Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 09:01 Síðastliðin sextíu ár hefur verið til nokkuð sem kallast Íslensk málnefnd. Verkefni málnefndarinnar eru öll unnin í þágu íslensku, tungumálsins sem er opinbert mál á Íslandi og hefur verið talað og skrifað á landinu í rúm þúsund ár. Um íslenska tungu eru til sérstök lög sem hafa að markmiði að vernda og efla tungumálið. Þar er meðal annars kveðið á um íslenskt táknmál og verkefni íslenskrar málnefndar. Þar er ekkert að finna um viðurlög eða refsingar. En það er til lítils að vísa aftur í tímann eða í lagabókstaf ef viðhorf landsmanna til íslensku er dauft eða ósýnilegt. En hvað vitum við um viðhorf landsmanna til íslensku? Fyrr á þessu ári lét Menningar- og viðskiptaráðuneytið gera viðhorfskönnun sem leiddi í ljós að 97 % landsmanna þykir vænt um íslenska tungu. Litlu færri sögðust nota íslensku mikið í daglegu lífi sínu en 66% sögðust hafa miklar áhyggjur af áhrifum ensku á færni barna og ungmenna í íslensku. Á degi íslenskrar tungu er ástæða til að fagna velviljanum sem birtist í því að nánast allir á Íslandi hafi sterkar og jákvæðar tilfinningar til tungumálsins og telji það skipta máli. Um leið má hvetja landsmenn til að nota tungumálið sem víðast og sem mest, sýna velvilja sinn og samtöðu í verki með því að vanda til verka og nýta þann gnægtabrunn sem tungumálið er til að skapa, tjá, gleðja, tengja, bulla, vinna, kenna, grínast, minnast , rökstyðja, hugsa og leika. Því er eins farið um íslensku og væntumþykjuna, því meira sem þetta tvennt er notað, því meira styrkist hvort tveggja. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin sextíu ár hefur verið til nokkuð sem kallast Íslensk málnefnd. Verkefni málnefndarinnar eru öll unnin í þágu íslensku, tungumálsins sem er opinbert mál á Íslandi og hefur verið talað og skrifað á landinu í rúm þúsund ár. Um íslenska tungu eru til sérstök lög sem hafa að markmiði að vernda og efla tungumálið. Þar er meðal annars kveðið á um íslenskt táknmál og verkefni íslenskrar málnefndar. Þar er ekkert að finna um viðurlög eða refsingar. En það er til lítils að vísa aftur í tímann eða í lagabókstaf ef viðhorf landsmanna til íslensku er dauft eða ósýnilegt. En hvað vitum við um viðhorf landsmanna til íslensku? Fyrr á þessu ári lét Menningar- og viðskiptaráðuneytið gera viðhorfskönnun sem leiddi í ljós að 97 % landsmanna þykir vænt um íslenska tungu. Litlu færri sögðust nota íslensku mikið í daglegu lífi sínu en 66% sögðust hafa miklar áhyggjur af áhrifum ensku á færni barna og ungmenna í íslensku. Á degi íslenskrar tungu er ástæða til að fagna velviljanum sem birtist í því að nánast allir á Íslandi hafi sterkar og jákvæðar tilfinningar til tungumálsins og telji það skipta máli. Um leið má hvetja landsmenn til að nota tungumálið sem víðast og sem mest, sýna velvilja sinn og samtöðu í verki með því að vanda til verka og nýta þann gnægtabrunn sem tungumálið er til að skapa, tjá, gleðja, tengja, bulla, vinna, kenna, grínast, minnast , rökstyðja, hugsa og leika. Því er eins farið um íslensku og væntumþykjuna, því meira sem þetta tvennt er notað, því meira styrkist hvort tveggja. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar