Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 09:15 Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum var misboðið og mótmæltu ummælum síns æðsta yfirmanns á opinberum vettvangi. Á fundi borgarstjórnar þann dag samþykkti borgarstjórn að taka ummæli borgarstjóra til umræðu en frestaði jafnframt þeirri umræðu. Það má sjá í lið 11 í fundargerð fundarins. Tveimur dögum síðar hittu formenn og varaformenn kennarafélaganna í Reykjavík borgarstjóra á fundi þar sem ummælin voru rædd auk mótmælanna og mikilvægi kennarastarfsins. Vissulega er það virðingarvert að sá fundur hafi verið haldinn og tækifæri til samtals skuli hafa verið gripið. Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn borgarstjórnarfundur á ný. Sé dagskrá fundarins skoðuð má sjá að þar er hvergi að finna umræðu um ummæli borgarstjórans sem þó hafði verið samþykkt að taka til umræðu. Mér er því spurn: Hvenær stendur til að borgarstjórn ræði fyrrnefnd ummæli? Það liggur fyrir í fundargerð að ummælin verði tekin til umræðu en ekki er tekið fram hvenær það skuli gert. Orðum fylgir ábyrgð og það verður áhugavert að fylgjast með dagskrá komandi borgarstjórnarfunda því það virðist vera ákveðin list að fresta því sem óþægilegt er að ræða. Það er ábyrgðarhluti ef fulltrúar í borgarstjórn láta þetta mál, sem varðar fjölmennustu starfsstétt borgarinnar, sem vind um eyru þjóta. Það er auk þess ánægjulegt að lesa fréttir af væntanlegum hagnaði í rekstri borgarinnar en ég get ekki varist því að fá óbragð í munninn við lesturinn. Hávært ákall er frá kennurum um bætt starfsskilyrði, bætt launakjör og umbætur á hinum ýmsu úrræðum í skólakerfinu. Til að ná fram þessum hagnaði munum við horfa upp á niðurskurð í kerfi sem löngu er komið að þolmörkum. Ég efast ekki um að það sé góð tilfinning að vera við stjórnvölinn og ná fram heppilegum tölum í rekstrinum en að sama skapi velti ég því fyrir mér hverju sé raunverulega fórnað fyrir hagnaðartölurnar. Getum við í heiðarleika og einlægni talað um hagnað ef samfélaginu blæðir til að ná honum fram? Niðurskurður á skóla- og frístundasviði þýðir óumflýjanlega skerðingu á þjónustu. Slík skerðing gæti verið í formi mönnunarvanda, sem nú þegar er ört stækkandi vandi, vöntun á stuðningi og úrræðum sem áður voru til staðar, vöntun á nýjum úrræðum sem þarf að stofna til, stækka eða fjölga, lengri biðlistum í greiningarferlum, minna fjármagni til bóka- og námsefniskaupa og svo mætti lengi telja. Það er til lítils að ætlast til að fá gæðamenntun fyrir barnið sitt ef ekki tekst að manna skólana með fagmenntuðum kennurum. Svo einfalt er það. Kjarabarátta kennara snýst nefnilega að miklu leyti um einmitt það, að berjast fyrir auknum gæðum, fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu til að bjóða upp á gæðamenntun til framtíðar. Það er raunverulegur hagnaður fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum var misboðið og mótmæltu ummælum síns æðsta yfirmanns á opinberum vettvangi. Á fundi borgarstjórnar þann dag samþykkti borgarstjórn að taka ummæli borgarstjóra til umræðu en frestaði jafnframt þeirri umræðu. Það má sjá í lið 11 í fundargerð fundarins. Tveimur dögum síðar hittu formenn og varaformenn kennarafélaganna í Reykjavík borgarstjóra á fundi þar sem ummælin voru rædd auk mótmælanna og mikilvægi kennarastarfsins. Vissulega er það virðingarvert að sá fundur hafi verið haldinn og tækifæri til samtals skuli hafa verið gripið. Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn borgarstjórnarfundur á ný. Sé dagskrá fundarins skoðuð má sjá að þar er hvergi að finna umræðu um ummæli borgarstjórans sem þó hafði verið samþykkt að taka til umræðu. Mér er því spurn: Hvenær stendur til að borgarstjórn ræði fyrrnefnd ummæli? Það liggur fyrir í fundargerð að ummælin verði tekin til umræðu en ekki er tekið fram hvenær það skuli gert. Orðum fylgir ábyrgð og það verður áhugavert að fylgjast með dagskrá komandi borgarstjórnarfunda því það virðist vera ákveðin list að fresta því sem óþægilegt er að ræða. Það er ábyrgðarhluti ef fulltrúar í borgarstjórn láta þetta mál, sem varðar fjölmennustu starfsstétt borgarinnar, sem vind um eyru þjóta. Það er auk þess ánægjulegt að lesa fréttir af væntanlegum hagnaði í rekstri borgarinnar en ég get ekki varist því að fá óbragð í munninn við lesturinn. Hávært ákall er frá kennurum um bætt starfsskilyrði, bætt launakjör og umbætur á hinum ýmsu úrræðum í skólakerfinu. Til að ná fram þessum hagnaði munum við horfa upp á niðurskurð í kerfi sem löngu er komið að þolmörkum. Ég efast ekki um að það sé góð tilfinning að vera við stjórnvölinn og ná fram heppilegum tölum í rekstrinum en að sama skapi velti ég því fyrir mér hverju sé raunverulega fórnað fyrir hagnaðartölurnar. Getum við í heiðarleika og einlægni talað um hagnað ef samfélaginu blæðir til að ná honum fram? Niðurskurður á skóla- og frístundasviði þýðir óumflýjanlega skerðingu á þjónustu. Slík skerðing gæti verið í formi mönnunarvanda, sem nú þegar er ört stækkandi vandi, vöntun á stuðningi og úrræðum sem áður voru til staðar, vöntun á nýjum úrræðum sem þarf að stofna til, stækka eða fjölga, lengri biðlistum í greiningarferlum, minna fjármagni til bóka- og námsefniskaupa og svo mætti lengi telja. Það er til lítils að ætlast til að fá gæðamenntun fyrir barnið sitt ef ekki tekst að manna skólana með fagmenntuðum kennurum. Svo einfalt er það. Kjarabarátta kennara snýst nefnilega að miklu leyti um einmitt það, að berjast fyrir auknum gæðum, fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu til að bjóða upp á gæðamenntun til framtíðar. Það er raunverulegur hagnaður fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun