Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar 12. nóvember 2024 12:29 Þetta er stutt fréttaskýringin á hvalveiðidramatík síðustu daga ykkur til upplýsingar. Augljóslega vilja allir vita hver sökkti hvalveiðiskipinu áður en það sigldi úr höfn úr Sveppaborg. Þar að segja hver var svo ósvífinn að sökkva hvalveiðiskipi Sveppasveitarinnar enn einu sinni? Voru það kannski alveg sömu alþjóðlegu glæpamenn og áður? Ykkur til hjálpar er hér útlistun á helstu leikendum í kvalaveiðisögu síðustu daga: Svalur og Valur Obbosslega frægir blaðamenn í Sveppalandi. Svalur var einu sinni lyftudrengur í Sveppalandssjónvarpinu. Hann fékk það hlutverk að lyfta rannsóknarblaðamennsku í Sveppalandi á hærra plan. Með honum er vinur hans Valur. Hann er tvöfalt hærri, nánast með höfuðið í skýjunum, hvatvís draumóradrengur sem dreymir um spillingarlaust Sveppaland (gangi honum vel). Sveppagreifinn Vinur þeirra Svals og Val. Hann er með doktorsgráðu í baneitruðum sveppum, spillingarsveppum og á það til að gera allt vitlaust. Zorglúbb eða Sorg-klúbbi Hann er háaldraður hvalvísindaveiðimaður með mikið mikilmennskubrjálæði. Planar í leynd heimsyfirráð yfir Sveppalandi í krafti fyrirtækisins Hvalur og sveppur hf. Landsstjórinn í Sveppalandi Langbesti vinur Sorgklúbbs. Saman eru þeir í Sveppasveitinni sem rúlar og gorkúlar í flestum vafasömum dæmum. Landsstjórinn og Sveppasveitin kenna hins vegar jafnan Sveppagreifanum eða Sval og Val um allt sem miður fer. Don Engey Cortizone Kóninn er alþjóðlega betur þekktur sem Lucky teflon, ótrúlega heppinn fulltrúi Sveppasveitarinnar sem tekst alltaf að forðast sveppvísina. Tvöfaldi þríhyrningurinn Alþjóðleg glæpasamtök, skuggalega sérhæfð í djöfullegum plottum. Atburðarás Leynilegir útsendarar Tvöfalda þríhyrningsins gjörplata son Landsstjórans í Sveppalandi til að játa fullkomlega og hreint út hrikaleg áform um sveppavitlausar hvalveiðar gegn alveg ákveðnum sveppapólitískum og gorgkúlandi fjármálagreiðum. Þeir taka upp alla dásemdina og senda heila klabbið á Sval og Val. Blaðamennirnir fagna þessu innilega og birta heimildirnar samstundis. Landsstjórinn í Sveppalandi brjálast eins og í sveppavímu og kennir Sveppagreifanum um allt saman, nema hvað? Sveppasveitin styður hann alveg fullkomlega og allt verður sveppavitlaust. Hvað svo næst? Hefur Tvöfalda þríhyrningnum enn einu sinni tekist að sökkva hvalveiðibátum Sveppasveitarinnar í höfn Sveppaborgar á meðan sveppasötrandi vaktmenn sváfu á verðinum? Þurfa Svalur og Valur að fara í felur og starfa neðanjarðar, leita aftur í draumgóðu hippa-svepparæturnar? Við fylgjumst með og upplýsum ykkur. Sagan fæst líka á sveppabelgísku en þá kallast hún Spíró (Spirou) og Bjúró klikka á trúnó. En eins og allir vita þá eru rannsóknarblaðamenn alltaf að klikka á trúnó. Höfundur er heimspekingur og stjórnarformaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þetta er stutt fréttaskýringin á hvalveiðidramatík síðustu daga ykkur til upplýsingar. Augljóslega vilja allir vita hver sökkti hvalveiðiskipinu áður en það sigldi úr höfn úr Sveppaborg. Þar að segja hver var svo ósvífinn að sökkva hvalveiðiskipi Sveppasveitarinnar enn einu sinni? Voru það kannski alveg sömu alþjóðlegu glæpamenn og áður? Ykkur til hjálpar er hér útlistun á helstu leikendum í kvalaveiðisögu síðustu daga: Svalur og Valur Obbosslega frægir blaðamenn í Sveppalandi. Svalur var einu sinni lyftudrengur í Sveppalandssjónvarpinu. Hann fékk það hlutverk að lyfta rannsóknarblaðamennsku í Sveppalandi á hærra plan. Með honum er vinur hans Valur. Hann er tvöfalt hærri, nánast með höfuðið í skýjunum, hvatvís draumóradrengur sem dreymir um spillingarlaust Sveppaland (gangi honum vel). Sveppagreifinn Vinur þeirra Svals og Val. Hann er með doktorsgráðu í baneitruðum sveppum, spillingarsveppum og á það til að gera allt vitlaust. Zorglúbb eða Sorg-klúbbi Hann er háaldraður hvalvísindaveiðimaður með mikið mikilmennskubrjálæði. Planar í leynd heimsyfirráð yfir Sveppalandi í krafti fyrirtækisins Hvalur og sveppur hf. Landsstjórinn í Sveppalandi Langbesti vinur Sorgklúbbs. Saman eru þeir í Sveppasveitinni sem rúlar og gorkúlar í flestum vafasömum dæmum. Landsstjórinn og Sveppasveitin kenna hins vegar jafnan Sveppagreifanum eða Sval og Val um allt sem miður fer. Don Engey Cortizone Kóninn er alþjóðlega betur þekktur sem Lucky teflon, ótrúlega heppinn fulltrúi Sveppasveitarinnar sem tekst alltaf að forðast sveppvísina. Tvöfaldi þríhyrningurinn Alþjóðleg glæpasamtök, skuggalega sérhæfð í djöfullegum plottum. Atburðarás Leynilegir útsendarar Tvöfalda þríhyrningsins gjörplata son Landsstjórans í Sveppalandi til að játa fullkomlega og hreint út hrikaleg áform um sveppavitlausar hvalveiðar gegn alveg ákveðnum sveppapólitískum og gorgkúlandi fjármálagreiðum. Þeir taka upp alla dásemdina og senda heila klabbið á Sval og Val. Blaðamennirnir fagna þessu innilega og birta heimildirnar samstundis. Landsstjórinn í Sveppalandi brjálast eins og í sveppavímu og kennir Sveppagreifanum um allt saman, nema hvað? Sveppasveitin styður hann alveg fullkomlega og allt verður sveppavitlaust. Hvað svo næst? Hefur Tvöfalda þríhyrningnum enn einu sinni tekist að sökkva hvalveiðibátum Sveppasveitarinnar í höfn Sveppaborgar á meðan sveppasötrandi vaktmenn sváfu á verðinum? Þurfa Svalur og Valur að fara í felur og starfa neðanjarðar, leita aftur í draumgóðu hippa-svepparæturnar? Við fylgjumst með og upplýsum ykkur. Sagan fæst líka á sveppabelgísku en þá kallast hún Spíró (Spirou) og Bjúró klikka á trúnó. En eins og allir vita þá eru rannsóknarblaðamenn alltaf að klikka á trúnó. Höfundur er heimspekingur og stjórnarformaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar