Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Valdimar Birgisson skrifa 13. nóvember 2024 21:46 Við búum í samfélagi sem býður upp á mörg tækifæri og margt er sannarlega til fyrirmyndar og gott. En samfélag okkar einkennist líka af miklum hraða og þá er auðvelt að missa sjónar af því hvað það er sem mestu skiptir í lífinu, börnin okkar. Það þarf þorp til að ala upp barn er gjarnan sagt og það eru orð að sönnu. Við fullorðna fólkið, foreldrar og allir aðrir sem koma að uppeldi barna, þurfum að hlúa vel að þeim og hlusta á unga fólkið okkar, vera til staðar og leiðbeina því áreitið er svo mikið úr öllum áttum. Fjárfestum í framtíðinni Þó að samfélagið okkar sé gott og flest börn og ungmenni fái tækifæri til að blómstra þá sýna tölur okkur því miður að það eru sífellt fleiri ungmenni sem eru vansæl og sýna áhættuhegðun. Þá hefur barnaverndarmálum fjölgað mikið að undanförnu. Það er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að samfélagið taki höndum saman og bæti umhverfi og uppvaxtarmöguleika barna og fjárfesti þannig í framtíðinni. Við hér í Mosfellsbæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja eða bíða eftir því að einhver annar byrji og taki til hendinni. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í ágúst síðastliðnum að tillögur um markvissar aðgerðir í þágu forvarna skyldu liggja fyrir við framlagningu fjárhagsáætlunar. Nú liggur fyrir aðgerðaáætlun með markvissum, fjármögnuðum aðgerðum í þágu barna sem við munum verja 100 milljónum til á árinu 2025 til viðbótar við þau fjölmörgu verkefni á sviði forvarna sem þegar eru til staðar á vegum bæjarins. Til þess að ná sem bestum árangri þurfum við öll sem eitt að fara í þessa vegferð saman. Við þurfum nefnilega fjölbreyttar og víðtækar aðgerðir og þátttöku alls samfélagsins í þessu risastóra verkefni. Það þarf þjóðarátak. Börnin og framtíðin eiga það skilið. Aðgerðir í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 ákváðum við að setja börn og ungmenni í fyrsta sæti. Við ætlum, eins og áður sagði, að verja 100 milljónum til 27 markvissra forvarnaraðgerða á árinu. Aðgerðaráætlunin sem hefur verið unnin undir dyggri forystu Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar er ekki unnin í tómarúmi heldur byggir á niðurstöðum frá vinnustofum með sérfræðingum bæjarins, fundum og samtölum við unglinga, foreldra og forráðamenn. Aðgerðirnar skiptast í almennar forvarnir, snemmtækan stuðning og styrkingu barnaverndar. Dæmi um almennar forvarnir sem ráðist verður í er hækkun frístundastyrks, gerð samskiptasáttmála heimilis og skóla, aðstaða gerð fyrir rafíþróttir, rýmri opnun íþróttahúsa að kvöldlagi, námskeið fyrir foreldra og meira samstarf við foreldrafélögin í bænum. Í þeim aðgerðum sem snúa að snemmtækum stuðningi verður aukið aðgengi barna og unglinga að sálfræðingi í skólum Mosfellsbæjar og aukið aðgengi foreldra að símaráðgjöf sálfræðinga og félagsráðgjafa. Samstarf við Bergið í formi vikulegra opinna viðtalstíma í Mosfellsbæ verður tekið upp. Þá verður veitt fjármagn til íþróttafélaga til að auka framboð íþrótta fyrir börn með sértækar þarfir og börn af erlendum uppruna sem og fræðsla fyrir starfsfólk. Barnaverndin verður styrkt með því að efla stuðningsúrræði eins og hegðunarráðgjöf, stuðning inni á heimili og með uppeldisráðgjöf. Auk þess verður ráðinn sérstakur unglingaráðgjafi til barnaverndar. Það er vissulega áskorun að koma slíkri aðgerðaráætlun saman og finna fjármagn en við teljum að aðgerðir í málaflokknum þoli enga bið. Allar þessar aðgerðir eru mikilvægar til þess að ná að vinna vel með börnum og fjölskyldum þeirra áður en vandinn verður of stór. Þetta er okkar svar við þeim áskorunum sem við er að etja í umhverfi barna og fjölskyldna þeirra. Önnur sérhæfðari og bráðnauðsynleg úrræði eru á höndum ríkisvaldsins og við treystum því að þar verði tekið til hendinni hratt og vel. Hér má nálgast kynningu á aðgerðunum. Höfundar eru: Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar Valdimar Birgisson, starfandi oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Börn og uppeldi Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi sem býður upp á mörg tækifæri og margt er sannarlega til fyrirmyndar og gott. En samfélag okkar einkennist líka af miklum hraða og þá er auðvelt að missa sjónar af því hvað það er sem mestu skiptir í lífinu, börnin okkar. Það þarf þorp til að ala upp barn er gjarnan sagt og það eru orð að sönnu. Við fullorðna fólkið, foreldrar og allir aðrir sem koma að uppeldi barna, þurfum að hlúa vel að þeim og hlusta á unga fólkið okkar, vera til staðar og leiðbeina því áreitið er svo mikið úr öllum áttum. Fjárfestum í framtíðinni Þó að samfélagið okkar sé gott og flest börn og ungmenni fái tækifæri til að blómstra þá sýna tölur okkur því miður að það eru sífellt fleiri ungmenni sem eru vansæl og sýna áhættuhegðun. Þá hefur barnaverndarmálum fjölgað mikið að undanförnu. Það er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að samfélagið taki höndum saman og bæti umhverfi og uppvaxtarmöguleika barna og fjárfesti þannig í framtíðinni. Við hér í Mosfellsbæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja eða bíða eftir því að einhver annar byrji og taki til hendinni. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í ágúst síðastliðnum að tillögur um markvissar aðgerðir í þágu forvarna skyldu liggja fyrir við framlagningu fjárhagsáætlunar. Nú liggur fyrir aðgerðaáætlun með markvissum, fjármögnuðum aðgerðum í þágu barna sem við munum verja 100 milljónum til á árinu 2025 til viðbótar við þau fjölmörgu verkefni á sviði forvarna sem þegar eru til staðar á vegum bæjarins. Til þess að ná sem bestum árangri þurfum við öll sem eitt að fara í þessa vegferð saman. Við þurfum nefnilega fjölbreyttar og víðtækar aðgerðir og þátttöku alls samfélagsins í þessu risastóra verkefni. Það þarf þjóðarátak. Börnin og framtíðin eiga það skilið. Aðgerðir í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 ákváðum við að setja börn og ungmenni í fyrsta sæti. Við ætlum, eins og áður sagði, að verja 100 milljónum til 27 markvissra forvarnaraðgerða á árinu. Aðgerðaráætlunin sem hefur verið unnin undir dyggri forystu Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar er ekki unnin í tómarúmi heldur byggir á niðurstöðum frá vinnustofum með sérfræðingum bæjarins, fundum og samtölum við unglinga, foreldra og forráðamenn. Aðgerðirnar skiptast í almennar forvarnir, snemmtækan stuðning og styrkingu barnaverndar. Dæmi um almennar forvarnir sem ráðist verður í er hækkun frístundastyrks, gerð samskiptasáttmála heimilis og skóla, aðstaða gerð fyrir rafíþróttir, rýmri opnun íþróttahúsa að kvöldlagi, námskeið fyrir foreldra og meira samstarf við foreldrafélögin í bænum. Í þeim aðgerðum sem snúa að snemmtækum stuðningi verður aukið aðgengi barna og unglinga að sálfræðingi í skólum Mosfellsbæjar og aukið aðgengi foreldra að símaráðgjöf sálfræðinga og félagsráðgjafa. Samstarf við Bergið í formi vikulegra opinna viðtalstíma í Mosfellsbæ verður tekið upp. Þá verður veitt fjármagn til íþróttafélaga til að auka framboð íþrótta fyrir börn með sértækar þarfir og börn af erlendum uppruna sem og fræðsla fyrir starfsfólk. Barnaverndin verður styrkt með því að efla stuðningsúrræði eins og hegðunarráðgjöf, stuðning inni á heimili og með uppeldisráðgjöf. Auk þess verður ráðinn sérstakur unglingaráðgjafi til barnaverndar. Það er vissulega áskorun að koma slíkri aðgerðaráætlun saman og finna fjármagn en við teljum að aðgerðir í málaflokknum þoli enga bið. Allar þessar aðgerðir eru mikilvægar til þess að ná að vinna vel með börnum og fjölskyldum þeirra áður en vandinn verður of stór. Þetta er okkar svar við þeim áskorunum sem við er að etja í umhverfi barna og fjölskyldna þeirra. Önnur sérhæfðari og bráðnauðsynleg úrræði eru á höndum ríkisvaldsins og við treystum því að þar verði tekið til hendinni hratt og vel. Hér má nálgast kynningu á aðgerðunum. Höfundar eru: Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar Valdimar Birgisson, starfandi oddviti Viðreisnar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun