Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 12:02 Mótmælendur veifa georgíska fánanum á mótmælum gegn kosningaúrslitunum í Tblisi. AP/Zurab Tsertsvadze Rannsóknafyrirtæki sem gerði útgönguspá fyrir þingkosningarnar í Georgíu um síðustu helgi segir opinber úrslit sem voru gefin út „tölfræðilega ómöguleg“. Stjórnarandstaðan hvetur til frekari mótmæla gegn kosningaúrslitanna. Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, var sagður hafa hlotið 54 prósent atkvæða í þingkosningunum þrátt fyrir að útgönguspár bentu til sigurs stjórnarandstöðunnar. Þrír stjórnarandstöðuflokkar og forseti landsins hafa síðan fullyrt að úrslitunum hafi verið hagrætt. Alþjóðalega rannsóknafyrirtækið HarrisX sem gerði útgönguspá fyrir kosningarnar fyrir sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar segist hafa fundið misræmi í opinberum niðurstöðum þeirra sem eigi sér ekki tölfræðilegar skýringar og gæti bent til kosningasvindls, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Misræmið náði til um átta prósent atkvæða í kosningunum, hátt á annað hundruð þúsunda í að minnsta kosti 27 kjördæmum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá því að borið hefði á ýmis konar ógnunum, mútum og fölsuðum atkvæðum í kosningunum. Vestræn ríki hafa krafist þess að ásakanirnar verði rannsakaðar til hlítar. Ríkissaksóknari Georgíu sagðist í vikunni ætla að rannsaka málið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa boðað til frekari mótmæla á mánudagskvöld. Tíð mótmæli hafa orðið í Georgíu á þessu ári. Fjöldamótmæli voru haldin í fleiri vikur fyrr á þessu ári gegn lögum sem Georgíski draumurinn kom á endanum í gegn um fjölmiðla og frjáls félagasamtök. Lögin eru mjög í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að þagga niður í andófsröddum með því að skilgreina fjölmiðla og samtök sem útsendrara erlendra ríkja. Kosningunum um síðustu helgi hafði verið stillt upp sem baráttu um framtíð Georgíu og hvort hún halli sér frekar til austurs eða vesturs. Stjórnarandstaðan segir Georgíska drauminn vilja leita aftur í faðm Rússlands á sama tíma og landið hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var fryst eftir að georgíska þingið samþykkti rússnesku lögin svonefndu. Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, var sagður hafa hlotið 54 prósent atkvæða í þingkosningunum þrátt fyrir að útgönguspár bentu til sigurs stjórnarandstöðunnar. Þrír stjórnarandstöðuflokkar og forseti landsins hafa síðan fullyrt að úrslitunum hafi verið hagrætt. Alþjóðalega rannsóknafyrirtækið HarrisX sem gerði útgönguspá fyrir kosningarnar fyrir sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar segist hafa fundið misræmi í opinberum niðurstöðum þeirra sem eigi sér ekki tölfræðilegar skýringar og gæti bent til kosningasvindls, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Misræmið náði til um átta prósent atkvæða í kosningunum, hátt á annað hundruð þúsunda í að minnsta kosti 27 kjördæmum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá því að borið hefði á ýmis konar ógnunum, mútum og fölsuðum atkvæðum í kosningunum. Vestræn ríki hafa krafist þess að ásakanirnar verði rannsakaðar til hlítar. Ríkissaksóknari Georgíu sagðist í vikunni ætla að rannsaka málið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa boðað til frekari mótmæla á mánudagskvöld. Tíð mótmæli hafa orðið í Georgíu á þessu ári. Fjöldamótmæli voru haldin í fleiri vikur fyrr á þessu ári gegn lögum sem Georgíski draumurinn kom á endanum í gegn um fjölmiðla og frjáls félagasamtök. Lögin eru mjög í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að þagga niður í andófsröddum með því að skilgreina fjölmiðla og samtök sem útsendrara erlendra ríkja. Kosningunum um síðustu helgi hafði verið stillt upp sem baráttu um framtíð Georgíu og hvort hún halli sér frekar til austurs eða vesturs. Stjórnarandstaðan segir Georgíska drauminn vilja leita aftur í faðm Rússlands á sama tíma og landið hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var fryst eftir að georgíska þingið samþykkti rússnesku lögin svonefndu.
Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira