Þetta segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, sem skipar þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hann kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á fólki og viljað láta gott af sér leiða, því hafi hann farið í kennaranám. „Ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun enda gleði fólgin í því að geta haft jákvæð og uppbyggileg áhrif á annað fólk.“
Menntamálin líka efnahagsmál
Jón segir að staðan sé því miður ekki þannig í dag að allir nemendur hafi jöfn tækifæri eftir 10 ára skyldunám. Hann segir menntamálin líka vera efnahagsmál, og þau hafi áhrif á samkeppnishæfni okkar Íslendinga og vaxtakjör.
„Þrátt fyrir þetta hafa þau varla verið á dagskrá og árangurinn eftir því. Hvorki RÚV eða forsætisráðherra (KJ) minntust t.d. á, um áramót, þá staðreynd að um 40 prósent nemenda sem útskrifast úr grunnskóla án grunnfærni í lesskilningi. Það er stórhættulegt fyrir lýðræðið og bestu möguleg lífsgæði eru tekin af borðinu fyrir þennan stóra hóp,“ segir Jón Pétur.