Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2024 18:49 Yngvi, Stacey og Siggeir. Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til hugbúnaðarfyrirtækisins Wisefish ehf. Fyrirtækið starfar á sviði viðskiptalausna fyrir sjávarútveg og er hugbúnaður þess notaður víðsvegar um heiminn. Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn sem forstjóri félagsins, Stacey Katz hefur tekið við stöðu fjármálastjóra og Siggeir Örn Steinþórsson verður framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Í tilkynningu frá Wisefish segir einnig að fjárfestingarfélagið Adira, sem er aðaleigandi félagsins, hafi skuldbundið sig til að segja inn nýtt fjármagn til að styðja við vöxt Wisefish. „Fyrir hönd Adira þá erum við mjög ánægð að fá reynslumikla stjórnendur í þeim Yngva, Stacey og Siggeir til liðs við það frábæra starfsfólk og stjórnendur sem nú þegar eru hjá Wisefish. Lausnir félagsins hafa fylgt íslenskum sjávarútvegi í tugi ára og hefur mikið af starfsfólki félagsins unnið að lausnunum frá upphafi og er því hafsjór af þekkingu í bæði sjávarútvegi og hugbúnaði í félaginu. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest í að þróa lausnir félagsins þannig að hægt sé að selja þær sem hugbúnað sem þjónustu (SaaS). Wisefish kerfið er lykilstoð í rekstri viðskiptavina okkar og samhliða því hafa kröfur um áreiðanlegan rekjanleika í matvælaframleiðslu aukist sem hefur gert það að verkum að markaðsþörfin fyrir Wisefish er mikil. Með aukinni áherslu, sterkari markaðsnálgun á erlenda markaði og umbætum í rekstri, höfum við miklar væntingar til félagsins á komandi árum,” segir Valgarð Már Valgarðsson, stjórnarformaður Wisefish, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einni farið yfir ferla hinna nýju stjórnenda: Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn forstjóri. Yngvi kynntist Wisefish félaginu fyrst sem stjórnarmaður en tók síðar við sem tímabundinn forstjóri í apríl 2024. Yngvi starfaði síðast hjá Sýn frá árinu 2019. Síðast sem forstjóri Sýnar en þar áður rekstrarstjóri (COO) en Yngvi var einnig í vara- og aðalstjórn þar frá 2014. Yngvi starfaði einnig hjá Össur í ýmsum stjórnunarstöðum í 10 ár og áður en hann fór til Sýnar sem meðeigandi í Alfa Framtak. Yngvi er með B.S. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Stacey Katz tekur við sem nýr fjármálastjóri. Stacey hefur starfað síðastliðin 10 ár hjá Marel í ýmsum stjórnunarstöðum en nú síðast sem fjármálastjóri. Stacey er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Cornell University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Stacey er löggiltur endurskoðandi frá New York og er með langa reynslu sem bæði endurskoðandi og ráðgjafi í bæði Bandaríkjunum og Íslandi í ýmsum starfsgreinum Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Siggeir hefur varið síðustu 12 árum sem leiðtogi í vöruþróun og leitt umbreytingar í ýmsum starfsgreinum og löndum fyrir Novo Nordisk, Arion Banka, Marel og nú síðast Sýn sem forstöðumaður vörustýringar og upplifun viðskiptavina. Siggeir er með MSc gráðu í verkfræði frá Technical University of Denmark. Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn sem forstjóri félagsins, Stacey Katz hefur tekið við stöðu fjármálastjóra og Siggeir Örn Steinþórsson verður framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Í tilkynningu frá Wisefish segir einnig að fjárfestingarfélagið Adira, sem er aðaleigandi félagsins, hafi skuldbundið sig til að segja inn nýtt fjármagn til að styðja við vöxt Wisefish. „Fyrir hönd Adira þá erum við mjög ánægð að fá reynslumikla stjórnendur í þeim Yngva, Stacey og Siggeir til liðs við það frábæra starfsfólk og stjórnendur sem nú þegar eru hjá Wisefish. Lausnir félagsins hafa fylgt íslenskum sjávarútvegi í tugi ára og hefur mikið af starfsfólki félagsins unnið að lausnunum frá upphafi og er því hafsjór af þekkingu í bæði sjávarútvegi og hugbúnaði í félaginu. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest í að þróa lausnir félagsins þannig að hægt sé að selja þær sem hugbúnað sem þjónustu (SaaS). Wisefish kerfið er lykilstoð í rekstri viðskiptavina okkar og samhliða því hafa kröfur um áreiðanlegan rekjanleika í matvælaframleiðslu aukist sem hefur gert það að verkum að markaðsþörfin fyrir Wisefish er mikil. Með aukinni áherslu, sterkari markaðsnálgun á erlenda markaði og umbætum í rekstri, höfum við miklar væntingar til félagsins á komandi árum,” segir Valgarð Már Valgarðsson, stjórnarformaður Wisefish, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einni farið yfir ferla hinna nýju stjórnenda: Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn forstjóri. Yngvi kynntist Wisefish félaginu fyrst sem stjórnarmaður en tók síðar við sem tímabundinn forstjóri í apríl 2024. Yngvi starfaði síðast hjá Sýn frá árinu 2019. Síðast sem forstjóri Sýnar en þar áður rekstrarstjóri (COO) en Yngvi var einnig í vara- og aðalstjórn þar frá 2014. Yngvi starfaði einnig hjá Össur í ýmsum stjórnunarstöðum í 10 ár og áður en hann fór til Sýnar sem meðeigandi í Alfa Framtak. Yngvi er með B.S. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Stacey Katz tekur við sem nýr fjármálastjóri. Stacey hefur starfað síðastliðin 10 ár hjá Marel í ýmsum stjórnunarstöðum en nú síðast sem fjármálastjóri. Stacey er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Cornell University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Stacey er löggiltur endurskoðandi frá New York og er með langa reynslu sem bæði endurskoðandi og ráðgjafi í bæði Bandaríkjunum og Íslandi í ýmsum starfsgreinum Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Siggeir hefur varið síðustu 12 árum sem leiðtogi í vöruþróun og leitt umbreytingar í ýmsum starfsgreinum og löndum fyrir Novo Nordisk, Arion Banka, Marel og nú síðast Sýn sem forstöðumaður vörustýringar og upplifun viðskiptavina. Siggeir er með MSc gráðu í verkfræði frá Technical University of Denmark.
Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira