Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar 31. október 2024 07:31 Þetta er spurning sem ég og eflaust margir Píratar eru spurðir reglulega, enda er þetta mjög góð spurning sem ég velti oft sjálfur fyrir mér. Málið er að enginn annar flokkur er, eins og staðan er núna, raunhæfur kostur. Alvöru breytingar. Þetta sést fyrst og fremst í stefnu Pírata. Of lengi hafa flokkar skipst á að vera í ríkisstjórn án þess að alvöru breytingar séu gerðar. Píratar er einn sá flokkur sem getur komið okkur út úr þessari stöðnun með því að tala hreint út og gera það sem skiptir máli. Til dæmis erum við eini flokkurinn sem vill banna opið sjókvíaeldi. Það hefur neikvæð umhverfisáhrif í fjörðum og er í þessum töluðu orðum að leiða til útrýmingar íslenska laxastofnsins með genablöndun við norskan stofn. Við skiljum samt að mörg störf koma með sjókvíaeldi og því viljum við samhliða banninu veita fyrirtækjum hvata til að færa sig upp á land og þar með varðveita störf sem sjókvíaeldi býður upp á. Lýðræði, ekki geðþóttaákvörðun formanns. Einnig erum við með þá sérstöðu að við erum eini flokkurinn án formanns. Kraftur flokksins kemur frá okkar öflugu grasrót sem hefur áhrif á stefnumál okkar og er með í ferlinu frá A til Ö. Þetta sést best á stefnumótunarferli Pírata. Til dæmis er venjan að hafa opna félagsfundi þar sem hægt er að ræða og leggja til breytingar á stefnumálum flokksins. Eftir það fara mál í kosningu sem allir meðlimir flokksins geta tekið þátt í. Þetta tryggir ekki bara að stefnumál okkar taka tillit til sem flestra aðila heldur líka að stefna flokksins breytist ekki yfir eina nótt á forsendum nýs formanns. Lokaorð Þessi dæmi sem nefnd eru hér, eru bara örfá af mörgum sem hægt væri að nefna varðandi sérstöðu Pírata og má lesa meira um stefnumál Pírata á heimasíðu flokksins. Við erum á mikilvægum tímamótum þar sem þarf að gera breytingar eins og að bæta heilbrigðiskerfið, taka menntakerfið í gegn og svo margt annað. Ég tel að margir flokkar gætu gert góða hluti, en enginn gæti komið með þær nauðsynlegu breytingar sem kerfin þurfa, nema Píratar, enda eru Píratar flokkur sem hefur aldrei tekið á móti fjármunum frá fyrirtækjum og er því ekki bundinn af sérhagsmunum. Flokkur sem hefur það eina markmið að finna bestu lausnina til að leysa vandinn og hjálpa fólki þvert á pólitíska ásinn. Höfundur er framhaldskólanemandi og meðlimur Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem ég og eflaust margir Píratar eru spurðir reglulega, enda er þetta mjög góð spurning sem ég velti oft sjálfur fyrir mér. Málið er að enginn annar flokkur er, eins og staðan er núna, raunhæfur kostur. Alvöru breytingar. Þetta sést fyrst og fremst í stefnu Pírata. Of lengi hafa flokkar skipst á að vera í ríkisstjórn án þess að alvöru breytingar séu gerðar. Píratar er einn sá flokkur sem getur komið okkur út úr þessari stöðnun með því að tala hreint út og gera það sem skiptir máli. Til dæmis erum við eini flokkurinn sem vill banna opið sjókvíaeldi. Það hefur neikvæð umhverfisáhrif í fjörðum og er í þessum töluðu orðum að leiða til útrýmingar íslenska laxastofnsins með genablöndun við norskan stofn. Við skiljum samt að mörg störf koma með sjókvíaeldi og því viljum við samhliða banninu veita fyrirtækjum hvata til að færa sig upp á land og þar með varðveita störf sem sjókvíaeldi býður upp á. Lýðræði, ekki geðþóttaákvörðun formanns. Einnig erum við með þá sérstöðu að við erum eini flokkurinn án formanns. Kraftur flokksins kemur frá okkar öflugu grasrót sem hefur áhrif á stefnumál okkar og er með í ferlinu frá A til Ö. Þetta sést best á stefnumótunarferli Pírata. Til dæmis er venjan að hafa opna félagsfundi þar sem hægt er að ræða og leggja til breytingar á stefnumálum flokksins. Eftir það fara mál í kosningu sem allir meðlimir flokksins geta tekið þátt í. Þetta tryggir ekki bara að stefnumál okkar taka tillit til sem flestra aðila heldur líka að stefna flokksins breytist ekki yfir eina nótt á forsendum nýs formanns. Lokaorð Þessi dæmi sem nefnd eru hér, eru bara örfá af mörgum sem hægt væri að nefna varðandi sérstöðu Pírata og má lesa meira um stefnumál Pírata á heimasíðu flokksins. Við erum á mikilvægum tímamótum þar sem þarf að gera breytingar eins og að bæta heilbrigðiskerfið, taka menntakerfið í gegn og svo margt annað. Ég tel að margir flokkar gætu gert góða hluti, en enginn gæti komið með þær nauðsynlegu breytingar sem kerfin þurfa, nema Píratar, enda eru Píratar flokkur sem hefur aldrei tekið á móti fjármunum frá fyrirtækjum og er því ekki bundinn af sérhagsmunum. Flokkur sem hefur það eina markmið að finna bestu lausnina til að leysa vandinn og hjálpa fólki þvert á pólitíska ásinn. Höfundur er framhaldskólanemandi og meðlimur Pírata.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun