Tala látinna á Spáni hækkar hratt Árni Sæberg skrifar 30. október 2024 08:11 Frá björgunarstarfi í bænum Letur, þar sem sex af um eitt þúsund íbúum er saknað. Victor Fernandez/Getty 51 hið minnsta er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Frá þessu greinir spænski ríkismiðillinn TVE og hefur eftir lögreglunni í Valensía. Í frétt TVE segir að héraðsstjórnin í Valensía hafi komið á fót nefnd í gær til þess að leggja mat á eyðilegginguna. Haft var eftir héraðsstjóranum Carlos Mazón í morgun að tala látinni myndi að öllum líkindum hækka skarpt en þá höfðu þrettán látist. Myndefni frá lögreglunni á Spáni sýnir eyðilegginguna og frá björgunarstarfi í nótt. Það má sjá í spilaranum hér að neðan en er fengið frá AP-fréttaveitunni: Sex saknað í þúsund manna bæ Hann sagði við fréttamenn í gærkvöldi að nöfn hinna látnu hafi ekki verið gerð opinber af virðingu við fjölskyldur þeirra. Þá er sex saknað í bænum Letur, þar sem aðeins um þúsund manns búa, en bærinn er í austurhéraðinu Albacete. Tjónið á svæðunum er gríðarlegt og björgunarfólk er enn að störfum og hefur verið í alla nótt. Í Valensía-héraði hefur öllu skólastarfi verið aflýst í dag og opinberum byggingum hefur einnig verið lokað. Talsvert um Íslendinga í nágrenninu Talsverður fjöldi Íslendinga býr eða hefur vetursetu á Spáni, margir í Valensía og nágrenni. Þorri Íslendinga á Spáni býr þó á Costa Blanca svæðinu, sem er í rúmra tveggja tíma aksturfjarlægð frá Valensía. Ekki hafa borist fregnir af flóðum þar. Athygli er vakin á flóðunum í Facebook-hópnum Íslendingar á Costa Blanca. Einn í hópnum sem staddur er á Torrevieja, þar sem fjöldi Íslendinga er, segir smá gust hafa verið þar en ekkert til að ræða um. Engar beiðnir um aðstoð hafa borist borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá íslenskum ríkisborgurum vegna flóða á Spáni. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, að utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála og vilji brýna fyrir íslenskum ríkisborgurum á svæðinu að fara í einu og öllu eftir tilmælum viðbragðsaðila og fylgjast náið með staðbundnum fjölmiðlum. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Náttúruhamfarir Veður Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrif uppgjafahermanna á Rússland Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Frá þessu greinir spænski ríkismiðillinn TVE og hefur eftir lögreglunni í Valensía. Í frétt TVE segir að héraðsstjórnin í Valensía hafi komið á fót nefnd í gær til þess að leggja mat á eyðilegginguna. Haft var eftir héraðsstjóranum Carlos Mazón í morgun að tala látinni myndi að öllum líkindum hækka skarpt en þá höfðu þrettán látist. Myndefni frá lögreglunni á Spáni sýnir eyðilegginguna og frá björgunarstarfi í nótt. Það má sjá í spilaranum hér að neðan en er fengið frá AP-fréttaveitunni: Sex saknað í þúsund manna bæ Hann sagði við fréttamenn í gærkvöldi að nöfn hinna látnu hafi ekki verið gerð opinber af virðingu við fjölskyldur þeirra. Þá er sex saknað í bænum Letur, þar sem aðeins um þúsund manns búa, en bærinn er í austurhéraðinu Albacete. Tjónið á svæðunum er gríðarlegt og björgunarfólk er enn að störfum og hefur verið í alla nótt. Í Valensía-héraði hefur öllu skólastarfi verið aflýst í dag og opinberum byggingum hefur einnig verið lokað. Talsvert um Íslendinga í nágrenninu Talsverður fjöldi Íslendinga býr eða hefur vetursetu á Spáni, margir í Valensía og nágrenni. Þorri Íslendinga á Spáni býr þó á Costa Blanca svæðinu, sem er í rúmra tveggja tíma aksturfjarlægð frá Valensía. Ekki hafa borist fregnir af flóðum þar. Athygli er vakin á flóðunum í Facebook-hópnum Íslendingar á Costa Blanca. Einn í hópnum sem staddur er á Torrevieja, þar sem fjöldi Íslendinga er, segir smá gust hafa verið þar en ekkert til að ræða um. Engar beiðnir um aðstoð hafa borist borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá íslenskum ríkisborgurum vegna flóða á Spáni. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, að utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála og vilji brýna fyrir íslenskum ríkisborgurum á svæðinu að fara í einu og öllu eftir tilmælum viðbragðsaðila og fylgjast náið með staðbundnum fjölmiðlum. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Náttúruhamfarir Veður Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrif uppgjafahermanna á Rússland Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira