„Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 22:02 Áslaug Arna og Ragnar Þór tókust á um efnahagsstefnu stjórnvalda á Sprengisandi. vísir/einar/arnar Ragnar Þór Ingólfsson frambjóðandi Flokks fólksins sakar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að loka augunum fyrir bágri stöðu Íslendinga. Tekist var á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Sprengisandi í dag. Þangað mættu fyrrnefnd Ragnar Þór og Áslaug Arna, auk Björns Levís Gunnarssonar oddvita Pírata í Reykjavík suður. Áslaug gat ekki tekið undir þau orð Ragnars Þórs að hér á landi hefði verið rekin efnahagsstefna sem ali á mikilli misskiptingu og aukinni fátækt. Umræðan sem hér er til umfjöllunar hefst eftir 27 mínútur: „Hér hefur verið mjög skýr efnahagsstefna sem hefur komið öllum til góða,“ sagði Áslaug. „Við sjáum að kaupmáttur þess lægst launaða hefur hækkað hvað mest. Við sjáum það mjög skýrlega með þeim ákvörðunum sem við höfum tekið, hvort sem það eru skattalækkanir eða hvernig haldið er á málum að kaupmáttur þeirra í lægstu hópunum hefur aukist hvað mest.“ Búið sé um hnútana hér á landi að fólk geti haft það betra. „Mér leiðist svo þegar landið okkar er talað svona mikið niður. Ég veit að það þarf að gera margt betur og vaxtastaðan er með þeim hætti að hún er í forgangi núna. En við getum samt ekki haldið einhverju fram algjörlega á skjön við þær staðreyndir sem við horfum á, þegar við horfum á það hvernig við búum um hnútana um alla hópa samfélagsins,“ sagði Áslaug. Kjarabætur rifnar jafnharðan af fólki Ragnar svaraði Áslaugu og sagði ljóst að misskipting væri að aukast gríðarlega. „Mér finnst bara mjög dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir raunverulegri stöðu. Við sjáum til dæmis bara leigumarkaðinn, ef þú ferð inn á myigloo-síðuna og skoðar fyrstu íbúð sem kemur upp: tveggja herbergja íbúð á 370 þúsund. Það er dýrara að leigja tveggja eða þriggja herbergja íbúð heldur en útborguð lágmarkslaun,“ sagði Ragnar og hélt áfram: „Hér er verið að tala um að hér sé allt í besta standi og kaupmáttur hafi aukist á lægstu laun. Auðvitað hefur kaupmáttur aukist en mikið af þeim ávinningi sem við höfum náð í kjarasamningum síðustu ár og kjarabætur sem við höfum náð síðustu ár fyrir fólkið okkar eru rifnar af þeim jafnharðan og meira til af fjármálakerfinu, bönkunum, í formi okurvaxta. Og síðan á leigumarkaðnum þar sem búið er að mynda algjöra skortsstöðu og ekki hefur verið pólitískur vilji, eða pólitískt hugrekki, til að viðurkenna þetta og koma með lausnir eins og við höfum bent á.“ „Það er ekki glansmynd eða að loka augunum fyrir stöðu Íslendinga þegar maður bendir einfaldlega á staðreyndir,“ sagði Áslaug. „Það má alveg tala um þær staðreyndir að við erum með ein hæstu laun í heimi og einn mesta launajöfnuð í heimi. Á sama tíma eru hér margar áskoranir. Ég trúi því að með einfaldara regluverki, með sjálfstæðisstefnunni sem lyftir öllum upp hvar sem þeir eru, að við náum meiri árangri á grundvelli þeirra gilda fyrir hvern sem er,“ sagði Áslaug Arna áður en Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi þurfti að ljúka þeim hluta þáttarins. Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Tekist var á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Sprengisandi í dag. Þangað mættu fyrrnefnd Ragnar Þór og Áslaug Arna, auk Björns Levís Gunnarssonar oddvita Pírata í Reykjavík suður. Áslaug gat ekki tekið undir þau orð Ragnars Þórs að hér á landi hefði verið rekin efnahagsstefna sem ali á mikilli misskiptingu og aukinni fátækt. Umræðan sem hér er til umfjöllunar hefst eftir 27 mínútur: „Hér hefur verið mjög skýr efnahagsstefna sem hefur komið öllum til góða,“ sagði Áslaug. „Við sjáum að kaupmáttur þess lægst launaða hefur hækkað hvað mest. Við sjáum það mjög skýrlega með þeim ákvörðunum sem við höfum tekið, hvort sem það eru skattalækkanir eða hvernig haldið er á málum að kaupmáttur þeirra í lægstu hópunum hefur aukist hvað mest.“ Búið sé um hnútana hér á landi að fólk geti haft það betra. „Mér leiðist svo þegar landið okkar er talað svona mikið niður. Ég veit að það þarf að gera margt betur og vaxtastaðan er með þeim hætti að hún er í forgangi núna. En við getum samt ekki haldið einhverju fram algjörlega á skjön við þær staðreyndir sem við horfum á, þegar við horfum á það hvernig við búum um hnútana um alla hópa samfélagsins,“ sagði Áslaug. Kjarabætur rifnar jafnharðan af fólki Ragnar svaraði Áslaugu og sagði ljóst að misskipting væri að aukast gríðarlega. „Mér finnst bara mjög dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir raunverulegri stöðu. Við sjáum til dæmis bara leigumarkaðinn, ef þú ferð inn á myigloo-síðuna og skoðar fyrstu íbúð sem kemur upp: tveggja herbergja íbúð á 370 þúsund. Það er dýrara að leigja tveggja eða þriggja herbergja íbúð heldur en útborguð lágmarkslaun,“ sagði Ragnar og hélt áfram: „Hér er verið að tala um að hér sé allt í besta standi og kaupmáttur hafi aukist á lægstu laun. Auðvitað hefur kaupmáttur aukist en mikið af þeim ávinningi sem við höfum náð í kjarasamningum síðustu ár og kjarabætur sem við höfum náð síðustu ár fyrir fólkið okkar eru rifnar af þeim jafnharðan og meira til af fjármálakerfinu, bönkunum, í formi okurvaxta. Og síðan á leigumarkaðnum þar sem búið er að mynda algjöra skortsstöðu og ekki hefur verið pólitískur vilji, eða pólitískt hugrekki, til að viðurkenna þetta og koma með lausnir eins og við höfum bent á.“ „Það er ekki glansmynd eða að loka augunum fyrir stöðu Íslendinga þegar maður bendir einfaldlega á staðreyndir,“ sagði Áslaug. „Það má alveg tala um þær staðreyndir að við erum með ein hæstu laun í heimi og einn mesta launajöfnuð í heimi. Á sama tíma eru hér margar áskoranir. Ég trúi því að með einfaldara regluverki, með sjálfstæðisstefnunni sem lyftir öllum upp hvar sem þeir eru, að við náum meiri árangri á grundvelli þeirra gilda fyrir hvern sem er,“ sagði Áslaug Arna áður en Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi þurfti að ljúka þeim hluta þáttarins.
Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira