Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2024 10:31 Freyr Alexandersson þjálfari KV Kortrijk Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að ummæli sín um markvörðinn Mads Kikkenborg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyngby, hafi verið tekin úr samhengi en sá síðarnefndi skipti yfir til Anderlecht í Belgíu í upphafi árs. Freyr segir samband sitt og Kikkenborg mjög gott. Eftir að Freyr hafði tekið við þjálfarastöðunni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu KV Kortrijk ákvað Kikkenborg að söðla um og semja við Anderlecht sem einnig leikur í efstu deild Belgíu. Kikkenborg hafði verið að standa sig vel hjá Lyngby fram að þeim félagsskiptum og var eftirsóttur en í viðtali við belgíska miðilinn Het Nieuwsblad var haft eftir Frey að hann teldi að danski markvörðurinn myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Tækifærin fyrir Danann hjá Anderlecht hafa frá félagsskiptunum verið af skornum skammti. Þar hefur hann verið á eftir fyrirliða liðsins, Colin Coosemans, í goggunarröðinni. Kikkenborg lék þó sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunum í belgíska bikarnum og hafði blaðamaður Tipsbladet samband við Frey í kjölfar þess leiks og spurði Íslendinginn út í ummæli hans á sínum tíma um Kikkenborg. Freyr segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Mads Kikkenborg lék sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunumVísir/Getty „Og síðan þá hefur þetta mál dúkkað upp í fjölmiðlum aftur og aftur,“ segir Freyr í samtali við Tipsbladet. „Ég sagði að ég teldi Kikkenborg ekki eiga sér framtíð hjá Anderlecht. Ég tel að hann hafi verið fenginn til Anderlecht sem varamarkvörður og það hvernig Anderlecht vill spila fótbolta spilar kannski ekki inn á styrkleika Kikkenborg. Tíminn mun leiða það í ljós hvort hann spilar eða ekki.“ Freyr er hins vegar hrifinn af Kikkenborg. „Hann á að setja pressuna á Colin Coosemans sem hefur verið besti markvörður deildarinnar yfir lengri tíma að mínu mati. Það er erfitt fyrir Kikkenborg að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en þannig er fótboltinn stundum. Coosemans gæti meiðst í næstu viku og þá mun Kikkenborg fá tækifærið. Á því liggur enginn vafi. Ég vona að hann fái tækifæri til þess að sanna sig á einhverjum tímapunkti. En ég óttast þó einnig að, ef eitthvað gerist sem veldur því að Coosemans mun ekki geta spilað, að þá muni Anderlecht sækja annan markvörð sem er ekki með sömu eiginleika og Kikkenborg. Ég óska Kikkenborg alls hins besta. Ég er kannski hans mesti aðdáandi. Eða kannski er það fjölskylda hans. Mér þykir vænt um hann og hann veit það. Við eigum gott samband okkar á milli.“ Belgíski boltinn Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira
Eftir að Freyr hafði tekið við þjálfarastöðunni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu KV Kortrijk ákvað Kikkenborg að söðla um og semja við Anderlecht sem einnig leikur í efstu deild Belgíu. Kikkenborg hafði verið að standa sig vel hjá Lyngby fram að þeim félagsskiptum og var eftirsóttur en í viðtali við belgíska miðilinn Het Nieuwsblad var haft eftir Frey að hann teldi að danski markvörðurinn myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Tækifærin fyrir Danann hjá Anderlecht hafa frá félagsskiptunum verið af skornum skammti. Þar hefur hann verið á eftir fyrirliða liðsins, Colin Coosemans, í goggunarröðinni. Kikkenborg lék þó sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunum í belgíska bikarnum og hafði blaðamaður Tipsbladet samband við Frey í kjölfar þess leiks og spurði Íslendinginn út í ummæli hans á sínum tíma um Kikkenborg. Freyr segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Mads Kikkenborg lék sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunumVísir/Getty „Og síðan þá hefur þetta mál dúkkað upp í fjölmiðlum aftur og aftur,“ segir Freyr í samtali við Tipsbladet. „Ég sagði að ég teldi Kikkenborg ekki eiga sér framtíð hjá Anderlecht. Ég tel að hann hafi verið fenginn til Anderlecht sem varamarkvörður og það hvernig Anderlecht vill spila fótbolta spilar kannski ekki inn á styrkleika Kikkenborg. Tíminn mun leiða það í ljós hvort hann spilar eða ekki.“ Freyr er hins vegar hrifinn af Kikkenborg. „Hann á að setja pressuna á Colin Coosemans sem hefur verið besti markvörður deildarinnar yfir lengri tíma að mínu mati. Það er erfitt fyrir Kikkenborg að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en þannig er fótboltinn stundum. Coosemans gæti meiðst í næstu viku og þá mun Kikkenborg fá tækifærið. Á því liggur enginn vafi. Ég vona að hann fái tækifæri til þess að sanna sig á einhverjum tímapunkti. En ég óttast þó einnig að, ef eitthvað gerist sem veldur því að Coosemans mun ekki geta spilað, að þá muni Anderlecht sækja annan markvörð sem er ekki með sömu eiginleika og Kikkenborg. Ég óska Kikkenborg alls hins besta. Ég er kannski hans mesti aðdáandi. Eða kannski er það fjölskylda hans. Mér þykir vænt um hann og hann veit það. Við eigum gott samband okkar á milli.“
Belgíski boltinn Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira