhöfnina. Einmitt þegar að yfirlýsingar frambjóðenda stóðu í hæstu hæðum gerðist það óumflýjanlega. Skipið byrjaði að sökkva. --- Þessi örsaga er ekki sögð til að varpa dómi á fráfarandi ríkisstjórn. Né er hún skrifuð í pólitískum tilgangi. Hún er dregin upp til að velta upp mikilvægi pólitískra áherslna annars vegar og frábærum rekstri ríkisins hins vegar. Þannig má varpa fram spurningu um skipið sökkvandi. Hvort skiptir meira máli: að ákveða stefnu skipsins, eða laga skipið, styrkja áhöfnina og tryggja að það sé hægt að sigla áfram? Bæði skiptir vissulega máli en það virðist oft sem pólitískar áherslur fái meiri athygli en stuðningur við starfsemi ráðuneyta og stofnana, sem er vissulega forsenda árangurs. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi hef ég séð þann mikla þunga sem fylgir því að starfa á stofnun. Lög, reglur og kvaðir frá ráðuneytum og eftirlitsstofnunum setja þessum vinnustöðum ósjaldan miklar skorður þannig að frelsi til athafna er takmarkað. Rótarkerfi vinnustaðarins er umfangsmikið, erfitt er að breyta hlutum og margt í umhverfinu hvetur til íhaldssemi. Á sama tíma er álag oft vaxandi og erfitt reynist að vinna að nokkurri framþróun. Ég hef séð þennan þunga hreinlega lama vinnustaði ríkisins. Lukkulega hef ég séð stjórnendur og starfsmenn ná ótrúlegum árangi þrátt fyrir þessar hömlur. En þannig á það ekki að vera. Stofnanir eiga ekki að ná árangri þrátt fyrir þennan þunga. Stofnanir eiga að ná árangi vegna þess að ríkisumhverfið styður við blómstrandi starfsemi. Þannig geta innviðir ríkisins eflst sem hafa bein áhrif á þjónustu og stuðning við alla landsmenn. Hér er heilmikið í húfi. Rannsóknir hafa sýnt að það sem hefur mest áhrif starfsánægju er að finna fyrir framvindu og afköstum í tilgangsríku starfi. Í dag er of mikið sem getur hamlað framvindu starfsmanna í ríkisumhverfi og ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er að breyta því. Árangur ríkisins er ekki háður því hvaða pólitíska stefna verður tekin. Árangur ríkisins ræðst af því hvernig ráðherrar, Alþingi og ráðuneyti skapa starfsumhverfi fyrir áhöfnina. Hér skiptir máli að spyrja lykilspurninga sem einblína á rót vandans. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi? Hvernig er hægt að lyfta upp umhverfi þessara vinnustaða? Hvernig er hægt að stuðla að því að starfsmenn finni fyrir og taki þátt í árangri og afköstum? Þetta ættu að vera lykilspurningar til allra frambjóðenda og forgangsmál á næsta kjörtímabili. Er þetta í forgangi hjá þér í þessum kosningum? Höfundur er stjórnunarráðgjafi í breytingum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun