Tekst hægrinu að rústa velferðarkerfunum í þetta sinn? Reynir Böðvarsson skrifar 3. nóvember 2024 22:01 Íslenskir fjölmiðlar eru yfirleitt alltof kurteisir við stjórnmálamenn í viðtölum, láta þá komast upp með að tala bara um það sem þeim sjálfum þykir þægilegast að tala um, og áður en varir er tíminn búinn og maður situr eftir engu nær um raunverulega afstöðu þeirra til mála sem upphaflega var lagt upp með. Það á auðvitað að ræða það sem stjórnmálamenn forðast helst að ræða, þar er líklega viðkvæmur punktur sem reynt er að komast undan og þá þurfa fjölmiðlar að einbeita sér þar. Mér finnst íslenskir fjölmiðlar semsagt allt of linir í því að krefjast svara, sérstaklega fjölmiðlar í eigu auðmanna en einnig RÚV. Samstöðin er þó með frábæra þætti með þátttakendur úr öllum áttum og sem betur fer eru til einstaka önnur dæmi. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð voru hneykslaðir yfir spurningunni hvort þeir mundu nú styðja þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum misserum. Þeim fannst spurningin mjög óviðeigandi og ætti alls ekki rétt á sér, þeim fannst þetta ósvífni að koma með þessa spurningu, hvort þeir sjálfir væru betur til þess fallnir að taka ákvörðun um líkama kvenna en konurnar sjálfar. Já hvílík ósvífni að spyrja svona spurninga. En það eru fleiri spurningar sem ég held að kjósendur vildu gjarnan fá svör við og við eigum rétt á að fjölmiðlar sem fá stóra fjármuni í ríkisstyrki sinni skyldu sinni og krefjist svara við þeim. Ég tek þrjú dæmi hér, húsnæðismarkaðinn, velferðarkerfin og menntakerfið. Húsnæðismarkaðurinn, hver er afstaða flokksins gagnvart afmarkaðsvæðingu á leiguhúsnæði og aukinni aðkomu ríkis og sveitafélaga til þess að tryggja þau mannréttindi sem húsnæði auðvitað er. Þetta ástand sem nú er verður fyrst og fremst skrifað á reikning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en furðulega lítil umræða hefur farið fram um þennan málaflokk nema hjá Sósíalistaflokknum. Flestir aðrir flokkar virðast vera á þeirri skoðun að þetta sé viðfangsverkefni markaðarins og þar með að húsnæði fyrir ungar fjölskyldur eigi að vera á sama markaði og fjárfestar eru á í að ávaxta sitt fé. Sósíalistaflokkurinn telur það fráleitt og vill svona grunnþarfir allra sé tryggt af hinu opinbera. Ekki er ólíklegt að hann fái stuðning frá VG og `jafnvel Pírötum en nýfrjálshyggju flokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru allir á bandi auðvaldsins í þessu máli sem öðrum. Einkavæðing í velferðarkerfinu, hver er afstaða flokksins varðandi aukna einkavæðingu í velferðarkerfunum og arðgreiðslur úr þeirri starfsemi sem fjármögnuð er af skattpeningum almennings. Þar sem ég er ekki bjartsýnn á að fá svar við því þá ætla ég að leifa mér að giska á svör flokka útfrá þeirri hugmyndafræði sem ég hef áskynjað hjá flokkunum og þeirri reynslu sem er af gerðum þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru beinlínis boðberar aukinnar markaðsvæðingar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Viðreisn notar nákvæmlega sömu orðræðu og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu þegar einkavæðing í heilbrigðiskerfinu var innleidd þar með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið sem heild, auknir fjármunir fara nú í þjónustu við tiltölulega fríska þiggjendur þjónustunnar í fínari hverfum en minka annarsstaðar þar sem heilsuástandið er verra. Einkavæðing í menntakerfinu er annað ömurlegt dæmi frá Svíþjóð og það er alveg furðulegt að íslenskir flokkar séu að gæla við að fara þá leið. Formaður Viðreisnar notaði nákvæmlega sömu rök og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu á sínum tíma „valfrelsi” foreldra að velja skóla fyrir björninn sín. Við fyrstu sýn er auðvelt að vera hlynntur því en við nánari skoðun kemur í ljós að þetta veldur upplausn og sundrungu í samfélaginu. Þeir sem eru betur stæðir velja „fína” skóla og keyra börnin sín jafnvel langar leiðir á hverjum degi í skólann og eftir í gamla skólanum verða þau börn sem hafa verið svo óheppin að eiga ekki vel stæða foreldra. Einnig hefur komið í ljós að verðbólga í einkunnargjöf í einkaskólum (til þess að laða að) hefur orðið mikil sem hefur svo smitast yfir í opinberu skólana. Þetta hefur minnkað samheldni í þjóðfélaginu og hefur gert inngildingu aðfluttra erfiðari og talið er að glæpagengi fæðist gjarnan við svona aðstæður. Sósíalistaflokkurinn er eindregið á móti einkavæðingum innan opinbera geirans og einnig hlutafélagavæðingu ohf þar sem innsýn almennings er takmörkuð og þarmeð aðhald. Hægriflokkarnir bæði á Íslandi og í Svíþjóð halda því oft fram að það skipti ekki méli hver rekur þjónustufyrirtækin í opinbera geiranum, bara að það sé vel rekið. Það er þó eitt sem alveg er á hreinu varðandi reynsluna frá Svíþjóð að arðsemiskröfur í svona rekstri eru eitur. Að greiða út arð til eigenda þjónustufyrirtækja í velferðarþjónustu sem fjármögnuð er af skattafé á ekki að leifa því það veldur því einfaldlega til lengri tíma að kerfin molna innanfrá. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar eru yfirleitt alltof kurteisir við stjórnmálamenn í viðtölum, láta þá komast upp með að tala bara um það sem þeim sjálfum þykir þægilegast að tala um, og áður en varir er tíminn búinn og maður situr eftir engu nær um raunverulega afstöðu þeirra til mála sem upphaflega var lagt upp með. Það á auðvitað að ræða það sem stjórnmálamenn forðast helst að ræða, þar er líklega viðkvæmur punktur sem reynt er að komast undan og þá þurfa fjölmiðlar að einbeita sér þar. Mér finnst íslenskir fjölmiðlar semsagt allt of linir í því að krefjast svara, sérstaklega fjölmiðlar í eigu auðmanna en einnig RÚV. Samstöðin er þó með frábæra þætti með þátttakendur úr öllum áttum og sem betur fer eru til einstaka önnur dæmi. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð voru hneykslaðir yfir spurningunni hvort þeir mundu nú styðja þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum misserum. Þeim fannst spurningin mjög óviðeigandi og ætti alls ekki rétt á sér, þeim fannst þetta ósvífni að koma með þessa spurningu, hvort þeir sjálfir væru betur til þess fallnir að taka ákvörðun um líkama kvenna en konurnar sjálfar. Já hvílík ósvífni að spyrja svona spurninga. En það eru fleiri spurningar sem ég held að kjósendur vildu gjarnan fá svör við og við eigum rétt á að fjölmiðlar sem fá stóra fjármuni í ríkisstyrki sinni skyldu sinni og krefjist svara við þeim. Ég tek þrjú dæmi hér, húsnæðismarkaðinn, velferðarkerfin og menntakerfið. Húsnæðismarkaðurinn, hver er afstaða flokksins gagnvart afmarkaðsvæðingu á leiguhúsnæði og aukinni aðkomu ríkis og sveitafélaga til þess að tryggja þau mannréttindi sem húsnæði auðvitað er. Þetta ástand sem nú er verður fyrst og fremst skrifað á reikning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en furðulega lítil umræða hefur farið fram um þennan málaflokk nema hjá Sósíalistaflokknum. Flestir aðrir flokkar virðast vera á þeirri skoðun að þetta sé viðfangsverkefni markaðarins og þar með að húsnæði fyrir ungar fjölskyldur eigi að vera á sama markaði og fjárfestar eru á í að ávaxta sitt fé. Sósíalistaflokkurinn telur það fráleitt og vill svona grunnþarfir allra sé tryggt af hinu opinbera. Ekki er ólíklegt að hann fái stuðning frá VG og `jafnvel Pírötum en nýfrjálshyggju flokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru allir á bandi auðvaldsins í þessu máli sem öðrum. Einkavæðing í velferðarkerfinu, hver er afstaða flokksins varðandi aukna einkavæðingu í velferðarkerfunum og arðgreiðslur úr þeirri starfsemi sem fjármögnuð er af skattpeningum almennings. Þar sem ég er ekki bjartsýnn á að fá svar við því þá ætla ég að leifa mér að giska á svör flokka útfrá þeirri hugmyndafræði sem ég hef áskynjað hjá flokkunum og þeirri reynslu sem er af gerðum þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru beinlínis boðberar aukinnar markaðsvæðingar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Viðreisn notar nákvæmlega sömu orðræðu og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu þegar einkavæðing í heilbrigðiskerfinu var innleidd þar með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið sem heild, auknir fjármunir fara nú í þjónustu við tiltölulega fríska þiggjendur þjónustunnar í fínari hverfum en minka annarsstaðar þar sem heilsuástandið er verra. Einkavæðing í menntakerfinu er annað ömurlegt dæmi frá Svíþjóð og það er alveg furðulegt að íslenskir flokkar séu að gæla við að fara þá leið. Formaður Viðreisnar notaði nákvæmlega sömu rök og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu á sínum tíma „valfrelsi” foreldra að velja skóla fyrir björninn sín. Við fyrstu sýn er auðvelt að vera hlynntur því en við nánari skoðun kemur í ljós að þetta veldur upplausn og sundrungu í samfélaginu. Þeir sem eru betur stæðir velja „fína” skóla og keyra börnin sín jafnvel langar leiðir á hverjum degi í skólann og eftir í gamla skólanum verða þau börn sem hafa verið svo óheppin að eiga ekki vel stæða foreldra. Einnig hefur komið í ljós að verðbólga í einkunnargjöf í einkaskólum (til þess að laða að) hefur orðið mikil sem hefur svo smitast yfir í opinberu skólana. Þetta hefur minnkað samheldni í þjóðfélaginu og hefur gert inngildingu aðfluttra erfiðari og talið er að glæpagengi fæðist gjarnan við svona aðstæður. Sósíalistaflokkurinn er eindregið á móti einkavæðingum innan opinbera geirans og einnig hlutafélagavæðingu ohf þar sem innsýn almennings er takmörkuð og þarmeð aðhald. Hægriflokkarnir bæði á Íslandi og í Svíþjóð halda því oft fram að það skipti ekki méli hver rekur þjónustufyrirtækin í opinbera geiranum, bara að það sé vel rekið. Það er þó eitt sem alveg er á hreinu varðandi reynsluna frá Svíþjóð að arðsemiskröfur í svona rekstri eru eitur. Að greiða út arð til eigenda þjónustufyrirtækja í velferðarþjónustu sem fjármögnuð er af skattafé á ekki að leifa því það veldur því einfaldlega til lengri tíma að kerfin molna innanfrá. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun