Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 17:16 Patrick Mahomes með dóttur sína Sterling Skye Mahomes, eftir sigur Kansas City Chiefs í síðasta Super Bowl. AP/Brynn Anderson Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í NFL, vill eignast fleiri íþróttafélög. Núna er hann með augum á kvennakörfuboltaliði. Mahomes og eiginkona hans Brittany hafa þegar eignast hlut í liðum í kvennafótboltanum (Kansas City Current, NWSL) hafnaboltanum (Kansas City Royals, MLB) og karlafótboltanum (Sporting KC, MLS). Mahomes hjónin vilja nú eignast lið í WNBA deildinni í körfubolta sem yrði þá viðbótarlið ef deildin verður stækkuð á næstu árum. Kansas City er á góðri leið með að vera ein af stóru íþróttaborgunum þökk sé þeim hjónum. „Við viljum koma með körfuboltann til Kansas City og þá lið sem spilar í WNBA. Miðað við velgengnina hjá deildinni í vetur og undanfarin ár þá er þetta sjálfgefið,“ sagði Patrick Mahomes. „Það er stefnan að koma hingað með WNBA lið. Við sjáum körfuboltaáhugann hjá University of Kansas liðinu og áhugann á Chiefs. Fólkið hér mun mæta og fylla höllina,“ sagði Mahomes. „Það var flott að geta komið með fótboltalið hingað og þær eru á leiðinni í úrslitakeppnina. Við sjáum líka stuðninginn sem þær fá. Þannig að nú er bara að fá WNBA lið hingað líka með sama eigendahóp. Þau hafa staðið vel að öll hjá Current liðinu og nú er bara að taka næsta skref,“ sagði Mahomes. Kansas City byggði stóra höll, T-Mobile Center, árið 2007 með það markmið að reyna að fá NBA lið eða íshokkílið til borgarinnar. Það hefur ekki tekist enn þá. WNBA ætlar að bæta við þremur nýjum liðum á næstu tveimur tímabilum en þau lið eru Golden State, Portland og Toronto. WNBA hefur einnig áhuga að fá sextánda liðið inn fyrir 2028 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) WNBA NFL Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Mahomes og eiginkona hans Brittany hafa þegar eignast hlut í liðum í kvennafótboltanum (Kansas City Current, NWSL) hafnaboltanum (Kansas City Royals, MLB) og karlafótboltanum (Sporting KC, MLS). Mahomes hjónin vilja nú eignast lið í WNBA deildinni í körfubolta sem yrði þá viðbótarlið ef deildin verður stækkuð á næstu árum. Kansas City er á góðri leið með að vera ein af stóru íþróttaborgunum þökk sé þeim hjónum. „Við viljum koma með körfuboltann til Kansas City og þá lið sem spilar í WNBA. Miðað við velgengnina hjá deildinni í vetur og undanfarin ár þá er þetta sjálfgefið,“ sagði Patrick Mahomes. „Það er stefnan að koma hingað með WNBA lið. Við sjáum körfuboltaáhugann hjá University of Kansas liðinu og áhugann á Chiefs. Fólkið hér mun mæta og fylla höllina,“ sagði Mahomes. „Það var flott að geta komið með fótboltalið hingað og þær eru á leiðinni í úrslitakeppnina. Við sjáum líka stuðninginn sem þær fá. Þannig að nú er bara að fá WNBA lið hingað líka með sama eigendahóp. Þau hafa staðið vel að öll hjá Current liðinu og nú er bara að taka næsta skref,“ sagði Mahomes. Kansas City byggði stóra höll, T-Mobile Center, árið 2007 með það markmið að reyna að fá NBA lið eða íshokkílið til borgarinnar. Það hefur ekki tekist enn þá. WNBA ætlar að bæta við þremur nýjum liðum á næstu tveimur tímabilum en þau lið eru Golden State, Portland og Toronto. WNBA hefur einnig áhuga að fá sextánda liðið inn fyrir 2028 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
WNBA NFL Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira