Körfubolti

Pa­vel um varnar­leik Kefla­víkur: Á að særa stolt þitt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Keflavík hefur tvo af fimm leikjum sínum til þessa á leiktíðinni.
Keflavík hefur tvo af fimm leikjum sínum til þessa á leiktíðinni.

Pavel Ermolinskij vill sjá hugarfarsbreytingu hjá Keflvíkingum þegar kemur að varnarleik. Hann elskar hugarfarið sóknarlega en sama hegðun gangi einfaldlega ekki upp varnarlega.

Keflavík lagði KR með sex stigum í síðustu umferð Bónus-deild karla í körfubolta, 94-88. Í Körfuboltakvöldi var farið yfir leikinn og þar kom varnarleikur Keflavíkur til sögunnar. Pavel og Helgi Már Magnússon væru til í að sjá menn sýna örlítið meira stolt í vörninni.

„Það er sóknarþungi þarna, þeir fara ekkert leynt með það. Þetta er sóknarlið og þeir leggja áherslu á sóknarleik, það er ekkert vandamál fyrir mér. Ég styð það, það eru þeirra gildi og allt það,“ sagði Pavel og hélt áfram.

Pavel sagði hins vegar að hegðun leikmanna þegar kemur að varnarleik sé einfaldlega ekki í boði, sama hvert uppleggið er.

„Ég er að horfa mjög mikið til leikmannanna og að þeir viti betur. Ef þú missir leikmann framhjá þér þá á þér að líða smá illa með það, það á að særa stolt þitt. Ég er ekki að sjá þetta hjá Keflavík.“

Pavel sagðist þó elska þetta hugarfar þegar kemur að sóknarleik, að menn stressi sig ekki ef boltinn fer ekki ofan í.

„Það er enginn lítill í sér, það er bara áfram gakk. Ég elska það en ekki yfirfæra sama viðhorf á varnarleikinn ykkar,“ sagði Pavel áður en Helgi Már greip orðið.

Klippa: Pa­vel um varnar­leik Kefla­víkur: Á að særa stolt þitt

„Maður upplifir eins og þeir hafi ekki áhyggjur af því þeir skori bara meira hinum megin, að það sé hugsunarhátturinn.“

Umræðu Körfuboltakvölds um varnarleik Keflvíkinga má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×