Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:46 Welby við krýningu Karls III. Getty/Aaron Chown Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth. Welby, sem er æðsti leiðtogi Ensku biskupakirkjunnar, hefur sætt þrýstingi um að segja af sér, bæði innan kirkjunnar og utan. Hann hefur nú þegar gert Karli III Bretakonungi grein fyrir ákvörðun sinni. Í yfirlýsingu segist Welby sjá sig tilneyddan til að axla persónulega og stofnanalega ábyrgð á því sinnuleysi sem fórnarlömb Smyth sættu af hálfu kirkjunnar frá 2013, þegar hann sjálfur var upplýstur um brot Smyth. Þöggun kirkjunnar er rakin í skýrslu sem kom út í síðustu viku, þar sem fjallað er um glæpi sem Smyth er talinn hafa framið gegn um 130 drengjum á Bretlandseyjum á 8. og 9. áratug síðustu aldar og síðar í Zimbabwe og mögulega Suður-Afríku. Statement from the Archbishop of Canterbury.https://t.co/aNnuLBMapo pic.twitter.com/pIIR1911QU— Archbishop of Canterbury (@JustinWelby) November 12, 2024 Smyth, sem var valdamikill lögmaður og starfaði meðal annars innan kirkjunnar, lést árið 2018 en það var niðurstaða rannsóknarnefndar að sækja hefði mátt hann til saka ef Welby hefði farið með málið til lögreglu um leið og það komst upp. Welby segist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að það hefði þegar verið gert. Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að teljast verði ólíklegt að það sé rétt sem Welby hefur haldið fram, að hann hafi ekki heyrt af hegðun Smyth þegar báðir störfuðu hjá ungmennabúðum á vegum kirkjunnar fyrir mörgum áratugum. Smyth er sagður hafa beitt tugi drengja grófu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í um hálfa öld. Þegar upp komst um brot hans á Bretlandseyjum hafi honum verið leyft að flytjast til Afríku, þar sem hann hélt áfram uppteknum hætti. Welby hefur notið mikillar virðingar í embætti og fór meðal annars með stórt hlutverk í útför Elísabetar II Bretadrottningar og krýningu Karls. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Bretland Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Welby, sem er æðsti leiðtogi Ensku biskupakirkjunnar, hefur sætt þrýstingi um að segja af sér, bæði innan kirkjunnar og utan. Hann hefur nú þegar gert Karli III Bretakonungi grein fyrir ákvörðun sinni. Í yfirlýsingu segist Welby sjá sig tilneyddan til að axla persónulega og stofnanalega ábyrgð á því sinnuleysi sem fórnarlömb Smyth sættu af hálfu kirkjunnar frá 2013, þegar hann sjálfur var upplýstur um brot Smyth. Þöggun kirkjunnar er rakin í skýrslu sem kom út í síðustu viku, þar sem fjallað er um glæpi sem Smyth er talinn hafa framið gegn um 130 drengjum á Bretlandseyjum á 8. og 9. áratug síðustu aldar og síðar í Zimbabwe og mögulega Suður-Afríku. Statement from the Archbishop of Canterbury.https://t.co/aNnuLBMapo pic.twitter.com/pIIR1911QU— Archbishop of Canterbury (@JustinWelby) November 12, 2024 Smyth, sem var valdamikill lögmaður og starfaði meðal annars innan kirkjunnar, lést árið 2018 en það var niðurstaða rannsóknarnefndar að sækja hefði mátt hann til saka ef Welby hefði farið með málið til lögreglu um leið og það komst upp. Welby segist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að það hefði þegar verið gert. Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að teljast verði ólíklegt að það sé rétt sem Welby hefur haldið fram, að hann hafi ekki heyrt af hegðun Smyth þegar báðir störfuðu hjá ungmennabúðum á vegum kirkjunnar fyrir mörgum áratugum. Smyth er sagður hafa beitt tugi drengja grófu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í um hálfa öld. Þegar upp komst um brot hans á Bretlandseyjum hafi honum verið leyft að flytjast til Afríku, þar sem hann hélt áfram uppteknum hætti. Welby hefur notið mikillar virðingar í embætti og fór meðal annars með stórt hlutverk í útför Elísabetar II Bretadrottningar og krýningu Karls. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira