Umsókn um stöðu kennara í (vonandi) nálægri framtíð Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir skrifar 26. október 2024 14:02 Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. En byrjum á byrjuninni, í febrúar sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir næstkomandi skólaár. Ég sendi inn umsókn og frétti síðar að þessi staðaheillaði greinilega fleiri en mig því alls sóttu 15 manns um stöðuna. Í fyrra viðtalinu fékk ég spurningar frá mannauðsstjóra skólans sem voru á eftirfarandi leið: · Af hverju ertu að sækja um starf við kennslu? · Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú fram að færa til komandi kynslóða? · Hvað myndu meðmælendur þínir segja um þig ef við hefðum samband við þá? · Af hverju ættum við að ráða þig fram yfir einhvern annan? Þegar ég mætti í seinna viðtalið örlaði á stressi hjá mér eftir að ég fékk að renna yfir spurningalistann sem lá fyrir mér að svara. Ég þurfti að svara mörgum spurningum og vera sannfærandi í mínum svörum. Ég varð að sannfæra þau um að með ráðningu minni væri skólinn að fá verðugan einstakling til starfa og verða partur af þeim framúrskarandi kennarahópi sem starfar í skólanum. Ég þurfti til að mynda að segja frá því hvernig ég ætlaði mér að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, hvernig ég ætlaði að sjá til þess að allir nemendur fengju kennslu við hæfi og næðu sem mestum árangri í skóla margbreytileikans því í honum er jú að finna fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og áskoranir. Einnig var ég spurð hvaða gagnreyndu aðferðum ég myndi beita t.d. í lestrarkennslu og kennslu til að auka lesskilning nemenda. Ég fór líka yfir styrkleika mína sem myndu gera það teymi sem ég myndi starfa með enn traustara og sterkara. Allt þetta sem talið er að ofan er aðeins brot af þeim verkefnum sem kennarar þurfa að leysa á hverjum degi. Ég hins vegar ákvað að segja ykkur brotabrot af því sem bar á góma í viðtali framtíðarinnar sem ég sé fyrir mér að verði að veruleika í menntastofnunum samtímans. Að fara yfir öll þau verkefni sem kennari þarf að leysa á hverjum degi er yfirgripsmeira en svo að sagt verði frá í lítilli grein. En þrátt fyrir það gæti þetta viðtal verið örlítið dæmi um hvernig ráðningar sérhæfðs starfsfólks menntastofnana gætu litið út ef laun væru samkeppnishæf. Ef þau væru í takt við menntun, starf og fagmennsku þá kæmust færri að en vildu og aðeins sá hæfasti hreppti hnossið hverju sinni. Það er nefnilega þannig í raunveruleikanum að allt of oft sækir enginn menntaður kennari um laus störf. Aðalinntak þessara skrifa minna er að fá öll sem sitja við samningaborðið, í kjaradeilu okkar, til að skilja hvers vegna aðgerðir okkar eru nauðsynlegar. Við sættum okkur ekki við minna en það sem við eigum skilið, leiðrétting launa er forgangsmál. Fjárfestið í sérfræðingum menntastofnana til framtíðar! Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Kjaramál Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. En byrjum á byrjuninni, í febrúar sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir næstkomandi skólaár. Ég sendi inn umsókn og frétti síðar að þessi staðaheillaði greinilega fleiri en mig því alls sóttu 15 manns um stöðuna. Í fyrra viðtalinu fékk ég spurningar frá mannauðsstjóra skólans sem voru á eftirfarandi leið: · Af hverju ertu að sækja um starf við kennslu? · Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú fram að færa til komandi kynslóða? · Hvað myndu meðmælendur þínir segja um þig ef við hefðum samband við þá? · Af hverju ættum við að ráða þig fram yfir einhvern annan? Þegar ég mætti í seinna viðtalið örlaði á stressi hjá mér eftir að ég fékk að renna yfir spurningalistann sem lá fyrir mér að svara. Ég þurfti að svara mörgum spurningum og vera sannfærandi í mínum svörum. Ég varð að sannfæra þau um að með ráðningu minni væri skólinn að fá verðugan einstakling til starfa og verða partur af þeim framúrskarandi kennarahópi sem starfar í skólanum. Ég þurfti til að mynda að segja frá því hvernig ég ætlaði mér að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, hvernig ég ætlaði að sjá til þess að allir nemendur fengju kennslu við hæfi og næðu sem mestum árangri í skóla margbreytileikans því í honum er jú að finna fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og áskoranir. Einnig var ég spurð hvaða gagnreyndu aðferðum ég myndi beita t.d. í lestrarkennslu og kennslu til að auka lesskilning nemenda. Ég fór líka yfir styrkleika mína sem myndu gera það teymi sem ég myndi starfa með enn traustara og sterkara. Allt þetta sem talið er að ofan er aðeins brot af þeim verkefnum sem kennarar þurfa að leysa á hverjum degi. Ég hins vegar ákvað að segja ykkur brotabrot af því sem bar á góma í viðtali framtíðarinnar sem ég sé fyrir mér að verði að veruleika í menntastofnunum samtímans. Að fara yfir öll þau verkefni sem kennari þarf að leysa á hverjum degi er yfirgripsmeira en svo að sagt verði frá í lítilli grein. En þrátt fyrir það gæti þetta viðtal verið örlítið dæmi um hvernig ráðningar sérhæfðs starfsfólks menntastofnana gætu litið út ef laun væru samkeppnishæf. Ef þau væru í takt við menntun, starf og fagmennsku þá kæmust færri að en vildu og aðeins sá hæfasti hreppti hnossið hverju sinni. Það er nefnilega þannig í raunveruleikanum að allt of oft sækir enginn menntaður kennari um laus störf. Aðalinntak þessara skrifa minna er að fá öll sem sitja við samningaborðið, í kjaradeilu okkar, til að skilja hvers vegna aðgerðir okkar eru nauðsynlegar. Við sættum okkur ekki við minna en það sem við eigum skilið, leiðrétting launa er forgangsmál. Fjárfestið í sérfræðingum menntastofnana til framtíðar! Höfundur er grunnskólakennari.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun