Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar 4. nóvember 2024 12:32 Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin. Markmið landssambandsins LEB er að: Vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. LEB stuðlar að samvinnu aðildarfélaganna og gætir hlutleysis gagnvart trúmálum og stjórnmálum. Starf LEB og félaganna um allt land, er viðamikið og fjöldin allur sem vinnur þar mjög óeigingjarnt starf til að efla samtakamátt okkar eldri borgara. Innan LEB er starfandi kjaranefnd sem ásamt stjórn sambandsins sér um að berjast fyrir bættum kjörum. Á undanförnum árum hefur ekki vantað loforðin hjá frambjóðendum flokkanna, að nú skuli gert vel við þá sem aldnir eru orðnir. En þetta hefur jafnan gleymst eftir kosningar og svo koma menn aftur í næstu kosningum og lofa jafnvel því sama og þeir hafa svikið frá síðustu kosningum. LEB hefur endalaust rætt við þingmenn og ráðherra um stöðu mála en lítið hefur mjakast er varðar kjaramálin. Á undanförnum vikum hafa formaður LEB og formaður kjaranefndar farið um landið og hitt stjórnir og fulltrúa flestra félaga á alls níu fundum. Þessir fundir hafa verið fjölsóttir og er hugur í fólki ekki síst núna fyrir kosningar þar sem möguleiki er á að ná í frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram. En hvernig er staða þeirra sem eru orðnir eldri borgarar í þessu landi? Það er ljóst að eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur. Ég skipti þeim gjarnan í fjóra hópa; þeir sem hafa það mjög gott, þeir sem hafa það gott, þeir sem hafa það sæmilegt og þeir sem hafa það skítt. Á fundaferð okkar um landið var útskýrt hvernig staðan er. Um 15.000 eldri borgarar eru með greiðslur samtals frá Tryggingarstofnun og lífeyrissjóðum undir lægsta taxta Starfsgreinasambands Íslands fyrir 18 ára og eldri sem í dag er kr. 425.985 á mánuði. Grunnlífeyrir frá TR er kr. 333.194. Þetta eru tölur frá TR vegna ársins 2024. Skerðingarmörk er varða greiðslur frá lífeyrissjóðum eru kr. 25.000 og skerðist því hver króna sem er umfram 25.000 kr., greiðslur frá TR um 45 aura. Þessi skerðingarmörk hafa ekki hækkað frá 1. janúar 2017 eða í heil átta ár. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 sem liggur nú fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að þessi skerðingamörk á almenna frítekjumarkinu hækki í 36.500 kr. sem er lítið skref en í rétta átt. Þessi hækkun skilar sér í hækkun á greiðslu til viðkomandi fyrir skatta um kr. 5.175, út af skerðingum. Hver 10.000 króna hækkun á almenna frítekjumarkinu skilar viðkomandi 4.500 kr. greiðslu fyrir skatta. Raunveruleikinn sem blasir við okkur eldri borgurum er að bilið á milli grunnlífeyris TR og lægsta taxta SGS er í dag 92.791 kr. og eykst sífellt. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir hækkun grunnlífeyris TR um 4,30% sem gerir kr. 14.327 á mánuði. Lægsti taxti SGS hækkar þá um 23.750 og þá eykst munurinn um tæplega 10.000 kr. Ef þetta gengur eftir þá er mismunurinn á grunnlífeyri TR. og taxta SGS um næstu áramót kr. 102.214. Er þetta eitthvað sem getur gengið? Svarið á fundunum okkar hefur verið skýrt, þetta er alls ekki boðlegt. Mikið var rætt á fundunum um að stjórnvöld séu að hvetja fólk til að spara, menn hafa nurlað saman örfáum krónum til að taka á óvæntum útgjöldum, en mönnum er hegnt fyrir þetta, með því að hver króna í vexti af þessum sparnaði skerðir grunnlífeyrir frá TR um 45 aura. En hverju viljum við koma á framfæri við frambjóðendur í komandi kosningum? Sérstakar leiðréttingar fyrir þá 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög Ég hvet alla eldri borgara til að standa upp og krefjast leiðréttingar á þessu misrétti sem okkur er endalaust boðið upp á. Er í lagi að við eigum að lifa af launum sem eru á annað hundrað þúsund lægri en lægsti taxti á almennum vinnumarkaði? Svari hver fyrir sig. En ágætu frambjóðendur ekki bara grípa til loforðalistans til að ná eyrum okkar eldri borgara, ef þið ætlið ekki að standa við þau loforð. Við munum fylgja okkar kröfum eftir af mikilli festu og einurð. Hættið að tala á tyllidögum um áhyggjulaust ævikvöld eldri borgara, og sýnið okkur viljann í verki. Höfundur er formaður kjarahóps LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin. Markmið landssambandsins LEB er að: Vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. LEB stuðlar að samvinnu aðildarfélaganna og gætir hlutleysis gagnvart trúmálum og stjórnmálum. Starf LEB og félaganna um allt land, er viðamikið og fjöldin allur sem vinnur þar mjög óeigingjarnt starf til að efla samtakamátt okkar eldri borgara. Innan LEB er starfandi kjaranefnd sem ásamt stjórn sambandsins sér um að berjast fyrir bættum kjörum. Á undanförnum árum hefur ekki vantað loforðin hjá frambjóðendum flokkanna, að nú skuli gert vel við þá sem aldnir eru orðnir. En þetta hefur jafnan gleymst eftir kosningar og svo koma menn aftur í næstu kosningum og lofa jafnvel því sama og þeir hafa svikið frá síðustu kosningum. LEB hefur endalaust rætt við þingmenn og ráðherra um stöðu mála en lítið hefur mjakast er varðar kjaramálin. Á undanförnum vikum hafa formaður LEB og formaður kjaranefndar farið um landið og hitt stjórnir og fulltrúa flestra félaga á alls níu fundum. Þessir fundir hafa verið fjölsóttir og er hugur í fólki ekki síst núna fyrir kosningar þar sem möguleiki er á að ná í frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram. En hvernig er staða þeirra sem eru orðnir eldri borgarar í þessu landi? Það er ljóst að eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur. Ég skipti þeim gjarnan í fjóra hópa; þeir sem hafa það mjög gott, þeir sem hafa það gott, þeir sem hafa það sæmilegt og þeir sem hafa það skítt. Á fundaferð okkar um landið var útskýrt hvernig staðan er. Um 15.000 eldri borgarar eru með greiðslur samtals frá Tryggingarstofnun og lífeyrissjóðum undir lægsta taxta Starfsgreinasambands Íslands fyrir 18 ára og eldri sem í dag er kr. 425.985 á mánuði. Grunnlífeyrir frá TR er kr. 333.194. Þetta eru tölur frá TR vegna ársins 2024. Skerðingarmörk er varða greiðslur frá lífeyrissjóðum eru kr. 25.000 og skerðist því hver króna sem er umfram 25.000 kr., greiðslur frá TR um 45 aura. Þessi skerðingarmörk hafa ekki hækkað frá 1. janúar 2017 eða í heil átta ár. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 sem liggur nú fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að þessi skerðingamörk á almenna frítekjumarkinu hækki í 36.500 kr. sem er lítið skref en í rétta átt. Þessi hækkun skilar sér í hækkun á greiðslu til viðkomandi fyrir skatta um kr. 5.175, út af skerðingum. Hver 10.000 króna hækkun á almenna frítekjumarkinu skilar viðkomandi 4.500 kr. greiðslu fyrir skatta. Raunveruleikinn sem blasir við okkur eldri borgurum er að bilið á milli grunnlífeyris TR og lægsta taxta SGS er í dag 92.791 kr. og eykst sífellt. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir hækkun grunnlífeyris TR um 4,30% sem gerir kr. 14.327 á mánuði. Lægsti taxti SGS hækkar þá um 23.750 og þá eykst munurinn um tæplega 10.000 kr. Ef þetta gengur eftir þá er mismunurinn á grunnlífeyri TR. og taxta SGS um næstu áramót kr. 102.214. Er þetta eitthvað sem getur gengið? Svarið á fundunum okkar hefur verið skýrt, þetta er alls ekki boðlegt. Mikið var rætt á fundunum um að stjórnvöld séu að hvetja fólk til að spara, menn hafa nurlað saman örfáum krónum til að taka á óvæntum útgjöldum, en mönnum er hegnt fyrir þetta, með því að hver króna í vexti af þessum sparnaði skerðir grunnlífeyrir frá TR um 45 aura. En hverju viljum við koma á framfæri við frambjóðendur í komandi kosningum? Sérstakar leiðréttingar fyrir þá 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög Ég hvet alla eldri borgara til að standa upp og krefjast leiðréttingar á þessu misrétti sem okkur er endalaust boðið upp á. Er í lagi að við eigum að lifa af launum sem eru á annað hundrað þúsund lægri en lægsti taxti á almennum vinnumarkaði? Svari hver fyrir sig. En ágætu frambjóðendur ekki bara grípa til loforðalistans til að ná eyrum okkar eldri borgara, ef þið ætlið ekki að standa við þau loforð. Við munum fylgja okkar kröfum eftir af mikilli festu og einurð. Hættið að tala á tyllidögum um áhyggjulaust ævikvöld eldri borgara, og sýnið okkur viljann í verki. Höfundur er formaður kjarahóps LEB.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun