Læknar boða miklu harðari aðgerðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2024 16:59 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. Þetta kemur fram í pósti Læknafélags Íslands til félagsmanna sinna sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra. Læknar höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir sem ríkið taldi ólöglegar. Stjórn Læknafélagsins ákvað í samráði við samninganefnd að láta ekki reyna á þann ágreining fyrir dómstólum heldur fresta verkfalli og efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um nýtt verkfallsplan. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina er nú hafin en með þessu frestast fyrirhuguð verkföll um viku. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar er aðeins breytt og nær til hvers vinnustaðar lækna í staðinn fyrir að vera allsherjaratkvæðagreiðsla. Samningslausir í um sjö mánuði Fyrirhuguðum verkföllum er lýst með eftirfarandi hætti á kjörseðli: „Það verða vikulega verkföll, samtímis á öllum vinnustöðvum lækna, sem verkfall nær til, frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 að hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll annað hvort á þriðjudegi og fimmtudegi eða mánudegi og miðvikudegi, en með sama fyrirkomulagi, þ.e. frá miðnætti til hádegis. Engin verkföll verða þó frá 20. desember 2024 til og með 5. janúar 2025.“ Um umtalsvert harðari aðgerðir er að ræða en áður var boðað til. Þær hljóðuðu upp á verkfallsaðgerðir hjá einstökum deildum einn og einn dag. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir frá 1. apríl síðastliðnum eða í um sjö mánuði. „Samningaviðræður hafa ekki skilað þeim árangri, sem samninganefnd LÍ gerði sér vonir um og nauðsynlegt talið að þrýsta á árangur með verkfallsaðgerðum. Stjórn LÍ og samninganefnd hafa fjallað um tillögur aðgerðarhóps LÍ og samþykkt að bera þær undir atkvæði lækna, sem starfa samkvæmt kjarasamningi LÍ og fjármála- og efnahagsráðherra. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun LÍ er nú hafin. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl. 16 fimmtudaginn 7. nóvember,“ segir í tölvupósti Læknafélags Íslands (LÍ) til félagsmanna. Heilbrigðismál Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti Læknafélags Íslands til félagsmanna sinna sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra. Læknar höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir sem ríkið taldi ólöglegar. Stjórn Læknafélagsins ákvað í samráði við samninganefnd að láta ekki reyna á þann ágreining fyrir dómstólum heldur fresta verkfalli og efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um nýtt verkfallsplan. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina er nú hafin en með þessu frestast fyrirhuguð verkföll um viku. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar er aðeins breytt og nær til hvers vinnustaðar lækna í staðinn fyrir að vera allsherjaratkvæðagreiðsla. Samningslausir í um sjö mánuði Fyrirhuguðum verkföllum er lýst með eftirfarandi hætti á kjörseðli: „Það verða vikulega verkföll, samtímis á öllum vinnustöðvum lækna, sem verkfall nær til, frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 að hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll annað hvort á þriðjudegi og fimmtudegi eða mánudegi og miðvikudegi, en með sama fyrirkomulagi, þ.e. frá miðnætti til hádegis. Engin verkföll verða þó frá 20. desember 2024 til og með 5. janúar 2025.“ Um umtalsvert harðari aðgerðir er að ræða en áður var boðað til. Þær hljóðuðu upp á verkfallsaðgerðir hjá einstökum deildum einn og einn dag. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir frá 1. apríl síðastliðnum eða í um sjö mánuði. „Samningaviðræður hafa ekki skilað þeim árangri, sem samninganefnd LÍ gerði sér vonir um og nauðsynlegt talið að þrýsta á árangur með verkfallsaðgerðum. Stjórn LÍ og samninganefnd hafa fjallað um tillögur aðgerðarhóps LÍ og samþykkt að bera þær undir atkvæði lækna, sem starfa samkvæmt kjarasamningi LÍ og fjármála- og efnahagsráðherra. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun LÍ er nú hafin. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl. 16 fimmtudaginn 7. nóvember,“ segir í tölvupósti Læknafélags Íslands (LÍ) til félagsmanna.
Heilbrigðismál Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42