Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 29. október 2024 20:01 Mig langar að þakka þér Inga Sæland fyrir þitt framlag, þinn mikla kraft og sterku réttlætiskennd að ná fram Jólabónus fyrir öryrkja og aldraða enn eitt árið. Og mér skilst að við fáum hann ekki seinna en 1. Desember ef heimildir mínar eru réttar og verður hann í kringum 70 þúsund. Mamma mín nefnilega ákvað ekki að fá versta krabbamein sem hægt er að fá. Pabbi minn ákvað ekki að detta 6 metra niður af húsþaki og næstum deyja. Það er í raun kraftaverk að hann sé á lífi. Og ég ákvað ekki að fá flogaveiki. Þó mamma sé farin af þessari jörð þá munu tveir jólabónusar hjálpa minni fjölskyldu að eiga gleðileg jól. Bjarni Ben segir að öryrkjar eigi að hafa einhvern hvata til að fara á vinnumarkað. Mér finnst ennþá ótrúlegt að þessi peninga maður hafi virkilega látið þetta út úr sér í fjölmiðlum. Það hefur engin stjórnmálamaður né stjórnmálakona gert eins mikið og þú Inga fyrir öryrkja og aldraða og ég held að ég fái leyfi frá öllum til að þakka þér innilega fyrir. Í gegnum tíðina höfum við Íslendingar nánast einungis fengið bara brotin loforð frá fólki sem vildi í raun bara komast á þing og hafa það gott fyrir sig og sína. Afsakið, en þannig sé ég þetta og finnst það augljóst. Að brjóta loforð einu sinni getur verið mistök en að gera það oft er val. Ég vona að Íslendingar haldi ekki áfram að gera það sama eins og það gerir alltaf. Það kýs röngu flokkana og kvartar síðan í fjögur ár. Ég vona að sem flestir Íslendingar noti rétt sinn og kjósi þegar kemur að því. Og ég vona að það kjósi Flokk Fólksins og það góða einbeitta fólk í honum sem hugsar um ÞIG og ÞÍNA en ekki bara sjálft sig. Kjósið Flokk Fólksins fyrir þá sem eru lamaðir, vantar útlimi á, eru með krabbamein, MS og aðra taugasjúkdóma. Kjósið Flokk Fólksins fyrir fólk með geðraskanir og kjósið líka fyrst og fremst Flokk Fólksins fyrir ykkur sjálf og framtíð Íslands. Kjósið hann fyrir börnin okkar jafnt sem aldraða. Þetta er eini flokkurinn sem mun berjast fyrir ykkur. Inga Sæland hefur sýnt það og sannað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég bið ykkur allavega öll að staldra aðeins við og hugsa ykkur um í kjörklefanum áður en þið kjósið þegar kemur að því. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Miðflokkurinn og allir þeir sem ég nefni ekki, valda bara vonbrigðum eins og alltaf. Þeir lofa og lofa og þetta er bara sami vítahringurinn í fjögur ár og allir kvarta út af sínu eigin vali á hvaða flokk það kaus. Hvernig væri að brjóta vítahringinn? Hvernig væri að gefa Flokki Fólksins tækifæri til að gera raunverulegar og góðar breytingar fyrir land og þjóð á mörgum sviðum? Við höfum engu að tapa heldur allt að vinna. Hvernig væri að breyta til og sjá hvað gerist? Allavega, Inga mín og samstarfsmenn og konur. Takk fyrir jólagjöfina og Gleðileg Jól þótt enn séu tveir mánuðir í þau. Þau verða allavega gleðileg hjá mér og mínum vegna ykkar. Vegna Flokk Fólksins. Þið fáið mitt atkvæði fyrir framtíð Íslands. https://flokkurfolksins.is/ Höfundur er eilífðarstúdent Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mig langar að þakka þér Inga Sæland fyrir þitt framlag, þinn mikla kraft og sterku réttlætiskennd að ná fram Jólabónus fyrir öryrkja og aldraða enn eitt árið. Og mér skilst að við fáum hann ekki seinna en 1. Desember ef heimildir mínar eru réttar og verður hann í kringum 70 þúsund. Mamma mín nefnilega ákvað ekki að fá versta krabbamein sem hægt er að fá. Pabbi minn ákvað ekki að detta 6 metra niður af húsþaki og næstum deyja. Það er í raun kraftaverk að hann sé á lífi. Og ég ákvað ekki að fá flogaveiki. Þó mamma sé farin af þessari jörð þá munu tveir jólabónusar hjálpa minni fjölskyldu að eiga gleðileg jól. Bjarni Ben segir að öryrkjar eigi að hafa einhvern hvata til að fara á vinnumarkað. Mér finnst ennþá ótrúlegt að þessi peninga maður hafi virkilega látið þetta út úr sér í fjölmiðlum. Það hefur engin stjórnmálamaður né stjórnmálakona gert eins mikið og þú Inga fyrir öryrkja og aldraða og ég held að ég fái leyfi frá öllum til að þakka þér innilega fyrir. Í gegnum tíðina höfum við Íslendingar nánast einungis fengið bara brotin loforð frá fólki sem vildi í raun bara komast á þing og hafa það gott fyrir sig og sína. Afsakið, en þannig sé ég þetta og finnst það augljóst. Að brjóta loforð einu sinni getur verið mistök en að gera það oft er val. Ég vona að Íslendingar haldi ekki áfram að gera það sama eins og það gerir alltaf. Það kýs röngu flokkana og kvartar síðan í fjögur ár. Ég vona að sem flestir Íslendingar noti rétt sinn og kjósi þegar kemur að því. Og ég vona að það kjósi Flokk Fólksins og það góða einbeitta fólk í honum sem hugsar um ÞIG og ÞÍNA en ekki bara sjálft sig. Kjósið Flokk Fólksins fyrir þá sem eru lamaðir, vantar útlimi á, eru með krabbamein, MS og aðra taugasjúkdóma. Kjósið Flokk Fólksins fyrir fólk með geðraskanir og kjósið líka fyrst og fremst Flokk Fólksins fyrir ykkur sjálf og framtíð Íslands. Kjósið hann fyrir börnin okkar jafnt sem aldraða. Þetta er eini flokkurinn sem mun berjast fyrir ykkur. Inga Sæland hefur sýnt það og sannað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég bið ykkur allavega öll að staldra aðeins við og hugsa ykkur um í kjörklefanum áður en þið kjósið þegar kemur að því. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Miðflokkurinn og allir þeir sem ég nefni ekki, valda bara vonbrigðum eins og alltaf. Þeir lofa og lofa og þetta er bara sami vítahringurinn í fjögur ár og allir kvarta út af sínu eigin vali á hvaða flokk það kaus. Hvernig væri að brjóta vítahringinn? Hvernig væri að gefa Flokki Fólksins tækifæri til að gera raunverulegar og góðar breytingar fyrir land og þjóð á mörgum sviðum? Við höfum engu að tapa heldur allt að vinna. Hvernig væri að breyta til og sjá hvað gerist? Allavega, Inga mín og samstarfsmenn og konur. Takk fyrir jólagjöfina og Gleðileg Jól þótt enn séu tveir mánuðir í þau. Þau verða allavega gleðileg hjá mér og mínum vegna ykkar. Vegna Flokk Fólksins. Þið fáið mitt atkvæði fyrir framtíð Íslands. https://flokkurfolksins.is/ Höfundur er eilífðarstúdent
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun