Fótbolti

„Langar að svara fyrir okkur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ari Sigurpálsson í leik með Víkingum.
Ari Sigurpálsson í leik með Víkingum. vísir/Anton Brink

Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, segir leikmenn liðsins vilja svara fyrir sig í dag þegar þeir mæta Borac í Sambandsdeild Evrópu.

Víkingur tapaði fyrir Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. Var þetta annar úrslitaleikurinn sem liðið tapar í ár en það fór alla leið í bikarúrslit en laut þar í gras gegn KA.

„Rosalega erfitt fyrstu dagana, að tapa þessum úrslitaleik. Töpuðum líka í úrslitum á móti KA sem gerði þetta aðeins meira svekkjandi. Æfingavikan er búin að vera góð en fengum kærkomið frí um helgina. Búnir að æfa vel, búnir að æfa á fullu. Okkur langar að svara fyrir okkur, fyrir þessi úrslit á móti Blikum.“

Leikur Víkings og Borac í Sambandsdeild Evrópu hefst klukkan 14.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst 14.10.

Komnir á blað en vilja meira

„Það gefur okkur sjálfstraust og gott að vera búnir að ná í þessu fyrstu þrjú stig. Það eru fjórir leikir eftir og við getum náð i fleiri stig. Við ætlum okkur að vera í þessum fyrstu 24 sætum, hvort sem það er í topp átta eða 24. Það kemur í ljós.“

Um lið Borac

„Þeir eru búnir að ná í fjögur stig á móti sterkum liðum þannig ég býst við mjög erfiðum leik. Held þeir kunni á Evrópu og þetta verði allt öðruvísi leikur en á móti Cercle Brugge.“

„Auðvitað er ég bjartsýnn á góð úrslit. Ég held við vinnum leikinn en við þurfum fyrst að mæta til leiks og spila okkar leik, þá vinnum við leikinn,“ sagði Ari að endingu.

Klippa: „Langar að svara fyrir okkur“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×