Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. október 2024 19:11 Guðjón Valur og Helgi eru báðir fjögurra ára og þurfa mikla þjónustu vegna fötlunar. Nú er rof á þessari þjónustu vegna verkfalls kennara með tilheyrandi áhrifum á þroska drengjanna. vísir/einar Fjögurra ára drengir með fötlun fá ekki lögbundna þjónustu meðan verkfall kennara stendur yfir. Mæður þeirra segja undarlegt að undanþágur séu ekki veittar frá verkfalli fyrir þennan viðkvæma hóp enda hafi rof á þjónustu gríðarleg áhrif á þroska barnanna. Verkföll kennara í níu skólum hófust í gær og þurfa foreldrar þeirra barna sem verkfallið bitnar á að reyna að redda málum dag frá degi. Þeirra á meðal eru Ásdís og Valgerður, foreldrar drengja með fötlun sem dvelja á Leikskóla Seltjarnarness þar sem þeir fá lögbundna þjónustu með tilliti til fötlunar þeirra. „Guðjón, hann er einhverfur með þroskahömlun og alls konar greiningar þannig hann er háður stoðþjónustu og meðferð inni á Leikskóla Seltjarnarness átta tíma á dag,“ sagði Valgerður Bára Bárðardóttir, móðir Guðjóns Vals sem er fjögurra ára. Stoðþjónustuna þarf Guðjón á að halda alla daga til að hjálpa honum að þroskast og dafna, þjónustu sem hann verður af nú þegar verkfall stendur yfir. Sömu sögu er að segja af Helga. „Hann er með stuðningsaðila allan daginn og svo fer hann svona tvisvar til þrisvar á dag í sér þjálfun yfir daginn til að hjálpa honum með málþroska, félagsfærni og allar daglegar athafnir,“ sagði Ásdís Helgadóttir, móðir Helga sem er að verða fimm ára. Fá ekki þjónustu Verkfallið hefur þau áhrif að drengirnir fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Og það verður mikið rof á hans þroskaferli. Hann er algjörlega háður því að vera í kringum fagfólk og þrífst best í rútínu og sínu umhverfi. Ég tala nú ekki um að nú þarf ég að fara mikið úr vinnu og það verður mikið tekjutap,“ segir Valgerður Bára. Eiga erfitt með breytingar „Þeir eiga mjög erfitt með breytingar á rútínu, þið sjáið bara að minn er grátandi hér. Þetta er miklu erfiðara fyrir þá en önnur börn. Auk þess sem hver sem er getur ekki séð um þau vegna fötlunar,“ segir Ásdís. Háðir stuðningi Þær styðji kjarabaráttu kennara en fara fram á að réttindi þeirra barna verði virt og segja undarlegt að ekki séu veittar undanþágur frá verkfalli fyrir þennan hóp barna. Lítið fari fyrir svörum frá stjórnvöldum. „Ég kalla eftir svari frá félagsþjónustunni eða öðrum aðilum, hagsmunasamtökum. Af hverju er enginn búinn að eiga þetta samtal við okkur og undirbúa eitthvað til að koma til móts við okkur? Þetta eru drengir í algjörum sérflokki hvað þetta varðar og eru mjög háðir stuðning alla daga,“ segir Valgerður. Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mannréttindi Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Verkföll kennara í níu skólum hófust í gær og þurfa foreldrar þeirra barna sem verkfallið bitnar á að reyna að redda málum dag frá degi. Þeirra á meðal eru Ásdís og Valgerður, foreldrar drengja með fötlun sem dvelja á Leikskóla Seltjarnarness þar sem þeir fá lögbundna þjónustu með tilliti til fötlunar þeirra. „Guðjón, hann er einhverfur með þroskahömlun og alls konar greiningar þannig hann er háður stoðþjónustu og meðferð inni á Leikskóla Seltjarnarness átta tíma á dag,“ sagði Valgerður Bára Bárðardóttir, móðir Guðjóns Vals sem er fjögurra ára. Stoðþjónustuna þarf Guðjón á að halda alla daga til að hjálpa honum að þroskast og dafna, þjónustu sem hann verður af nú þegar verkfall stendur yfir. Sömu sögu er að segja af Helga. „Hann er með stuðningsaðila allan daginn og svo fer hann svona tvisvar til þrisvar á dag í sér þjálfun yfir daginn til að hjálpa honum með málþroska, félagsfærni og allar daglegar athafnir,“ sagði Ásdís Helgadóttir, móðir Helga sem er að verða fimm ára. Fá ekki þjónustu Verkfallið hefur þau áhrif að drengirnir fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Og það verður mikið rof á hans þroskaferli. Hann er algjörlega háður því að vera í kringum fagfólk og þrífst best í rútínu og sínu umhverfi. Ég tala nú ekki um að nú þarf ég að fara mikið úr vinnu og það verður mikið tekjutap,“ segir Valgerður Bára. Eiga erfitt með breytingar „Þeir eiga mjög erfitt með breytingar á rútínu, þið sjáið bara að minn er grátandi hér. Þetta er miklu erfiðara fyrir þá en önnur börn. Auk þess sem hver sem er getur ekki séð um þau vegna fötlunar,“ segir Ásdís. Háðir stuðningi Þær styðji kjarabaráttu kennara en fara fram á að réttindi þeirra barna verði virt og segja undarlegt að ekki séu veittar undanþágur frá verkfalli fyrir þennan hóp barna. Lítið fari fyrir svörum frá stjórnvöldum. „Ég kalla eftir svari frá félagsþjónustunni eða öðrum aðilum, hagsmunasamtökum. Af hverju er enginn búinn að eiga þetta samtal við okkur og undirbúa eitthvað til að koma til móts við okkur? Þetta eru drengir í algjörum sérflokki hvað þetta varðar og eru mjög háðir stuðning alla daga,“ segir Valgerður.
Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mannréttindi Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01