Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 20:02 Maya Rudolph í gervi Kamölu Harris, ásamt Kamölu Harris sjálfri í sjónvarpssal Saturday Night Live í gærkvöldi. Kamala Harris mælist með óvænt forskot á Donald Trump í ríki sem hann hefur hingað til unnið örugglega í forsetakosningum. Sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum telur að úrslit kosninganna gætu sveiflast afgerandi í aðra hvora áttina. Óvænt atriði með Harris í skemmtiþætti hefur reitt repúblikana til reiði. New York Times og Siena-háskólinn, sem þykja með þeim áreiðanlegustu í bransanum, birtu í dag síðustu könnun sína fyrir forsetakosningarnar á þriðjudag. Hún sýnir fylgið í sveifluríkjunum sjö, ríkjunum þar sem niðurstöður kosninganna munu ráðast. Harris bætir örlítið við sig og leiðir í Wisconsin, Nevada, Norður-Karólínu og Georgíu, Trump hefur undanfarið haft örlítið forskot í þeim þremur síðarnefndu. Fylgið er hins vegar hnífjafnt í Pennsylvaníu og Michigan, hið síðarnefnda hefur verið talið öruggasta sveifluríki Harris, og Trump leiðir með fjórum prósentum í Arizona. Áfram er staðan því hnífjöfn og innan skekkjumarka. Niðurstöðurnar eru settar fram grafískt í fréttinni hér fyrir neðan. Í Iowa, djúprauðu ríki sem Trump hefur unnið örugglega í síðustu tveimur kosningum, mældist Harris skyndilega með þriggja prósenta forskot í nýrri könnun. Niðurstöðurnar þykja afar merkilegar, þó að þeim sé tekið með fyrirvara. Mögulega lýsi þær víðtækari þróun Harris í vil. Erlingur Erlingsson sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann sagði að allt þar til í gær hafi Trump verið í betri stöðu. „En svo kom á óvart þessi Iowa-könnun, þar sem Harris stekkur allt í einu fram úr þarna í ríki sem er alls ekki eitt af þessum sveifluríkjum. En ég held að stærra spurningamerkið sé í kringum allar þessar kannanir, eru þær nákvæmar? Þær brugðust náttúrulega eins og frægt er 2016,“ segir Erlingur. Hann bendir jafnframt á að kannanir 2020 hafi spáð Joe Biden talsvert meira forskoti en kom upp úr kjörkössum en í kosningum fyrir tveimur árum hafi Demókrötum svo verið spáð mun lakara gengi en raunin varð. „Þannig að nú situr maður og veltir fyrir sér, hvar er skekkjan? Það gæti þýtt að úrslitin muni sveiflast mjög í aðra hverja áttina.“ Æsispennandi lokasprettur er framundan hjá frambjóðendunum. Þau voru bæði í Norður-Karólínu í gær og Harris dúkkaði svo óvænt upp í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem er í beinni frá New York. Repúblikanar risu í kjölfarið upp á afturlappirnar; það að Trump hafi ekki fengið boð í þáttinn segja þeir skýrt brot á jafnræðisreglu um tíma frambjóðenda í sjónvarpi og fjölmiðlum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Skoðanakannanir Kamala Harris Hollywood Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
New York Times og Siena-háskólinn, sem þykja með þeim áreiðanlegustu í bransanum, birtu í dag síðustu könnun sína fyrir forsetakosningarnar á þriðjudag. Hún sýnir fylgið í sveifluríkjunum sjö, ríkjunum þar sem niðurstöður kosninganna munu ráðast. Harris bætir örlítið við sig og leiðir í Wisconsin, Nevada, Norður-Karólínu og Georgíu, Trump hefur undanfarið haft örlítið forskot í þeim þremur síðarnefndu. Fylgið er hins vegar hnífjafnt í Pennsylvaníu og Michigan, hið síðarnefnda hefur verið talið öruggasta sveifluríki Harris, og Trump leiðir með fjórum prósentum í Arizona. Áfram er staðan því hnífjöfn og innan skekkjumarka. Niðurstöðurnar eru settar fram grafískt í fréttinni hér fyrir neðan. Í Iowa, djúprauðu ríki sem Trump hefur unnið örugglega í síðustu tveimur kosningum, mældist Harris skyndilega með þriggja prósenta forskot í nýrri könnun. Niðurstöðurnar þykja afar merkilegar, þó að þeim sé tekið með fyrirvara. Mögulega lýsi þær víðtækari þróun Harris í vil. Erlingur Erlingsson sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann sagði að allt þar til í gær hafi Trump verið í betri stöðu. „En svo kom á óvart þessi Iowa-könnun, þar sem Harris stekkur allt í einu fram úr þarna í ríki sem er alls ekki eitt af þessum sveifluríkjum. En ég held að stærra spurningamerkið sé í kringum allar þessar kannanir, eru þær nákvæmar? Þær brugðust náttúrulega eins og frægt er 2016,“ segir Erlingur. Hann bendir jafnframt á að kannanir 2020 hafi spáð Joe Biden talsvert meira forskoti en kom upp úr kjörkössum en í kosningum fyrir tveimur árum hafi Demókrötum svo verið spáð mun lakara gengi en raunin varð. „Þannig að nú situr maður og veltir fyrir sér, hvar er skekkjan? Það gæti þýtt að úrslitin muni sveiflast mjög í aðra hverja áttina.“ Æsispennandi lokasprettur er framundan hjá frambjóðendunum. Þau voru bæði í Norður-Karólínu í gær og Harris dúkkaði svo óvænt upp í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem er í beinni frá New York. Repúblikanar risu í kjölfarið upp á afturlappirnar; það að Trump hafi ekki fengið boð í þáttinn segja þeir skýrt brot á jafnræðisreglu um tíma frambjóðenda í sjónvarpi og fjölmiðlum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Skoðanakannanir Kamala Harris Hollywood Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03
Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26