Hún er „ver“ því titil sinn sem besta knattspyrnukona heims og fetar í fótspor liðsfélaga síns Alexiu Putellas sem vann Gullboltann 2021 og 2022.
Aitana, again... it's yours! 🤩#ballondor pic.twitter.com/FEVdBghvhm
— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024
Hin 26 ára gamla Bonmatí er algjör prímusmótor hjá bæði Barcelona og Spáni. Með félagsliði vann hún þrennuna á síðustu leiktíð og er liðið líklegt til að gera slíkt hið sama á þessari leiktíð enda unnið fyrstu sjö deildarleiki sína.
𝗔(𝖨𝖨)𝗧𝗔𝗡𝗔. 🌟🌟 pic.twitter.com/tOcc3bId18
— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 28, 2024
Þetta er fjórða árið í röð sem spænskur miðjumaður sem leikur með Barcelona hlýtur verðlaunin en þau voru fyrst veitt árið 2018. Ekki nóg með það heldur voru efstu þrjár í kjöri ársins allar leikmenn Barcelona.
Í 2. sæti var hin norska Caroline Graham Hansen og í 3. sæti var hin spænska Salma Paralluelo.
Women's Ballon d'Or! A @FCBfemeni business! 💙❤️#ballondor pic.twitter.com/OsckPMCZoh
— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024