Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:15 Náttúruvernd er loftslagsvernd er eitt að slagorðum Landverndar – sem ég tek að láni. Heilbrigð náttúra er undirstaða velsældar alls mannkynsins. Án heilbrigðar náttúru er ekkert líf á Jörðinni okkar, hvorki menn né dýr - því heilbrigð vistkerfi eru lungu Jarðarinnar, binda kolefni og framleiða það súrefni sem við öndum að okkur. Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um að draga úr útblæstri og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það hefur gengið mjög á líffjölbreytileika heimsins síðastliðin 10.000 ár en þegar ísöld lauk var t.d. lífmassi villtra dýra 99% og maðurinn 1%. Nú eru húsdýr 60%, maðurinn 36% og villt dýr einungis 4%. Líffjölbreytileikinn hefur því hnignað ótrúlega mikið. Vistkerfin binda kolefni í plöntum og jarðvegi – þess vegna er verndun óspilltrar náttúru og auðgun hnignandi náttúru lífsnauðsynleg fyrir nútíðina og framtíðina. Lang mesta losunin á Íslandi er frá hnignuðu landi, þar sem skógur hefur verið hogginn og jarðvegur tapast auk votlendis sem hefur verið þurrkað upp. Mælt hefur verið með því að 30% lands og 30% hafsvæða verði vernduð til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi erum við að komast upp í 30 prósentin á landi en vantar verulega upp á verndun hafsvæða. Píratar hafa lagt fram mikilvæg þingmál til náttúruverndar. Þar á meðal er tillaga um að gera vistmorð refsivert, en það er eitt stærsta skref sem myndi vernda stór vistkerfi með einni lagasetningu. Nú þegar hefur þetta verið samþykkt í Evrópuþinginu og öll ESB löndin verða að innleiða lögin innan tveggja ára. Píratar hafa tvisvar lagt fram frumvarp um bann á hvalveiðum því bæði eru dýrin drepin á ómannúðlegan máta, en einnig eru hvalir verkfræðingar hafanna. Þeir fara niður á meira en kílómetra dýpi til að ná sér í fæðu, koma síðan upp á yfirborðið til að anda, og skilja eftir sinn úrgang (saur og þvag) sem inniheldur mikilvæg næringarefni eins og járn og köfnunarefni fyrir jurtasvif. Svif er neðst í fæðukeðjunni í höfunum, og því má segja að því fleirri hvalir, því meira af svifi og því meira af fiskum í sjónum - frá sílum og síld upp í nytjastofnana okkar. Píratar eru miklir náttúruverndarsinnar og vilja takast á við loftslagsvandann og hnignun líffjölbreytileika á skilmerkan hátt með markmiðum sem farið er eftir. Stefna Pírata í umhverfis og loftslagsmálum er metnaðarfyllst af stefnu allra flokka í þessum málaflokkum. Þess til marks fengu Píratar hæstu einkun fyrir síðustu kosningar frá mati sem Ungir umhverfissinnar kalla Sólina. Munum einnig að hagsæld er 100% háð náttúrunni – samkvæmt hinni svo kölluðu yfir 600 bls skýrslu hagfræðingis Partha Dasgupta við Cambridgeháskóla. Þannig að náttúruvernd er undirstaða hagsældar. Vinnum því með náttúrunni sem við erum hluti af. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. #kjóstuöðruvísi Höfundur er prófessor emerita, í stjórn Landverndar og Hringrásarseturs, meðlimur í Aldin – samtökum eldri borgara gegn loftslagsvánni, og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Umhverfismál Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Náttúruvernd er loftslagsvernd er eitt að slagorðum Landverndar – sem ég tek að láni. Heilbrigð náttúra er undirstaða velsældar alls mannkynsins. Án heilbrigðar náttúru er ekkert líf á Jörðinni okkar, hvorki menn né dýr - því heilbrigð vistkerfi eru lungu Jarðarinnar, binda kolefni og framleiða það súrefni sem við öndum að okkur. Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um að draga úr útblæstri og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það hefur gengið mjög á líffjölbreytileika heimsins síðastliðin 10.000 ár en þegar ísöld lauk var t.d. lífmassi villtra dýra 99% og maðurinn 1%. Nú eru húsdýr 60%, maðurinn 36% og villt dýr einungis 4%. Líffjölbreytileikinn hefur því hnignað ótrúlega mikið. Vistkerfin binda kolefni í plöntum og jarðvegi – þess vegna er verndun óspilltrar náttúru og auðgun hnignandi náttúru lífsnauðsynleg fyrir nútíðina og framtíðina. Lang mesta losunin á Íslandi er frá hnignuðu landi, þar sem skógur hefur verið hogginn og jarðvegur tapast auk votlendis sem hefur verið þurrkað upp. Mælt hefur verið með því að 30% lands og 30% hafsvæða verði vernduð til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi erum við að komast upp í 30 prósentin á landi en vantar verulega upp á verndun hafsvæða. Píratar hafa lagt fram mikilvæg þingmál til náttúruverndar. Þar á meðal er tillaga um að gera vistmorð refsivert, en það er eitt stærsta skref sem myndi vernda stór vistkerfi með einni lagasetningu. Nú þegar hefur þetta verið samþykkt í Evrópuþinginu og öll ESB löndin verða að innleiða lögin innan tveggja ára. Píratar hafa tvisvar lagt fram frumvarp um bann á hvalveiðum því bæði eru dýrin drepin á ómannúðlegan máta, en einnig eru hvalir verkfræðingar hafanna. Þeir fara niður á meira en kílómetra dýpi til að ná sér í fæðu, koma síðan upp á yfirborðið til að anda, og skilja eftir sinn úrgang (saur og þvag) sem inniheldur mikilvæg næringarefni eins og járn og köfnunarefni fyrir jurtasvif. Svif er neðst í fæðukeðjunni í höfunum, og því má segja að því fleirri hvalir, því meira af svifi og því meira af fiskum í sjónum - frá sílum og síld upp í nytjastofnana okkar. Píratar eru miklir náttúruverndarsinnar og vilja takast á við loftslagsvandann og hnignun líffjölbreytileika á skilmerkan hátt með markmiðum sem farið er eftir. Stefna Pírata í umhverfis og loftslagsmálum er metnaðarfyllst af stefnu allra flokka í þessum málaflokkum. Þess til marks fengu Píratar hæstu einkun fyrir síðustu kosningar frá mati sem Ungir umhverfissinnar kalla Sólina. Munum einnig að hagsæld er 100% háð náttúrunni – samkvæmt hinni svo kölluðu yfir 600 bls skýrslu hagfræðingis Partha Dasgupta við Cambridgeháskóla. Þannig að náttúruvernd er undirstaða hagsældar. Vinnum því með náttúrunni sem við erum hluti af. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. #kjóstuöðruvísi Höfundur er prófessor emerita, í stjórn Landverndar og Hringrásarseturs, meðlimur í Aldin – samtökum eldri borgara gegn loftslagsvánni, og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun