Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2024 12:47 Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika? Þurfum við að hugsa skólakerfið uppá nýtt? Fræðsluskylda í stað skólaskyldu í efri bekkjum grunnskóla, er það raunhæft?. Já ég sé það sem mikið tækifæri í átt til jákvæðra breytinga. Hugsið ykkur! Þá geta krakkar ráðið því hvort þau mæta í skóla eða læra heima hjá sér með sínum hraða. Ég sé fyrir mér að kennslan fari fram á Netinu fyrir þá sem þess óska. Börnin geta lært á sínum hraða og áhuga. Þau geta valið sér kennara og námsefni. Búseta skiptir þarna engu máli. Hægt verður að sníða nám/fræðslu eftir einstaklingi. Öll erum við einstök og höfum hæfileika á misjöfnum sviðum. Sumir eru hópsálir aðrir einfarar. Ef við hugsum menntakerfið upp á nýtt með því að koma fræðslu út úr kennslustofunni þá stígum við mikilvæg skref inní framtíðina. Það þrífast ekki allir í þessum ramma sem kennslustofan er. Oft erum við að búa til vandmál þegar allir eru settir inní sama kassann, undir sömu kröfur, vitandi það að við erum misjöfn með mismunandi þarfir og hæfileika. Útkoman getur aldrei verið góð. Fangelsin eru kannski full af fólki sem ekki fékk tækifæri innan skólakerfisins? Þess vegna er komin tími til að hugsa út fyrir kassann, nota nútíma tækni sem Internetið er og gefa skólaskylduna upp á bátinn. Þetta myndi verða mikill léttir fyrir mörg heimili t.d. þarf ekki að argast í krökkunum að vakna fyrir allar aldir eða klára heimanámið á kvöldin. Þetta yrði mikill léttir fyrir kennara t.d. að losna við ólátabelgina sem hafa aldrei passað inní kennslustofuna, fyrir utan hversu miklu skemmtilegri kennsla það yrði fyrir kennara að fá að losna undan uppeldishlutverkinu sem þeir eru komnir í, í kennslustofunni. Þetta yrði líka mikill léttir fyrir marga krakka því þeim líður illa í stórum hóp, vinna best í einrúmi eða með fáum. Svo má ekki heldur gleyma því að sumum hentar einfaldlega ekki að vakna fyrr en undir hádegi og vinna best á kvöldin og á nóttunni. Og trúið mér, það eldist ekki af fólki! Einnig væri hægt að koma inn meiri verkmenntun og leyfa krökkum til dæmis að vinna með foreldrum sínum á vinnustað og ýta þannig undir það að við lærum með því að gera. Við þurfum að horfa meira á styrkleika og áhugasvið hvers og eins og ýta undir það, frekar en veikleikana. Þannig að ef við innleiðum fræðsluskyldu í stað skólaskyldu, myndi það hafa gífurlega jákvæð áhrif á einstaklinginn og allt samfélagið þegar upp er staðið. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og frumkvöðull og er frambjóðandi hjá Lýðræðisflokknum, 3. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika? Þurfum við að hugsa skólakerfið uppá nýtt? Fræðsluskylda í stað skólaskyldu í efri bekkjum grunnskóla, er það raunhæft?. Já ég sé það sem mikið tækifæri í átt til jákvæðra breytinga. Hugsið ykkur! Þá geta krakkar ráðið því hvort þau mæta í skóla eða læra heima hjá sér með sínum hraða. Ég sé fyrir mér að kennslan fari fram á Netinu fyrir þá sem þess óska. Börnin geta lært á sínum hraða og áhuga. Þau geta valið sér kennara og námsefni. Búseta skiptir þarna engu máli. Hægt verður að sníða nám/fræðslu eftir einstaklingi. Öll erum við einstök og höfum hæfileika á misjöfnum sviðum. Sumir eru hópsálir aðrir einfarar. Ef við hugsum menntakerfið upp á nýtt með því að koma fræðslu út úr kennslustofunni þá stígum við mikilvæg skref inní framtíðina. Það þrífast ekki allir í þessum ramma sem kennslustofan er. Oft erum við að búa til vandmál þegar allir eru settir inní sama kassann, undir sömu kröfur, vitandi það að við erum misjöfn með mismunandi þarfir og hæfileika. Útkoman getur aldrei verið góð. Fangelsin eru kannski full af fólki sem ekki fékk tækifæri innan skólakerfisins? Þess vegna er komin tími til að hugsa út fyrir kassann, nota nútíma tækni sem Internetið er og gefa skólaskylduna upp á bátinn. Þetta myndi verða mikill léttir fyrir mörg heimili t.d. þarf ekki að argast í krökkunum að vakna fyrir allar aldir eða klára heimanámið á kvöldin. Þetta yrði mikill léttir fyrir kennara t.d. að losna við ólátabelgina sem hafa aldrei passað inní kennslustofuna, fyrir utan hversu miklu skemmtilegri kennsla það yrði fyrir kennara að fá að losna undan uppeldishlutverkinu sem þeir eru komnir í, í kennslustofunni. Þetta yrði líka mikill léttir fyrir marga krakka því þeim líður illa í stórum hóp, vinna best í einrúmi eða með fáum. Svo má ekki heldur gleyma því að sumum hentar einfaldlega ekki að vakna fyrr en undir hádegi og vinna best á kvöldin og á nóttunni. Og trúið mér, það eldist ekki af fólki! Einnig væri hægt að koma inn meiri verkmenntun og leyfa krökkum til dæmis að vinna með foreldrum sínum á vinnustað og ýta þannig undir það að við lærum með því að gera. Við þurfum að horfa meira á styrkleika og áhugasvið hvers og eins og ýta undir það, frekar en veikleikana. Þannig að ef við innleiðum fræðsluskyldu í stað skólaskyldu, myndi það hafa gífurlega jákvæð áhrif á einstaklinginn og allt samfélagið þegar upp er staðið. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og frumkvöðull og er frambjóðandi hjá Lýðræðisflokknum, 3. sæti í Reykjavík suður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun