Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:46 Welby við krýningu Karls III. Getty/Aaron Chown Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth. Welby, sem er æðsti leiðtogi Ensku biskupakirkjunnar, hefur sætt þrýstingi um að segja af sér, bæði innan kirkjunnar og utan. Hann hefur nú þegar gert Karli III Bretakonungi grein fyrir ákvörðun sinni. Í yfirlýsingu segist Welby sjá sig tilneyddan til að axla persónulega og stofnanalega ábyrgð á því sinnuleysi sem fórnarlömb Smyth sættu af hálfu kirkjunnar frá 2013, þegar hann sjálfur var upplýstur um brot Smyth. Þöggun kirkjunnar er rakin í skýrslu sem kom út í síðustu viku, þar sem fjallað er um glæpi sem Smyth er talinn hafa framið gegn um 130 drengjum á Bretlandseyjum á 8. og 9. áratug síðustu aldar og síðar í Zimbabwe og mögulega Suður-Afríku. Statement from the Archbishop of Canterbury.https://t.co/aNnuLBMapo pic.twitter.com/pIIR1911QU— Archbishop of Canterbury (@JustinWelby) November 12, 2024 Smyth, sem var valdamikill lögmaður og starfaði meðal annars innan kirkjunnar, lést árið 2018 en það var niðurstaða rannsóknarnefndar að sækja hefði mátt hann til saka ef Welby hefði farið með málið til lögreglu um leið og það komst upp. Welby segist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að það hefði þegar verið gert. Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að teljast verði ólíklegt að það sé rétt sem Welby hefur haldið fram, að hann hafi ekki heyrt af hegðun Smyth þegar báðir störfuðu hjá ungmennabúðum á vegum kirkjunnar fyrir mörgum áratugum. Smyth er sagður hafa beitt tugi drengja grófu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í um hálfa öld. Þegar upp komst um brot hans á Bretlandseyjum hafi honum verið leyft að flytjast til Afríku, þar sem hann hélt áfram uppteknum hætti. Welby hefur notið mikillar virðingar í embætti og fór meðal annars með stórt hlutverk í útför Elísabetar II Bretadrottningar og krýningu Karls. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Bretland Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Welby, sem er æðsti leiðtogi Ensku biskupakirkjunnar, hefur sætt þrýstingi um að segja af sér, bæði innan kirkjunnar og utan. Hann hefur nú þegar gert Karli III Bretakonungi grein fyrir ákvörðun sinni. Í yfirlýsingu segist Welby sjá sig tilneyddan til að axla persónulega og stofnanalega ábyrgð á því sinnuleysi sem fórnarlömb Smyth sættu af hálfu kirkjunnar frá 2013, þegar hann sjálfur var upplýstur um brot Smyth. Þöggun kirkjunnar er rakin í skýrslu sem kom út í síðustu viku, þar sem fjallað er um glæpi sem Smyth er talinn hafa framið gegn um 130 drengjum á Bretlandseyjum á 8. og 9. áratug síðustu aldar og síðar í Zimbabwe og mögulega Suður-Afríku. Statement from the Archbishop of Canterbury.https://t.co/aNnuLBMapo pic.twitter.com/pIIR1911QU— Archbishop of Canterbury (@JustinWelby) November 12, 2024 Smyth, sem var valdamikill lögmaður og starfaði meðal annars innan kirkjunnar, lést árið 2018 en það var niðurstaða rannsóknarnefndar að sækja hefði mátt hann til saka ef Welby hefði farið með málið til lögreglu um leið og það komst upp. Welby segist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að það hefði þegar verið gert. Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að teljast verði ólíklegt að það sé rétt sem Welby hefur haldið fram, að hann hafi ekki heyrt af hegðun Smyth þegar báðir störfuðu hjá ungmennabúðum á vegum kirkjunnar fyrir mörgum áratugum. Smyth er sagður hafa beitt tugi drengja grófu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í um hálfa öld. Þegar upp komst um brot hans á Bretlandseyjum hafi honum verið leyft að flytjast til Afríku, þar sem hann hélt áfram uppteknum hætti. Welby hefur notið mikillar virðingar í embætti og fór meðal annars með stórt hlutverk í útför Elísabetar II Bretadrottningar og krýningu Karls. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira