„Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 14:32 Valur varð Íslandsmeistari með talsverðum yfirburðum 2020 en hefur síðan þá ekki verið í baráttu um titilinn. vísir/anton Valur stendur Breiðabliki og Víkingi, bestu liðum Bestu deildar karla, langt að baki og getur ekki stytt sér leið á toppinn. Þetta sagði Baldur Sigurðsson í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem tímabilið 2024 í Bestu deild karla var gert upp. Valur endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar með 44 stig, átján stigum á eftir Íslandsmeisturum Breiðabliks. Valsmenn fengu ellefu stigum minna en tímabilið 2023 þegar þeir lentu í 2. sæti. Baldur segir að Valur gæti þurft að sýna þolinmæði í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum síðan 2020. „Þetta sýnir okkur að grunnurinn er alltaf sterkari en kaupstefnan. Að reyna að búa til sigurlið fyrir mót þegar þú ert ekki með grunninn sem Víkingur og Breiðablik hafa byggt upp síðustu 3-4 ár,“ sagði Baldur í Besta sætinu. „Það er það sem Valur þarf að gera núna. Þeir munu ekki geta smíðað sigurlið einn, tveir og þrír með því að kaupa inn dýra leikmenn. Það er ekki þannig.“ Bilið rosalega breitt Í byrjun ágúst var Arnari Grétarssyni sagt upp sem þjálfara Vals og við tók Srdjan Tufegdzic. Valsmenn unnu aðeins fjóra af tólf deildarleikjum undir stjórn Túfa. „Þeir ætla að treysta á Túfa. Hvað gerir hann með liðið í vetur? Í hvaða átt fer hann með liðið? Breytist eitthvað frá því sem við sáum undir lok móts? Það er búið að tala um þennan Túfabolta. Ætla þeir að breyta eitthvað út af því?“ sagði Baldur. „Það eru spennandi tímar framundan en mjög ærið verkefni fyrir Val því þeir eru svo rosalega langt á eftir Víkingi og Breiðabliki. Það kemur ekkert á óvart í ljósi þess hvað þarf til að velta þeim úr sessi. Þau eru svo langt, langt á undan öðrum liðum í dag.“ Túfa þarf trú Hingað til hefur Túfa verið kenndur við vel skipulagðan varnarleik en þrátt fyrir það hélt Valur aldrei hreinu eftir að hann tók við. „Við erum ekki að tala eitthvað niðrandi um Túfa sem þjálfara. Hann er góður þjálfari og væri ekki kominn í Val nema hann væri góður þjálfari. Hann er góður að „drilla“ lið og það fer mikil vinna í þetta, langar æfingar, og hann vill að liðið sitt sé í góðum takti og hafi skilning á sínum hlutverkum, fyrst og fremst í varnarleiknum,“ sagði Baldur. „En leikmennirnir þurfa líka að vilja gera það. Þú getur verið með gott upplegg en þú þarft að fá menn til að trúa á það sem þú ert að gera. Það er helsta verkefni hvers þjálfara og helsta verkefni Túfa er að fá leikmenn til að kaupa það sem hann ætlar að láta þá gera. Ef það tekst munu þeir ná árangri því gæðin eru svo sannarlega til staðar.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Tengdar fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Valur endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar með 44 stig, átján stigum á eftir Íslandsmeisturum Breiðabliks. Valsmenn fengu ellefu stigum minna en tímabilið 2023 þegar þeir lentu í 2. sæti. Baldur segir að Valur gæti þurft að sýna þolinmæði í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum síðan 2020. „Þetta sýnir okkur að grunnurinn er alltaf sterkari en kaupstefnan. Að reyna að búa til sigurlið fyrir mót þegar þú ert ekki með grunninn sem Víkingur og Breiðablik hafa byggt upp síðustu 3-4 ár,“ sagði Baldur í Besta sætinu. „Það er það sem Valur þarf að gera núna. Þeir munu ekki geta smíðað sigurlið einn, tveir og þrír með því að kaupa inn dýra leikmenn. Það er ekki þannig.“ Bilið rosalega breitt Í byrjun ágúst var Arnari Grétarssyni sagt upp sem þjálfara Vals og við tók Srdjan Tufegdzic. Valsmenn unnu aðeins fjóra af tólf deildarleikjum undir stjórn Túfa. „Þeir ætla að treysta á Túfa. Hvað gerir hann með liðið í vetur? Í hvaða átt fer hann með liðið? Breytist eitthvað frá því sem við sáum undir lok móts? Það er búið að tala um þennan Túfabolta. Ætla þeir að breyta eitthvað út af því?“ sagði Baldur. „Það eru spennandi tímar framundan en mjög ærið verkefni fyrir Val því þeir eru svo rosalega langt á eftir Víkingi og Breiðabliki. Það kemur ekkert á óvart í ljósi þess hvað þarf til að velta þeim úr sessi. Þau eru svo langt, langt á undan öðrum liðum í dag.“ Túfa þarf trú Hingað til hefur Túfa verið kenndur við vel skipulagðan varnarleik en þrátt fyrir það hélt Valur aldrei hreinu eftir að hann tók við. „Við erum ekki að tala eitthvað niðrandi um Túfa sem þjálfara. Hann er góður þjálfari og væri ekki kominn í Val nema hann væri góður þjálfari. Hann er góður að „drilla“ lið og það fer mikil vinna í þetta, langar æfingar, og hann vill að liðið sitt sé í góðum takti og hafi skilning á sínum hlutverkum, fyrst og fremst í varnarleiknum,“ sagði Baldur. „En leikmennirnir þurfa líka að vilja gera það. Þú getur verið með gott upplegg en þú þarft að fá menn til að trúa á það sem þú ert að gera. Það er helsta verkefni hvers þjálfara og helsta verkefni Túfa er að fá leikmenn til að kaupa það sem hann ætlar að láta þá gera. Ef það tekst munu þeir ná árangri því gæðin eru svo sannarlega til staðar.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Tengdar fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46
Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32
„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16