Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2024 11:01 Victor Wembanyama var valinn nýliði ársins í NBA á síðasta tímabili. getty/Ronald Cortes Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo skoruðu báðir fimmtíu stig eða meira í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Wembanyama skoraði fimmtíu stig þegar San Antonio Spurs vann Washington Wizards, 139-130. Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem leikmaður San Antonio skorar fimmtíu stig í venjulegum leiktíma. A HISTORIC night for Wemby. 🔥 Career-high 50 PTS🔥 Career-high 8 3PM🔥 Fourth-youngest player to score 50🔥 First Spurs player with 50+ PTS and 5+ 3PM pic.twitter.com/mCSSssKWPQ— NBA (@NBA) November 14, 2024 Hinn tuttugu ára og 314 daga gamli Wembanyama er sá fjórði yngsti í sögu NBA sem skorar fimmtíu stig í leik. Brandon Jennings er sá yngsti sem hefur afrekað það, tuttugu ára og 52 daga gamall. Wembanyama hitti úr átján af 29 skotum sínum, þar af átta af sextán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði Frakkinn sex stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst fyrir San Antonio sem er án þjálfara síns, Greggs Popovich, sem fékk vægt heilablóðfall í byrjun mánaðarins. Giannis gerði enn betur en Wenbenyama og skoraði 59 stig er Milwaukee Bucks sigraði Detroit Pistons, 127-120. Auk þess að skora 59 stig tók Giannis fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 21 af 34 skotum sínum utan af velli og sextán af sautján vítaskotum sínum. Giannis skoraði 22 af 24 stigum Milwaukee í 1. leikhluta. 59 POINTS for @Giannis_An34 🤯21-34 FGM5-5 in OT14 REB7 AST2 STL3 BLKMost points in the NBA this season! pic.twitter.com/gLNgmQWZ6W— NBA (@NBA) November 14, 2024 Þetta er það næstmesta sem Giannis hefur skorað í leik í NBA en metið hans eru 64 stig sem hann skoraði gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili. Giannis er næststigahæstur í NBA í vetur með 30,7 stig að meðaltali í leik. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er stigahæstur með 31,2 stig að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Wembanyama skoraði fimmtíu stig þegar San Antonio Spurs vann Washington Wizards, 139-130. Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem leikmaður San Antonio skorar fimmtíu stig í venjulegum leiktíma. A HISTORIC night for Wemby. 🔥 Career-high 50 PTS🔥 Career-high 8 3PM🔥 Fourth-youngest player to score 50🔥 First Spurs player with 50+ PTS and 5+ 3PM pic.twitter.com/mCSSssKWPQ— NBA (@NBA) November 14, 2024 Hinn tuttugu ára og 314 daga gamli Wembanyama er sá fjórði yngsti í sögu NBA sem skorar fimmtíu stig í leik. Brandon Jennings er sá yngsti sem hefur afrekað það, tuttugu ára og 52 daga gamall. Wembanyama hitti úr átján af 29 skotum sínum, þar af átta af sextán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði Frakkinn sex stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst fyrir San Antonio sem er án þjálfara síns, Greggs Popovich, sem fékk vægt heilablóðfall í byrjun mánaðarins. Giannis gerði enn betur en Wenbenyama og skoraði 59 stig er Milwaukee Bucks sigraði Detroit Pistons, 127-120. Auk þess að skora 59 stig tók Giannis fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 21 af 34 skotum sínum utan af velli og sextán af sautján vítaskotum sínum. Giannis skoraði 22 af 24 stigum Milwaukee í 1. leikhluta. 59 POINTS for @Giannis_An34 🤯21-34 FGM5-5 in OT14 REB7 AST2 STL3 BLKMost points in the NBA this season! pic.twitter.com/gLNgmQWZ6W— NBA (@NBA) November 14, 2024 Þetta er það næstmesta sem Giannis hefur skorað í leik í NBA en metið hans eru 64 stig sem hann skoraði gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili. Giannis er næststigahæstur í NBA í vetur með 30,7 stig að meðaltali í leik. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er stigahæstur með 31,2 stig að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik