Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. nóvember 2024 20:31 Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Erindi fræðimannsins „óháða“ er gjarnan að benda þeim á hann hlýða eða lesa, á skattalegt ofbeldi Sjálfstæðisflokksins gagnvart launþegum í landinu og þá gjarnan gegn þeim lægst launuðustu. Gengur meint ofbeldi út á það, að skattbyrði lægstu launa hafi hækkað. Máli sínu til stuðnings, nefnir hann gjarnan að lágmarkslaun hafi verið skattlaus, er staðgreiðsla skatta var tekin upp hér á landi. Á því herrans ári, voru lágmarkslaun í landinu heilar 41.700 krónur. En í dag eru þau um 409.000 kr. Árið 1989 voru skattleysismörkin 44.183 kr. , eru í dag 214.839. kr á mánuði. Ástæða meints ofbeldis er sögð sú að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun. Hefðu skattleysismörk fylgt launaþróun frá 1989, þá væru þau 442.346. kr. á mánuði. Enda launavísitalan hækkað um 901,17% frá árinu 1989. Eðlilegast er að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun, fremur en launaþróun. Á undanförnum 35 árum eða síðan staðgreiðslukerfi skatta var komið á eru þó frávik upp á 34. 000. kr. Engu að síður hlýtur hver maður sem ekki er „óháður“ fræðimaður, að sjá hversu fráleitt það væri að skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróun. Í dag eru meðallaun í landinu ca. 850.000. kr. Hvað ætli skattprósenta manns á meðallaunum þyrfti að vera há, svo tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti launþega væru þær sömu og eru í dag? Svo maður tali nú ekki um skattprósentur á laun lækna og fleiri sem milljón og meira í tekjur. Nýjustu sakfellingar fræðimannsins „óháða“ er aukin skattbyrði láglauna og millitekjufólks frá árinu 2013. Frá árinu 2013 hafa lágmarkslaun hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar hefur verðlag hækkað um 57,2% frá árinu 2013. Þannig að einhver er nú kaupmáttaraukningin. Í framhjáhlaupi má geta þess að verðlag hefur hækkað um 463% frá árinu 1989 á meðan launavístalan hefur hækkað eins og áður segir um 901,17% á sama tíma. Það er því alveg ljóst að kjör launafólks hafa batnað töluvert þann tíma sem fræðimaðurinn „óháði“ notar til viðmiðunar þegar hann sakfellir Sjálfstæðisflokkinn fyrir skattaofbeldi á launafólki í landinu. Tekjuskattur á launafólk hefur lækkað, en því miður ekki nógu mikið til að fría launafólk það fengið hefur allt að 100% launahækkun undan aukinni skattbyrði. Sem er þó dropi í hafið við hliðina á allri þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur þennan tíma. Og það á vakt hins illa Sjálfstæðisflokks! Fræðimaðurinn „óháði“ ætti kannski að reikna út skattbyrði fasteignaskatta í Reykjavík, þar sem Samfylkingin ræður ríkjum, á laun Reykvískra fasteignaeigenda frá árinu 2013. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kjaramál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Erindi fræðimannsins „óháða“ er gjarnan að benda þeim á hann hlýða eða lesa, á skattalegt ofbeldi Sjálfstæðisflokksins gagnvart launþegum í landinu og þá gjarnan gegn þeim lægst launuðustu. Gengur meint ofbeldi út á það, að skattbyrði lægstu launa hafi hækkað. Máli sínu til stuðnings, nefnir hann gjarnan að lágmarkslaun hafi verið skattlaus, er staðgreiðsla skatta var tekin upp hér á landi. Á því herrans ári, voru lágmarkslaun í landinu heilar 41.700 krónur. En í dag eru þau um 409.000 kr. Árið 1989 voru skattleysismörkin 44.183 kr. , eru í dag 214.839. kr á mánuði. Ástæða meints ofbeldis er sögð sú að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun. Hefðu skattleysismörk fylgt launaþróun frá 1989, þá væru þau 442.346. kr. á mánuði. Enda launavísitalan hækkað um 901,17% frá árinu 1989. Eðlilegast er að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun, fremur en launaþróun. Á undanförnum 35 árum eða síðan staðgreiðslukerfi skatta var komið á eru þó frávik upp á 34. 000. kr. Engu að síður hlýtur hver maður sem ekki er „óháður“ fræðimaður, að sjá hversu fráleitt það væri að skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróun. Í dag eru meðallaun í landinu ca. 850.000. kr. Hvað ætli skattprósenta manns á meðallaunum þyrfti að vera há, svo tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti launþega væru þær sömu og eru í dag? Svo maður tali nú ekki um skattprósentur á laun lækna og fleiri sem milljón og meira í tekjur. Nýjustu sakfellingar fræðimannsins „óháða“ er aukin skattbyrði láglauna og millitekjufólks frá árinu 2013. Frá árinu 2013 hafa lágmarkslaun hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar hefur verðlag hækkað um 57,2% frá árinu 2013. Þannig að einhver er nú kaupmáttaraukningin. Í framhjáhlaupi má geta þess að verðlag hefur hækkað um 463% frá árinu 1989 á meðan launavístalan hefur hækkað eins og áður segir um 901,17% á sama tíma. Það er því alveg ljóst að kjör launafólks hafa batnað töluvert þann tíma sem fræðimaðurinn „óháði“ notar til viðmiðunar þegar hann sakfellir Sjálfstæðisflokkinn fyrir skattaofbeldi á launafólki í landinu. Tekjuskattur á launafólk hefur lækkað, en því miður ekki nógu mikið til að fría launafólk það fengið hefur allt að 100% launahækkun undan aukinni skattbyrði. Sem er þó dropi í hafið við hliðina á allri þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur þennan tíma. Og það á vakt hins illa Sjálfstæðisflokks! Fræðimaðurinn „óháði“ ætti kannski að reikna út skattbyrði fasteignaskatta í Reykjavík, þar sem Samfylkingin ræður ríkjum, á laun Reykvískra fasteignaeigenda frá árinu 2013. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun